Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 12
84
Ó Ð I N N
Eggert er góður heim að sækja, enda, sem
vita má af framkomu hans, prýðisvel skynsam-
ur maður. Berst talið oftast ósjálfrátt einna
helst að því, sem er honum heitast áhugamál,
og fylgist hann með áhuga með öllu því, sem
er að gerast. Eggert er prýði sinnar sljettar og
í hvívetna vill hann koma fram til góðs.
Jeg veit ekki, hvort hann mundi kallast fríð-
ur sýnum, en höfðinglegur er hann á velli og má
sjá, að þar sem hann fer, er höfðingi í lund.
Kona Iians er Elin Gísladóttir, prests frá Reyni-
völlum. Er hún góðrar ættar í báðar ættir. Móð-
ir hennar, Guðlaug Eiríksdóttir, kona síra Gisla,
var móðursystir síra Eiríks Briem prófessors í
Viðey og þeirra merku systkina. Síra Gísli Jó-
hannesson, faðir Elínar, og Ingíbjörg, móðir
Vilhjálms Slefánssonar, hins fræga norðurfara og
vísindamanns, voru systkin.
Elín Gísladóttir mundi eigi kallast svo mjög
fríð sýnum, en í fasi hennar og framkomu allri
er ein.skonar ótvíræður aðalsbragur, sem vekur
virðingu fyrir henni. Hún er ágæt kona, stjórn-
söm húsmóðir, ágæt eiginkona og móðir. Hefur
sambúð þeirra hjóna jafnan verið til sannrar
fyrirmyndar. Mun ekki ofsagt, að heimilisfólk
hennar ber ást og virðing i brjósti til þessarar
góðu konu, eins og allir, sveitungar og nágrann-
ar. Þeir sem þekkja hana best, unna henni mest.
Hún er skynsöm kona, slilt og trygglunduð,
góðviljuð og best þeim, sem helst þurfa hennar
við. Hún hefur hvað eftir annað orðið fyrir á-
falli, meiðslum, og er raunar óþarft að geta
þess, að það hefur hún borið með rósemd og
stillingu.
Meðalfellsheimilið hefur jafnan haft ágætt orð
á sjer. Háttprýði, reglusemi og gestrisni hefur
einkent það jafnan, og eiga bæði þessi sæmdar-
hjón sinn þátt í allri híbýlaprýði.
Þau hjón giltust árið 1887.
Einn son hafa þau átt barna. Heitir hann
Jóhannes Ellert. Hann er nú giftur maður og er
hann heima hjá foreldrum sínum til að sljórna
búinu með þeim. Hann hefur numið búfræði á
Hvanneyri. Áður var hann tvo vetur á gagn-
fræðaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði.
Þau Eggert og Elín hafa átt því láni að fagna,
að þessi sonur er hvers manns hugljúfi og allir,
sem með hónum eru, elska hann og virða í senn.
Jeg tel það mikið lán fyrir sveitarfjelagið, að
hafa svo lengi fengið að njóta þessara ágætu
sæmdarhjóna. En heill og heiður litils sveitarlje-
lags er heill og heiður alls þjóðfjelagsins um leið.
Jeg hygg að jeg megi tala fyrir munn fjöl-
margra vina, er jeg leyfi mjer að þakka þeim
fyrir alla framkomu hingað til og hið blessunar-
ríka starf, er þau hafa unnið, þó mestmegnis í
kyrþei, og óska þeim enn langra hldaga og gleði
og blessunar á þeim tíma, sem enn er eftir ó-
farinn af merkum æfileiðum.
Jeg vona fastlega, að vinur minn Eggeit Finns-
son megi gleðjast af því, að »seinna koma sum-
ir dagar og koma þó«, að hann fái betur og
betur að sjá, að hugsjónir hans eru að rætast
og rætast því meir, sem lengra líður.
Jeg veit að blessun guðs fylgir hverjum þeim,
sem gerir vel, og þá þessum sæmdarhjónum,
heimili þeirra og elliárum.
í þeirri trú verður að lifa um hvern góðan
mann og konu.
Reynivöllum, 16. júlí 1928.
Hallclór Jónsson.
st
Jóhann Kr. Briem
f. 17/a 1874, d. Vs 1892.
í síðasta hefti óð-
ins minnist síra
Friðrik Friðriksson
vinar okkar Jó-
hanns sál. Briem
frá Stóra-Núpi.
Jeg átti því láni
að fagna, að þekkja
þennan gátaða og
skemtilega æsku-
mann. Þegar við
fyrstu samfundi
tókst hin besta vin-
átta með okkur og
verð jeg að segja,
að fáa vini hef jeg
átt mjer jaln geð-
þekka og trygga. Jóhann sal. var einstaklega
aolaðandi, — hinar fjölhæfu gáfur hans stráðu
yl og birtu til þeirra, sem kunningsskapar
Jóliann Kr. Briem.