Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 2
74 ó Ð I N N Leiksýningar Haraldar Björnssonar veiurinn 1927—1928. Haraldur Björnsson byrjaði starf sitt á sviði leiklistar fyrir mörgum árum. Það var í Leik- fjelagi Akureyrar. Þar slarfaði hann í 7 ár, fram Har. Björnsson leikari til ársins 1925; þá flutti hann búferlum til Kaup- mannahafnar, fast ráðinn í þvi að gefa sig eingöngu við leiklist. Munu þau Anna Borg vera fyrstu Is- lendingar, sem gert hafa þá list að lífsstarfi sínu. Haraldur lauk námi við Kgl. leikhúsið í Kaupmannahöfn vorið 1927 með ágætiseinkunn. Var frumraun hans Kári í Fjalla-Eyvindi, IV. þætti, og Ijek ungfrú Anna Borg þá Höllu. Auk sjálfs leiknámsins lagði Haraldur mikla stund á að kynna sjer búning leiksviðs og for- sögn leiksýninga (instruktion) og mun hann hafa gert það sjerstaklega i þeim tilgangi að verða sem best vaxinn því að vinna í þágu leik- listarinnar hjer heima. Síðastliðinn vetur ferðaðist Haraldur milli leik- fjelaganna hjer heima (Reykjavíkur, ísafjarðar óg Akureyrar) og stóð fyrir leiksýningum með þeim allan veturinn. Verður það að teljast tals- verður viðburður á sviði íslenskrar leiklistar, er fyrsti sjermentaður íslendingur í leiklist ferðast hjer um og hefur leiksýningar í heilan vetur. Haraldur hóf þetta starf sitt strax í fyrra haust. Sýndi hann fyrst með Leikfjelagi Akureyrar Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson, og ljek þar sjálfur aðalhlutverkið (Loft). Þar næst sýndi hann með sama fjelagi leikinn Dauði Natans Ketilssonar, eftir frú E. Hoffmann. Aðalhlutverk- ið (Natan) ljek þá Ágúst Kvaran. Með leikfjelagi Isafjarðar sýndi Haraldur í febr. Ljenharð fógeta, og Ijek þar Ljenharð. Siðan æfði hann með fjelaginu Gjaldþrotið eftir Björnson. I mars og apríl var Haraldur í Reykjavík og stóð þar fyrir leiksýningu á 100 ára minningar- hátíð H. Ibsen með Leikjelagi Reykjavikur. Var það »Vildanden« eftir Ibsen, sem sýnd var, og ljek Haraldur sjálfur Gregers. 1 maí var Haraldur aftur á ísafirði, og sýndi þá, með leikljelaginu þar, Galdra-Loft, og ljek sjálfur Loft. Var þetta síðasta sýuing hans á vetrinum, en síðasta leikkvöldið var 31. maí. Á 6'/2 mánuði hafði Haraldur alls 43 sýningar (leikkvöld) og 6 upplestrarkvöld. Auk þess stóð hann fyrir Jóhanns Sigurjónssonar hátíð á Akur- eyri til tekna fyrir ekkju skáldsins. Sá, sem þetta skrifar, sá að eins þá leiki, er sýndir voru á ísafirði. Fóru þær sýningar prýði- lega vel og voru ólíkar því, sem þar hafði áður sjest á leiksviði. Var og aðsókn að leiksýningun- H. Bj.: »Ljenharður fógeti«. 3. þ.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.