Alþýðublaðið - 20.10.1963, Blaðsíða 8
IndriS G
— Aldrei ætlað' að s
Indriöi G. Þorsteinsson ræöir viÖ Alþýöublaðið um nýju skáldsöguna sína.
ÞEIR íslenzku höfundar munu
teljandi á fingrum annarrar hand-
ar, sem fólk bíður bókar frá með
meiri eftirvæntingu en Indriða
G. Þorsteinssyni. Eflaust ber
margt til, en ein af mörgum á-
stæðum grunar mig, að sé sú, að
fólk þekkir hann ekki að öðru en
því að skrifa um samtíðina eða
síðustu áratugi og þar með sjálfa
kviku lífsins á þeim dögum, sem
við lifum í stað þess að flýja
aftur í aldir eða gerast ómerki-
legur. Það er nokkuð síðan kvis-
ast tók, að hann væri með nýja
skáldsögu í smíðum, og nú er vit-
að, að hún kemur út hjá Iðunni
sem næst miðjum nóvember. Þó
mun það hending, að bókin lend-
ir í jólaflóðinu, því að höfundur-
inn er ekkert ginnkeyptur fyrir
því, enda kom 79 af stöðinni út
í apríl og Þeir sem guðirnir elska
meðan nótt var björtust. Það var
eins og hver önnur heppni, að
leiðir tveggja blaðamanna- skyldu
liggja saman í Ingólfsstræti um
kaffileyti á fimmtudaginn, enda
hafði það háskalegar afleiðingar
fyrir þessa síðu í blaðinu.
Eg spurði, hvort Indriði væri
buinn að skíra bókina.
—- Já, hún á að heita Rand og
synir, — og það er verið að lesa
próförk. af henni nú. Aðalstuðn-
ingsmaður minn í því máli er
Bjarni Vilhjálmsson, magister, en
hann hefur lesið yfir mín
handrit síðan 79 af stöðinni — að
henni meðtaldri. Þetta hefur verið
mér mikilsvert og Bjarni betri
en enginn í sambandi við rit-
störfin, ekki sízt af því að hann
er einkanlega frjálslyndur mál-
fræðingur.
— Og Valdimar gefur út?
— Já, hann er í Egyptalandi um
þessar mundir, og kannski kemur
hann ekki heim, fyrr en allt er.
farið á höfuðið út af þessari út-
gáfu.
— Ertu mjög hræddur um, að
það fari á höfuðið.
— Ætli sé ekki bezt að láta
Valdimar svara því. Þið getið
pröfað að hringja í hann.
— Hvenær fórstu að hugsa til
að semja þessa nýju skáldsögu og
efna til hennar?
— Það var sumarið 1958. Síð-
an eru eiginlega komnar þrjár
mismunandi sögur út úr þessu,
sem allar eru ónýtar. Það má
segja, að þetta sé fjórða útgáf-
an. Annars byrjaði þessi saga
eiginlega uppi á Eyvindarstaða-
heiði. Þegar ég var búinn með
79 af stöðinni, fór eins og ævin-
lega vill verða í þessum sökum,
að maður var tómur og fannst
allt vera búið og ekkert meira
að segja upp á lífstíð. Þá vildi
svo til, að ég fór með frænda
mínum og syni hans uppi á heið-
ina. Við vorum þar viku og höfð-
umst við í Bugakofa, sem er torf-
hús á þeim slóðum. Þessa daga
voru kallarnir einmitt að reka
upp hrossin sín. Það rigndi mik-
ið, og þeir voru blautir, svo að
stóð af þeim gufan. Þá datt mér
allt í eipu í hug að skrifa sög-
una, sem þeir færðu mér upp í
hendurnar í ákveðnum skilningi
Stundum komu þeir í sólskini á
morgnana og höfðu rekið hross-
in alla nóttina, stundum komu
þeir blautir og hrakttr í rigningu
undir kvöld. Eg man eftir einum
þeirra. Hann hafði ekkert nesti
þarna á fjöllunum nema einn
skreiðarfisk, sem hann bar í
jakkavasanum, eins og veski. Við
fylgdum honum inn að Haugakvísl,
sem er nær miðri heiði. Eg var
að hugsa um þetta á leiðinni og
fannst tilvalið að skrifa um þessa
kalla, sem voru alltaf með annan
fótinn á heiðinni en hinn í byggð.
Svo róluðum við yfir Litlasand
og niður í írafell, og ég var enn
að velta þessu fyrir mér á leið-
inni.
— Hvenær er bókin tímasett?
— Hún er staðsett í fortíðinni
— fyrir stríð. Við getum dregið
hreinar línur milli tveggja tíma-
bila með árinu 1939. Eftir stríðið
og hernámið hafa verið allt aðrir
tímar og önnur sjónai’mið í gildi
en á þeim árum, sem mörkuðust
af kreppunni og fólki hennar.
79 af stöðinni fjallar um seinna
tímabilið, en í báðum bókunum,
henni og Landi og sonum, — er
ég að skrifa um minn tíma og
samtíð okkar, þó að ég hafi byrj-
að á seinna tímabilinu og bæk-
urnar séu því ekki skrifaðar í
réttri, „krónólógískri” röð. Hins
vegar verða þær ekki slitnar
sundur frekar en þróunin
sjálf, þó að þær fjalli nákvæm-
lega um sama fólk og sama tíma.
Það hafa sumir haldið, að end-
irinn á 79 af stöðinni væri ein-
hvers konar tilviljun eða bók-
menntaleg slembilukka, en það er
ekki rétt. Mér er fyllilega ljóst,
hvað ég hef verið að skrifa. —
Land og synir er m. a. samin til
að undirstrika það. í henni er fjall-
að um manninn, sem fer brott og
af hverju hann fer. Hún er um ,
aðfarann að brottför manna að
heiman sem síðan eiga ekkj aft-
urkvæmt, — manna eins og Ragn-
ars í 79 af stöðinni. Sú bók var
aftur á móti um þann, sem er far-
inn brott, ætlar heim, en kemst
það ekki vegna þess, að það hef-
ur aldrei verið nein forsenda fyr-
ir því, að menn snéru aftur til
þess tíma, sem var.
— Á hve löngum tíma gerizt
bókin, sem nú er að koma út?
— Eg mundi segja, að það gæti
verið nærri því einn mánuður
eða frá því að göngur hefjast og
fram í fyrstu snjóa. Það er tölu-
vert af köllum þarna, og eins og
nafnið bendir til, þá eru þeir
engar aukapersónur í bókinni því
að þeir eru allir runnir upp af
þessum bletlum sínum og þar af