Alþýðublaðið - 09.10.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 09.10.1963, Side 2
! Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald lir. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. ÞETTA KALLAR TÍMINN jmm SAMDRÁTT" 'TÍMINN endurtók í gær árás sína á rfkisstjórn ina fyrir aðbúnað skólanna og hélt fram, að í skóla byggingum hafði raunverulega orðið „mikill sam- dráttur“ síðustu árin, þegar litið væri á þarfir vegna eðlilegrar fjölgunar. Við skulum athuga, hvað það er, sem Tíminn 'kallar „mikinn samdrátt11 á þessu sviði. Fjárfram lög rfkisins til skólabyggmga hafa iverið sem hér segir síðasta áratug: 1953 • • 7 490 000 kr. (Framsókn í stjórn) 1954 ■ • • • 7 990 000 — (Framsókn í stjórn) 1955 • • • • 12 805 000 — (Framsókn í stjórn) 1956 16 490 000 — (Framsókn í stjórn) 1957 • • 19 060 000 — (Framsókn í stjórn) 1958 • • • 18 679 500 - - Framsókn í stjórn) 1959 • 21 509 115 — (Framsókn EKKI í stjórn) 1960 31 220 203 — (Framsókn EKKI í stjórn) 1961 • • 37 191 848 — (Framsókn EKKI í stjórn) 1962 • • 47 403 174 — (Framsókn EKKI í stjórn) 1963 • 63 595 986 — (Framsókn EKKI í stjórn) Þessar tölur tala skýru máli. Alþýðublaðið skor ar enn á Tímann að nefna það fólk, sem vill ganga menntaveginn, en kemst það ekki vegna skorts á skólabyggingum. Ekki dugir að nefna héraðsskólana. Mikill hluti af umsækjendum um þá er frá kaupstöðum og kauptúnum, þar sem þeir eiga kost á skóla- göngu, þótt þeir vilji heldur komast í heimavistar skóla. Þessu fólki er ekki neitað um skólavist, og það þarf ekki að hætta námi. Að halda slíku fram, er hrein blekking. Fyrir nokkrum árum voru auð rúm í héraðs- skólum og ýmsir héldu, að skeið þeirra væri á enda. Svo jókst aðsóknin snögglega. Síðustu árin hef ur ríkið varið milljónum tfl að endurbyggja gamla héraðsskóla, sem ella væru óhæfir sem skólahús. Jafnframt hefur ríkið tekið að sér rekstur þeirra, þar sem þeir eru sóttir af öllu landinu, en ekki að- eins úr 'viðkomandi héruðum. Tíminn lýsi'r ástandi þessara mála svo, að vegna slæmrar stjórnar verði íslenzk ungmenni að neita sér um skólagöngu. Þetta er rangur dómur, sem um- ÍSlenúiúg.imundi ko^,íjluþpgar að láta á prent, ef hann væri ekki haldihiT ''ós'k’itjifhfégu, f pólitísku ofstæki. í Híbýlaprýði. Höfum fengið söluum' boð fyrir nýtízkulegustu húsgögnin á markaðnum SYSTEM PYRAMID og PIRA HILLUSETTIN. Við bjóðum yður fjölbreyttasta og ný- tízkulcgasta húsgagnaúrval landsins ' qmrmsri >>p I8ÍTJ. i nemea uuu — - HIBYLAPRYDI H.F. sími 38177 — Hallacmúla. SKÓRIMPEX SKÓRIMPEX LÓDZ LÓDZ Pólski skófatnaðurinn cr þekktur um land allt og þykir ódýr og smekk- legur. 2 fulltrúar frá Skórimpex, Lódz, verða staddir á skrifstofum vorum næstu daga, og hafa með sér ný skóf atnaðar-sýnishorn og verðtilboð. Einkaumboðsmenn S kórimpex, Lódz. íslenzk - Erlenda Verzlunarfélagið hl Tjarnargötu 18 — Símar 20400, 15333. 2 9. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.