Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 25
ó Ð I N N 97 Samúel Jónsson og Margrjet Jónsdóttir. Margir Reykvíkingar munu kannast við Sa- múel Jónsson trjesmíðameistara á Skólavörðu- stig 35 og konu hans Margrjeti Jónsdóttur. Hann er einn af þessum kyrlátu mönnum í landinu, gengur að sinni vinnu daglega glaður og ánægður, er samvitskusamur og vandaður og sómi sinnar stjettar. Hann er ættaður austan af Síðu, fæddur á Brattlandi 18 sept. 1864,en þarbjuggu foreldrar hans, Jón Pálsson bóndi og Kristín Jónsdóttir, er síðar fluttust að Hunkurbökk- um. ólst Samúel upp á Hunkur- bökkum, Iærði trjesmíði á Eyrar- bakka, tók sveins- brjef þar 1881, fluttist síðan til Eyrarbakka 1890 og til Reykjavíkur 1900 og hefur dvalið þar síðan. Kvæntur er hann Margrjeti Jónsdóttur frá Steinum undir Austur-'Eyjafjöllum (f. 22. ág. 1859), systur Sveins Jónssonar trjesmíðameistara og þeirra systkina, en íoreldrar þeirra voru þau Jón bóndi Helga- son og Guðrún Sveinsdóttir, er lengst af bjuggu á Leirum undir Austur-Eyjafjöllum. Hjónaband þeirra hefur verið hið farsælasta og eignuðust þau 3 börn: Guðjón húsameistara (sbr. óðinn 20. árg., 7.—12. tbl., 1924) og dætur tvær, Jónínu og Sigrúnu, en 1907 urðu þau hjónin fyrir þeirri miklu sorg að missa báðar dætur sínar á unga aldri (Jónína var þá 18 ára en Sigrún 13 ára). Annars hefur ekki skugga borið á hið farsæla hjónaband þeirra. Heimili þeirra hefur verið fyrir- mynd að reglusemi og nýtni, en gestrisni um leið. Húsbóndinn glaðlyndur og söngelskur og ætíð Ijett yfir húsfreyjunni, sem hefur verið sam- hent manni sínum að gera heimilið sem ánægju- legast. Umhyggjusemi hennar er við brugðið og hafa nemendur Samúels, er dvöldu á heimili þeirra hjóna, ætíð borið hlýjan hug til þeirra síðan. 22 trjesmíðanemendur hafa á undanförn- um árum verið heimilismenn þeirra og hafa 18 af þeim tekið sveinsbrjef hjá Samúel og siðan gerst nýtir menn í sinni iðn. Um jólaleytið síð- asta heimsóttu nemendur Samúels þau hjón og færðu þeim gjafir í þakklætis- og viðurkenning- arskyni fyrir hin liðnu ár, Samúel fagran göngu- staf úr íbenviði og fílabeini, en Margrjeti hús- freyju haglegan ask, hvorttveggja hluti með áletr- an til þeirra hjóna. Skrautritað ávarp fylgdi gjöf- unum með þess- ari áletrun: Iværu lijónl Oss hefur lengi langað til að votta ykkur hjartanlegt þakklæti vort og minnast þeirra ágætu stunda er vjer áttum þess kost að dvelja á heimiliykkar.End- urminningarnar um ágæta kenslu þína, Samúel, ár- vekni, trúfesti, ná- kvæmni, glaðlyndi og umhyggjusemi þína, Marg- rjet, sem varð að ómetanlegu gagni, hafa ætíð vakað í hugum vorum. Vjer biðjum ykkur nú að þiggja gjöf þessa sem lítinn vott þakklætis vors og ástúðarcc. Vinir þeirra óska þessum heiðurshjónum góðr- ar heilsu það sem eftir er æfinnar og vonast eftir að mega njóta samvistar þeirra enn um langt skeið. Ó. J. Hvanndal. 0 Reyndu að brosa. Þó að svartbrýn sorgarský sýnist orsök nauða, reyndu bara að brosa á ný, brosa í lííi og dauða. Fnjóskur. Samúel Jónsson. Margrjet Jónsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.