Alþýðublaðið - 24.10.1963, Page 7
LUDWIG ERHARD
EKKI alls fyrir löngu sagði Lud-
wig Erhard, hinn 66 ára gamli
kanzlari Vestur-Þýzkalands: Ég
tel mig ekki aðeins færan um að
stjórna Vestur-Þýzkalandi, það
gleður mig einnig að ég hef verið
skipaður til þess. Nokkuð eldri
eru þessi ummæli: Ég er stjórn-
málamaður af ástríðu og ekki í
hinni frumstæðu merkingu póli-
tísks metnaðar, en ég er stjórn-
málamaður af þeirri sannfæringu,
að mér hafi hlotnazt hæfileiki til
að móta örlög þjóðar.
AUÐMÝKTUR
í TÍU ÁR
TRÚ Erhards á pólitísku hlutverki
sínu kann að vera mikilvægasta
skýringin á því, að hann hefur
ekki gefizt upp á hinum þyrnum
stráða vegi að markinu og þolað í
tíu ár auðmýkingar og móðganir
Adenauers.
í öll þessi ár hefur Adenauer ró-
ið að því öllum árum að draga úr
áhrifum hins vinsæla efnahags-
málaráðherra síns, og síðan reynt
að koma í veg fyrir að hann yrði
eftirmaður sinn.
Á árunum 1953—59 sá Adenau-
er um, að hvert verkefnið af öðru,
var tekið frá Erhard og falið öðr-
um ráðuneytum. Vorið 1959 móðg-
aði Adenauer hann hvað grófleg-
ast. Taka útti ákvörðun um það,
hver taka ætti við forsetaembætt-
inu af Theodor Heuss úr Frjálsa
demókrataflokknum og Adenauer,
sem þá var 83 ára, lét telja sig
á að taka við þessari stöðu, bér-
sýnilega í þeirri trú, að áhrif hans
í forsetaemþættinu yrðu nógu mik-
il til þess, að í rauninni yrði það
• hann, sem skipaði nýja kanzlai1-
ann.
Þetta sást á því, að þegar þing-
menn Kristilegra demókrata höfðu
sameinazt um Erhard sem eftir
mann Adenauers í kanzlarastóli,
tilkynnti Adenauer, að hann hefði
skipt um skoðun og vildi halda á-
fram störfum kanzlara.
„Ég get ekki (sem forseti) fengið
mig til að stinga upp á Erhard
sem kanzlara”, sagði hann við Ger-
stenmaier þingforseta, „Erhard
var of óreyndur í utanríkismál-
um”, sagði hann við annað tæki-
færi, að vísu frábær hagfræðing-
ur, „en ef hann er einnig frá-
bær stjórnmálamaður, verður
liann fyrst að sýna það’.
Eftir nokkur beiskjuleg og
gremjuleg ummæli, m. a. þess efn-
is, að hann ,,hefði sagt skilið við
þennan mann” (Adenauer), sætti
Erhard sig einnig við þessa móðg-
un og hélt áfram biðinni eftir sín-
Um tíma, sannfærður um að flokk-
urinn gæti ekki gengið fram hjá
honum, hvað svo sem „Sá gamli’
gerði til þess að setja stein í götu
hans, vegna trausts þess og vin-
sældanna, sem hann naut meðal
kjósenda.
★ SJÁLFSTÆTT
ÁLIT
ERIIARD hafði á réttu að standa
eins og í ljós kom fjórum árum
síðar, En einnig er greinilegt, að
það er álit hans og vinsældir, sem
hafa tryggt honum kanzlaraemb-
ættið og flokkurinn hefur ekki
sömu skoðun og hann um foringjn
hæfileikana.
Einmitt sú staðreynd, að hann
hefur hvað eftir annað fallið á
kné fyrir Adenauer — eins og
„gúmmíljón”, að því er sagt er —
olli efa um ákveðni hans og at-
orku.
Auk þess hefur Erhard aldrei í
fjórtán ára ráðherratíð haft það
frjálsar hendur utan sérsviðs síns,
að menn viti enn þann dag í dag'
bæði í Þýzkalandi og erlendis,
fyllilega hvar hann stendur í
nokkrum meginmálum á sviði inn-
anríkis- og utanríkisstjórnmála.
Það liggur nærri að ætla, að hin
djúpa andúð Adenauers á eftir-
manni sínum eigi rætur að rekja
til álits þess, sem Erhard nýtur og
á sér lengri sögu en álit Adenau-
ers. Þar við bætist það, hve menn-
irnir eru gerólíkir. Adenauer er
napur, ráðríkur og undirförull, en
hinn pattaralegi Erliard er sátt-
fús og hefur þá frjálslyndu skoð-
un, að öruggasta leiðin til ein-
drægni í samskiptum þjóðfélags-
hópa og landa liggi í „frjálsum
leik aflanna’. Síðan hefur ágrein-
ingurinn einnig fengið pólitískt
inntak.
Erhard kanzlari
* ÞAKKAR SER
VIÐREISNINA
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
Erhard oft gefið í skyn, að endur-
nýjun vestur-þýzks þjóðfélags á
árunum eftir heimsstyrjöldina sé
í rauninni hans verk en ekki Aden-
auers.
Grundvöllurinn að efnahags- og
þjóðfélagskerfi okkar var lagður
með stefnu, sem þegar hafði stað-
izt prófraun sína gagnvart þjóð-
inni og umheiminum þegar fyrsta
sambandsstjórnin var mynduð
haustið 1949, segir hann í for-
mála bókar sinnar um stefnu Þjóð
verja í efnahagsmálum, sem kom
út í marz í fyrra.
Efnahagsráð vesturhernáms-
svæðisins hratt þessari stefnu í
framkvæmd, og hernámsveldin
skipuðu hagfræðiprófessorinn Er-
liard yfirmann þessa ráðs í marz
1948. Þá höfðu hernámsveldin haft
Erhard fyrir helzta ráðunaut sinn
allt frá því að Þýzkaland Ilitlers
hrundi til grunna.
Sem formaður þessa ráðs fyrir-
skipaði Erhard hinn 20 júní 1948
framkvæmd hinna róttæku umbóta
í peningamálum, sem hernámsyfir
völdin höfðu samið og daginn eft-
ir fyrirskipaði hann algerlega á
eigin áb.vrgð afnám nær allrar
skömmtunar á neyzluvöru og
frjálsa vex-ðiagningu á neyzluvöru.
Þetta var dirfskufull ráðstöfun,
sem táknaði upphaf hinnar hröðu
viðreisnar efnahags Vestur-Þjóð-
ver.ta. enda þótt þjóðfélagsleg á-
hrif viðreisnarinnar hefðu sinar
skuggahliðar.
4r ADDRÁTTARAFI CDU
ERIIARD hafði sermsé farið með
stjórn efnahagsmála í hálft annað
ár áður en fyi-sta ríkisstjórn A-
denauers kom til sögunnar, og"
hann var mun þekktari og í meira
áliti.
Hann var utanflokka allt þar til
háttsettir stjórnmálamenn úr
Kristilega demókrataflokknum
(CÐU) heimsóttu hann í febrúax'
1949 og fengu, hann til þess að
ganga í CDU til þess að flokkur-
inn gæti gengið til fyrstu sam-
bandskosninganna með „þjóðfé-
lagslegan markaðsefnahag” Er-
hai'ds á stefnuskrá sinni.
Lítill vafi er á því, að það vai*
nafn Erhards, miklu frekar en
nafn Adenauers, sem gerði CDU
Framh. á 13. síðu
Það er ekki mitt hlutskipti,
guði sé lof, að skrifa um mynd-
list hér í blaðið. Þó get ég ekki
stillt mig um að nefna 6em
snöggvast haustsýningu Félags
íslenzkra myndlistarmanna
sem nýlokið er í Listamanna-
skálanum; það held ég að liafi
verið einhver skemmtilegasta
samsýning íslenzkra listamanna
sem eézt hefur um langt skeið.
Ég man ekki hvort einhver hef-
ur haldið fram þeirri fullyrð-
ingu, sem ég býst við að styðja
megi gildum rökum, að mynd-
listin sé sú listgrein sern nú
stendur í mestum og fjölskrúð
ugustum blóma hérlendis; og
því má ugglaust bæta við að
verk margra íslenzkra mynd-
listarmanna séu ágætlega fram
bærileg hvar sem er í heim-
inum annars staðar. Og er það
trúlega meira en sagt verði um
obbann af því nýja lesmáli sem
hér er að koma á prent þessar
vikurnar. Ýmsir íslenzkir- lista-
menn hafa líka unnið sér frama
óg viðurkenningu erléndis,
Tvö nöfn koma mér fyrst í hug
þessa stundina, þeirra Svavars
Guðnasonar og Nínu Tryggva-
dóttur. Svavars vegna þeirrar
viðurkenningar sem hann hlaut
nýverið á biennalnum í Fen-
eyjum; Nínu vegna hinnar af-
bragðsfögru. yfirlitssýningar á
verkum hennar sem við sáum
í Listamannaskálanum fyrr í
haust. Og hvorugt þeirra átti
verk á haustsýningunni sem
þó komst vel af eins og áður
er sagt.
Þetta er ekki sagt vegna þess
að ég haldi að útlend viður-
kenning sé eitthvert úrslitamat
á list okkar. Á hinu v.erður
varla nógsamlega síklifað að
við hljótupi ævinlega að leit-
ast við að sjá list okkar og
mennt í samliengi þess sem er
að gerast annars staðar í beim-
inum og að það er okkur í sjáífs
vald sett; nú á dögum einangr-
ast menn ekki í kotrassi hér
heima nema fyrir fúsan og
frjálsan vilja sjálfi'a sín.
