Alþýðublaðið - 20.10.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1963, Blaðsíða 5
PUNKTAR ENN ER ALLRA VEÐRA VON VIÐ íslendingar flýttum okkur, eins og flestar aðrar þjóðir, að samþykkja sáttmálann um bann við kjarnorkutilraunum á yfir- borði jarðar, á landi eða sjó. Það vildi svo til, að sendiherrar okkar í Washington og Moskva, þeir Thor Thors og dr. Kristinn Guð- mundsson, voru báðir staddir heima í sumarleyfum. Var þeim sagt að taka saman pjönkur sínar og skunda rakleitt hvor á sinn stað í austri og vestri. Þeir und- irrituðu samninginn fyrir okkar hönd samtímis. Enn undrast menn, að þessi samningur milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skyldi verða til, að eins fáum mánuðum eftir að þessi sömu stórveidi voru á barmi kjarn- orkustyr.ialdar vegna Kúbu. Allt í einu þykir friðsamlegra í heimin- um og Tímarit Máls og menningar skrifar „Eftirmæli kalda stríðsins.” Hvað olli hinni snöggu breytingu? Því meira sem menn skrifa og tala um þessa spurningu, því aug- ljósara verður svarið. Hættan á að Kínverjar komi sér upp kjarn- orkuvopnum sameinaði Krústjov og Kennedy. Þessi hætta er kjarni málsins. Augljóst er, að ef fleiri þjóðir eignast kjarnorkuvopn, verður meiri hætta á, að einhver sprengj- an springi — og fleiri komi skjót- lega á eftir. Þó virðast Bandaríkja- menn og Rússar sammála um, að hættulegast af öllu sé, að hinir kínversku kommúnistar fái þessi vopn. Þeir trúa enn hinum gömlu kennisetningum, að kommúnism- inn hljóti að sigra kapítaiismann í stríði og þeir virðast telja að nógu margir Kínverjar mundu bjargast úr kjarnorkustyrjold til að ráða þeim heimi, er risi úr rústunum. Vitað er, að Kínverjar leggja mosu og víðar liafi fylgzt ræki- lega með öllu, sem gerist í Kína- veldi, en Rússar höfðu, áður en vinslit urðu, ekki látið Kínverjum í té SA-2 flugskeyti eins og það, sem skaut U-2 niður um árið. Samningurinn um bann við kjarnorkutilraunum, sem Kínverj- ar hafa auðvitað ekki undirritað, getur ekki einn stöðvað kjarnorku tilraunir þeirra. En hann skapar grundvöll undir aðgerðir, sem Benedikt Gröndal skrifar um helgina mikið að sér til að eignast þessi árásarvopn. Þeir eiga tvær kjarn- orkustöðvar og má búast við, að þeir geri fyrstu sprengjutilraunir í Ningsiahéraði, skammt frá landa mærum Mongólíu, seinni hluta næsta árs eða snemma árs 1965. Þegar Bandaríkjamenn lofuðu Krústjov að hætta að njósna um Sovétrikin úr U-2 flugvélum, gáfu þeir Kínverjum engin slík loforð. Talið er, að U-2 flugvélar frá For- gætu hindrað, að Kínverjar kæmu upp kjarnorkuvopnum. Þekktir blaðamenn eins og Stewart Alsop, telja vafalaust, að Bandaríkja- menn og/eða Rússar verði fyrr eða siðar að beita valdi til að eyði- leggja kjarnorkumátt Kínverja. Gætu U-2 flugvélar eða skemmd- arverkamenn vafalaust gert það, en það er álit kunnugra, að til þess verði að koma. Ef Rússar og Bandaríkjamenn hefðu haldið áfram tilrauna- sprengingum sjálfir, gætu þeir illa bannað Kínverjum að gera hið sama. Samningurinn skapar hins vegar grundvöll til gagnráð- stafana, enda þótt þær yrðu varla innan ramma löglegra milliríkja- skipta. Slíkar bollaleggingar sýna, liversu alvarlegum augum það er litið í Moskva og Washington, að Kínverjar verði kjarnorkuveldi. Þótt þeir kæmust ekki lengra í kjarnorkutækni en Bandaríkja- menn voru komnir 1945, er þeir gerðu árásirnar á Hiroshima og Nagasaki, mundu Kínverjar skapa geigvænlega hættu fyrir Japan, Formósu, Indó-Kina, Indland og Sovétríkin. Virðast Kennedy og Krústjov sammála um, að slíkt vald megi Kínverjar ekki fá. Þótt Krústjov ætli að ,,grafa” auðvalds heiminn, hefur hann líka lýst hörmungum kjarnorkustyrjaldar, þegar lifendur mundu öfunda hina dauðu, eins og hann hefur orðað það. Samningurinn um bann við kjarnorkutilraununum er mikill áfangi, sem gæti leitt til stórra skrefa í friðarátt. Hitt er mis- skilningur, að samningurinn skapi friðarástand á jörðu þegar í stað, og ekki sé enn allra veðra von. Höfðingleg gjöf. ARNESINGUM liefur veriíi færð höfðingleg gjöf. Frú Bjarnveig Bjamadóttir og syn ir hennar tveir hafa gefið sýs'J. unni 41 málverk eftir 17 kunna listamenn. Verður listaverkun um komið fyrir í nýju safnhúsí á Selfossi. Hér er um merkan áfanga aÖ ræða. Fyrir tilstilli frúarinnai’ og sona hennar er komið á fóíi fyrsta málverkasafninu utan höfuðborgarinnar. Árnesingar hafa nú eignazt dýrgripi sem þeir geta verið stoltir af,. og horfa til menningarauka í hér aðinu. Þann hug, sem býr aö baki slíkri gjöf, er erfitt al1 meta að verðleikum. List um . i landið Reykjavík sem höfuðborr' landsins, hefur að sjálfsögðut- verði miðstöð listalífsino Reynt hefur þó verið að skapa fólkinu, sem býr í sveitum og kaupstöðum, tækifæri til afJ njóta lista, sem borgarbúav hafa til skamms tíma hafi; einkarétt á. Nægir þar ati minna á leikferðir Þjóðleikhúsa ins, hljómleikaferðir sinfóníu- hljómsveitarinnar o. fl. Á veg- um Menntamálaráðs hefur oy verið efnt til listkynningar í héi’ aðsskólum og öðrum skólum úti á landi. Sveitir og kaup- staðir mega ekki vera algjör- lega afskipt í þessum efnum, og ber því að efla þá starfsemi., sem miðar að auknum ferðum listamanna um landið. Listasafnið — 'TV~ F arandsýningar í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki væri við • eigandi, að Listasafn Ríkisimi beitti sér fyrir farandsýning- um listaverka, er sýndar væru ákveðinn tíma í senn á hverj- um stað. Stór og vistleg félagsheimill eru nú í flest öllum byggðar- lögum Iandsins, og mætti nota þau sem sýningarsali. Félags- heimilin eru lyftistöng félags- • lífsins í hverju byggðarlagi, og hlutverk þeirra er meðal ann ars að efla og styrkja menníng arlíf í viðkomandi byggð, Stundum hefur þó viljaU "brenna við, að fjárhagssjónar mið hlypi með forstöðumenrt þessara stofnana í gönur, es- þar hafa verið haldnir dans- leikir um næstum hverja helgi,- sem að miklu leyti hafa verið sóttir ■ af yngri kynslóU borgarinnar. Þetta er ekkl hlutverk félagsheimilanna Vonandi verður hin veglega gjöf, sem getið er hér að frara an, fleiri byggðarlögum hvatn ing um að efla hjá sér lista og menningarlíf. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. okt. 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.