Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 7
Ó Ð I N N
79
ára dvöl á Dunki flutlust þeir feðgar að Syðri-
Hraundal. Tvö árin af þessum tíma, sem jeg
hef tileinkað verunni á Dunki, var Kristján þó
aðallega ráðsmaður hjá ekkjunni Guðbjörgu Há-
konardóttur, sem var tengdamóðir Kr. Einars
sonar hans. Ettir 5 ára búskap í Syðri-Hraun-
dal dó Kr. yngri. Pað var að vorlagi. Flutti
gamli maðurinn þá til Jónasar, yngri sonar síns,
er bjó í Straumfirði (1883); en Jónas dó 11.
júlí 1890. Árið eftir (1891) var Kr. í sjáltsmensku
í Straumfirði og hafði bústýru, er hjet Valgerður
Ólafsdóttir. Árið þar eftir (1892) var hann í
Knararnesi hjá Ásgeiri bónda Bjarnasyni. 1893
var hann hjá ekkju Jónasar sonar síns, Þuríði
Bjarnadóttur, húsfrú í Straumfirði.1) — 1894
fluttist hann til Ásgeirs Eyþórssonar, kaupmanns
í Koranesi, og var hjá honum í 4 ár. Árið 1898
fluttist hann að Gunnarsstöðum i Hörðudal og
dó þar 17. febr. aldamótaárið 1900. — Gísli
Konráðsson hefur rakið æltir Kristjáns og konu
hans til stórmenna þessa lands, og er það kver
nú í mínum höndum.
Kristján mun hafa byrjað búskap með sárlitl-
um efnum, hraktist frá einu býlinu til annars,
svo hagur hans blómgaðist ekkert. Hrakaði mest
hag hans þau ár sem hann bjó á Hróbjargar-
stöðum, svo nærri lá við uppflosnun. En er
hann gerðist ráðsmaður í Hitardal stórskifti um
hag hans til batnaðar. Sýndi hann þá að hann
var ágætur stjórnari og fór mannaforráð vel úr
hendi, þótf hann næði illa tökum á einyrkja
búskap. Er 18 ára ráðsmannsstarf hans í Hítar-
dal að ágætum haft, og það væri heil bók, ef
rita ætti nákvæma sögu Vestur-Mýra þau ár
sem hann fór þar með hjeraðsstjórn.
Síra Þorsteinn Hjálmarsen í Hitardal var Ijúf-
menni hið mesta, en ekki sýnt um búskap; vildi
enda ekki að honum koma. En Hítardalskirkja
átti þá fjölda fasteigna og ítök mörg. Þurfti
mikið fólkshald, fyrirhyggju og framkvæmd til
að hagnýta öll gæði Hítai dalsins, og stjórna
þeim stóreignum er undir staðinn lutu. Sjálfur
Hítardalurinn var einnig mikil en mannfrek jöið.
En brátt sýndi Kristján, að hann var vel þeim
vanda vaxinn, sem ráðsmannsstarfinu fylgdi.
Hann reyndist hinn fyrirhyggjusamasti, hagsýnn
og strangreglusamur i öllum efnum. Hann hafði
lag á að láta hlýða sjer i smáu sem stóru.
Blómgaðist búið í Hítardal ár frá ári, svo innan
fárra ára mátti það heita stórbú, og sjáltur færð-
ist hann einnig í álnirnar. — Krislján ljet mikið
til sin taka um sveitarmál í Hraunhreppi. Varð
hann hreppsljóri eftir Helga »gamla« í Vogi og
hjelt því starfi í mörg ár, uns hann flutti út úr
sveitinni. Frumkvöðull var hann að ýmsum
þörfum framkvæmdum, svo sem búnaðarfjelagi
fyrir hreppinn o. fl. — Hann þótti hinn ötulasti
og röggsamasti sveitarstjóri, en ráðríkur í meira
lagi. Hollast var að leggja honum sem mest í
sjálfsvald, eða selja honum sjálfdæmi, því hann
var drenglyndur maður, hreinskiftínn og hrekk-
laus og Ijet sjer oft farast stór-höfðinglega í við-
skiftum, en stórgerður og óvæginn við þá er
tróðu illsakir við hann. Fjöldi manna úr fleiri
hreppum leituðu ráða til hans, og þóltu ráð
hans gefast vel. Ýmsar ekkjur fengu hann fyrir
róðamann sinn og stundum tók hann að sjer
að færa mál. Drenglyndi hans, hreinskilni og
hreinskifti báru fáir brigður á, en mikið var
einnig talað um ráðríki og jafnvel harðdrægni
á bak við tjöldin.
Kristján var gleðimaður meðal góðvina. Skemt-
inn og ræðinn og kunni frá mörgu að segja.
Mesti hófsemdarmaður við vin, en þó fjærri því
að vera vínhatari. Hann var gerfilegur inaður á
velli, meir en meðalmaður á hæð, þrekinn um
herðar, örlítið lotinn ofarlega um herðarnar,
fremur stuttleitur og breiðleitur, augun skírleg.
Hárið þykt, stýl't að neðan eftir þáverandi tísku,
kragaskegg. Andlitið í heild sinni var ekki beint
frítt, en það var tilkomumikið. Hann var talinn
burðamaður i besta lagi, þegar hann beytti þvi.
AHa æfi var hann bókhneigður maður, og á
þroskaárum sínum betur orðinn að sjer en al-
ment gerðist um óskólagengna menn. Hann skrif-
aði mjög skýra hönd og furðulega stafrjetla. Vel
fær í reikningi. Vel að sjer í almennri löggjöf
og málarekstri. Má ætla að hann hafi numið
bókleg fræði af prestinum, húsbónda sinum; en
lög og það, sem laut að rekstri mála, er senni-
legt að hann hafi numið af Magnúsi sýslumanni
Gíslasyni, sem bjó á parti af Hítardal í 4 ár í
ráðsmannstíð Kristjáns. — Kristján var yfir höf-
uð skírleiksmaður, og hagur til munns og handa.
Það er talsvert að vöxtum sem hann hefur rím-
að, en misjafnt að gæðum; enda taldi hann sig
ekki skáld og ætlaðist ekki til að visum sínum
yrði á lofti haldið, en ljóðelskur var hann og
1) Hún dó 21. nóv. 1894.