Það er sem sagt ekki mitt að
skrifa umsögn um þessa sýn-
ingu; ég nefni bara nokkra
þá málara og myndir sem mér
urðu gleðilegust á sýningunni,
Og þá er fyrst að nefna Sverri
Haraldsson sem menn hafa
löngum vitað að er í hópi gáf-
uðustu listamanna okkar. Hann
sýndi tvö öldungis ný verk, og
um abstraktmálurum á landinu
og átti merkilega sýningu í
Li&tamannaskálanum í fyrravet
ur, en verk hans njóta sín
kannski bezt mörg saman í
senn. Hér voru enn þrjár þess-
ar yfirbragðshörðu abstrakt-
sjónir sem búa yfir svo mikl-
um hita og lífi.
Tveir erlendir málarar áttu
verk á sýningunni, þau Boye
Givskov, danskur, og Eva Ced-
erström, finnsk. Það var gam-
an að kynnast handbragði þess
ara listamanna, sem væri fjar
stæða að segja að hefðu skyggt .
á nokkurn á sýningunni; og
vonandi verður þessi heimsókn
eftir Ölaf Jónsson
virðist nú kominn langleið út
á sína eigin götu, með öllu
ólíkur öðrum mönnum; myndir
hans standa báðar fyrir mér í
furðuljósi af einhverjgm allt
öðrum heimi en þessum.
Þessi heimur ex hins vegar
kirfilega nærverandi í mynd-
um eins og þeirra Jóhanns Bri
ems og Gunnlaugs Schevings
og Jóhannesar Geirs á sýning-
unni sem allir áttu þar afbragðs
góð verk; Scheving virðist stöð
ugt leitast við að koma heiiurn
hcimi fyrir á risavöxnum dúk-
um sfnum, í þeirri upphöfnu
forkláruðu ró sem er japð-
neskra inuna einna. Og síðast
en ekki sízt er að nefna Þor-
vald Skúlason sem er yfir öll-
upphaf góðra skipta ís-
lenzkra myndlistarmanna og
norrænna eins og boðað er í
sýningarskrá. Okkur er mikill
akkur í því að fá hingað heim
góða erlenda list til sýningar
mik)u meiri en í frama ein-
stakra íslenzkra listamanna er-
lendis, þó hann sé kærkcminn.
Dagurinn sem ég sá sýning-
una var einn þessara hpáslaga-
legu haustdaga sem nú fylkja
sér óendanlegir framundan,
Skúraveður. Ðálítið hvasst. Inni
í skálanum var nístingskalt, í-
við kaldara inni en úti. Gólfið
dúaði undir fæti, lekahljóð úr
öllum áttum; vindar loftsins
og vötn himinsins áttu frjálsan
aðgang að þessu listasafni eins
og fyrri daginn. Listaverkin
sem þarna voru samankomin
liljóta að hafa verið í háska
stödd, og beint heilsutjón búið
hverjum þeim sem vildi una
í návist þeirra lengri dagstund
en brýnasta nauðsyn krafði.
„Vinur, hví leiðirðu mig inn, í
þetta voðalega hús?“ Sjaldan
mun nokkur vesalingsmaðiir
hafa unað svo ömurlegum íveru
stað sem. þessji aðalathvarfi
nýrrar íslenzkrar myndlistar,
hvað þá fólgið auð og yndi lífs
síns í þvílíku hreysi.
Frammi við dyr hékk aug-
lýsingaplagg frá Félagi ís-
lenzkra myndlistarmanna; það
heldur happdrætti undir víg-
orðiúu „Váð: byggjum nýjan
sýningarskála.” Happdrættls-
vinningurinn er auðvitað bíll;
jafnvel listamönnum virðist
ekki koma í hug að nein önn-
ur verðmæti freisti landslýðs-
in& til að styrkja gött málefni.
Annars sýnist manní að mynd-
listai’mönnum standi ýmislégt
nær en garfa í húsbyggingum,
m.a. að sýsla, við myndlist.
Kannskj rekur nauður þá til;
það er víst enginn sá aðiji til
í þessu húsasafni hér í Reykja
vík sem endilega vill kalla sig
borg, sem sjái sóma sinn i nð
byggja sæmilega yfir list þcss-
arar borgar og bjóða listamönn
um að gera, svo vel að ganga
inn.
Önnur sýning stóð; fáa daga
nú um helgina í bogasal Þjóð-
minjasafnsins; þar voru sýndar
myndjr þær, 41 að tölu, sem frú
Bjarnveig Bjarnadóttir og syn-
ir hennar tveir gefa Árnes-
Framh. á 13. síðu
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII>IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIil|||l|ll|ll|||llllllllllllllllllllllllllllllllllll|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|lllllllllllll
1111111111111111
IIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHHHIttttt^J
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24: okt. 1963 7