Alþýðublaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 5
FRÁ ALÞINGI SKIPULAGSSKYLDA LÁIIN NA TIL FLEIRISTAÐA 15 ístul Reykjavík 28. okt. — EG í upphafi fundar í sameinuðu þingi í dag var tilkynnt að tvær fastanefndir þingsins hefðu kosið eér formenn. Formaður allsherjar nefndar var kosinn .Tón Þorsteins- son (A) og formaður þingfarar- kaupsnefndar Eggert G. Þorsteins son (A) '★ Áður en gengið var til dag- skrár í sameinuðu þingi í dag var rannsakað kjörbréf Sveins Guð- mundssonar (S) vélfræðings, pem nú tekur sætj á þingi í stað Jó- hanns Hafsteins, en Jóhann mun verða fjarverandi um skeið. