Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 3
N EINNI ÁRÁS SERKJA HRIINDID RABAT og AIGEIRSborg 23. okt. Alsírskar hersveitir gerðu í dag árás á landamærastöðina Ain Tannazzara í Norður-Marokkó sein mönnuð er hermönnum, sem ekki eru þiálfaðir til hernaðar. Fréttarstofan í Marokkó, Mag- hreb, segrir að árásinni hafi verið hrundið af marokkanska setulið- inu. Fréttarstofan skýrði ekki frá mannfalli í bardögunum við Ain Tannazzara, sem er um 60 km. vest ur af Figuig. Að bardögunum við Ain Tannazzara, undanskildum var allt með kyrrum kjörum í dag á landamærum Alsír og Marokkó. Þegar alsírskar hersveitir gerðu í gær árás á vinina Tagought, sem er um 160 km. frá útvirkinu Hassi Kveðja til ........... íslenzkrar ....... nn —itii æsku I HINNI furðulegu bók um ísland, sem utanríkismálaskól inn í Moskvu hefur gefið út, er sérstök kveðja til íslenzkr- ar æsku. Þar segir: „íslenzk bo^garaleg aqska er mjög næm á bandaríska menningu. Á götum Reykja- víkur gefur að Mta uppmál- aðar stelpugálur með fjólu blátt eða ljósblátt hár og marg litaðar neglur. Ennfremur stýrfáta unglinga í leðurjökk- um og peysumk en á hak þeirra er málað eða saumað í sterkum litum annað hvort örn, líkast til tekinn a'ð fyrir- mynd úr bandaríska skjaldar merkinu eða kort íslands með áberandi yfirskrift: ísland- Keflavíkurflugvöllur. Þegar kommúnistar tala um „borgaralega æsku“ eiga þeir aðeins við það æskufólk, sem ekki qr kommúnistaj-. Þeir standa auðvitað á mun hærra menningarstigi!!! Beida, féll einn óbreyttur borgari, I að þessi viðleitni hans hafi borið að sögn Maghreb. ★ SELASSIE KVEÐUR Haile Selassie Eþíópíukeisari hélt frá Alsír í morgun til Túnis. í Algeirsborg hefur hann reynt að miðla málum í deilum Marokkó og nokkurn árangur. Að vísu hefur Ben Bella, forseti Alsír fallizt á að sitja fund með keisaranum og Hassan konimgi til þess að reyna að koma á friði. En tími og staður slíks fundar hefur Alsírs, en ekkert 'hendir til þess r enn ekki verið ákveðinn. Home leagur niöur titla IWWWIWWWWWWMMWW Samsæri í Kongó Leopoldville, 23. okt. NTB-AFP Yfirvöldin í Leopoldviile íliuga ýmsar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir, að erlendir diplómat- ar veiti æsingamönnum fjárhags- legan stuðning og vinni á annan hátt gegn stofnunum kongóska ríkisins, sagði Jerome Anamy upp lýsingamálaráðherra í dag. London, 23. okt. NTB-Reuter. Brezki forsætisráðlierrann varð í dag fyrsti brezki stjórnarleið- i toginn uin margra alda skeið, sem hvorki á sæti í lávarðadeildinni i eða í neðri deildinni. Home lávarður lagði niður fjóra titla og varð Sir Alec Doug- las Home — Sir Alec — og von- ast til að fá rétt til setu í Neðri málstofunni eftir aukakosningar í öruggu íhaldskjördæmi í Skot- landi 7. nóvember. Forsætisráðherrann. sem hafði ríkt sem Home lávarður í fjóra daga í dag, verður ekki viðstadd- ur hátíðlega athöfn í Neðri mál- stofunni á morgun er þingfund- um lýkur. Verkamannaflokkurinn hefur tekið fram, að liann muni mót- mæla ákvörðun stjórnarinnar um að fresta setningu næsta þings frá 29. október til 12. nóvember vegna aukakosninganna, sem veita eiga forsætisráðherranum rétt til setu í Neðri málstofunni. Þingmenn Verkamannaflokks- „Viturlegt" oð Tito aflýsti hótelveizlunni New York, 23. október. NTB-AFP Sendiherra Bandaríkjanna lijá S- Þ, Adlai Stevenson, sagði í dag, að hann teldi það hafa verið vit- urlega ráðstöfun hjá Tito forseta að aflýsa veizlunni, sem hann ætl- aði að halda á Hotel Waldorf- Astoria í gærkvöldi. Stevenson var hins vegar ekki ánægður með það, á hvern hátt veizlunni var aflýst. Ástæðan var sögð sú, að , lögreglan veitti Tito ekki næga vernd. Stevenson kvað lögregluna liafa veitt Tito hina öflugustu vernd. Veizlunni var aflýst þar eð nokkrir júgóslavneskir flóttamenn höfðu reynt að ryðjast inn í hót- elherbergi Titos kvöldið áður. ins í Neðri málsstofunni munu sennilega reyna að fá samþykkta tillögu þar sem segir, að halda eigi við uppliaflegan dag setn- ingar þings í þágu almennings- heilla. Einnig er talið, að þing- menn flokksins muni halda uppi málþófi í lávarðadeildinni til þess að flokksforinginn Harold Wil- son fái meira næði til að bera mál ið upp í Neðri málstofunni, þar sem reglurnar ei'u ckki eins strangar. ★ Að fylgjast með tímanum. Forsætisráðherrann, Sir Alec, glataði titlum sínum með því að skrifa undir eitt skjal. Einn titl- anna er næstum 500 ára gamall. Aðspurður hvernig tilfinning það væri, að missa aðalstign sina með einu pennastriki, sagði hann: Það er að segja skilið við fortíð- ina, og við verðum að fylgjast með tímanum, er það ekki? Kona forsætisráðherrans, lafði Elizabeth Douglas-Home, sagði í Downing Street nr. 10 í dag, að fólk vanmæti mann hennar. — Hann er hvorki maður án séreinkenna eða nokkur aðals- maður. Hann á margt sameigin- legt með hinum venjulega Breta og það væru mistök að vanmeta hann, sagði hún. — Eg er enn ekki viss um hvað ég heiti, bætti hún við, en hið nýja nafn hennar stafar af því, að maður hennar hefur afsalað sér aðalstitlum og réttindum. Eg þyrði ekki aS undirrita ávísun, bætti hún við í spaugi. Rhein-Main-flugstöðin. 23. okt. NTB-Reuter. Stóru bandarísku C 135- flutningaflugvélarnar lentu á Rhein-Main-flugvellinum við Frankfurt í dag (sjá mynd) — eftir að nokkrar höfðu orðið að hverfa frá fyrr um daginn sökum þoku. Þrem vélum, sem taka þátt í ,,Exercise Big Lift”, var sagt að lenda á Ramstein-flugvell- inum skammt frá, en tvær urðu að fara til Mildenhall í Bret- landi. Einni vélinni var sagt að fara til Mildenhall, en þegar hún var komin þangað, barst henni tilkynning um, að hún mætti lenda á Rhein-Main- flugvellinum, og kom hún þangað síðar. I dag voru um 12 þús. her- menn úr 2. brynvædda her- fylkinu fluttir frá Bandaríkj- unum lil V-Þýzkalands og sýndu á hve skömmum tíma Bandaríkjamenn geta sent bandamönnum sínum í Evrópu liðsauka. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur á morg- un til Bonn og mun gera v,- þýzku stjórninni Ijósa grein fyrir því, að USA hyggst ekki fækka í herliði sínu í Evrópu. Bandaríkin liafa nú um 250 þús. hermenn í Evrópu. Þó er sagt að þessi möguleiki sé enn fyrir hendi, þar sem hann hef- ur ekki verið borinn til baka berum orðum. MWWWWHWWWWWWWWWWWWWWWWWWtWWWWWMWK Dagur Sameinuðu þjóðanna Dagur Sameinuðu Þjóðanna er í dag. Á 18. afmælisdegi þeirra játumst við enn á ný þeim grund- vallarreglum, sem felast í sátt- mála þeirra. Við minnumst þess eixmig, að á degi SÞ fyrir ári síð- an stóð allt mannkynið í skugga óttans við tortíminguna. Það var m. a. fyrir hlutdeild samtakanna, að sættir tókust og friður hélzt. ' Siðferðilegt vald þeirra jókst við þá raun og eykst jafnt og þétt, enda nýtur það stuðnings flesti-a jarðarbúa. Vandamálin eru mörg og víða viðsjár með mönnum, en alls staðar um heim festa milljónii’ manna traust sitt á Sameinuðu Þjóðunum í þeirri von, að þeim takist að lokum að leiða mann- Framh. á 5. síðu Nóbelsverðlaun í bók- menntum ákveðin í dag Stokkhólmi, 23. okt. NTB. Sænska akademían kemur sam- an á morgun til þess að ákveða hverjum skuli úthluta hókmeimta verðlaunum Nóbels, og hafa aldrei áður eins margir rithöfundar komið til greina. Á lista þeim yf- ir hugsanlega verðlaunaliafa, sem viðurkenndir liafa verið, er 81 nafn, en í fyrra voru þau 70. í dag var mikið bollalagt um það í Stokkhólmi hver þeirra mundi hljóta verðlaunin, sem eru 265 þús. sænskar krónur eða um það bil 2.2 milljónir ísl. króna. Nokkur nöfn eru nefnd sérstak- lega. Meðal þeirra nafna, sem oft- ast eru nefnd, eru írska leikrita- skáldið Samuel Beckett, sem er 57 ára og gríska skáldið Giorgics Sepheric, 63 ára. En skáldið Pablo Neruda frá Chile, brezka skáldið Robert Graves, brezki rithöfundurinn Graham Greene og ítalski rithöf- undurinn Alberto Monavia eru og taldir mjög líklegir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. okt. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.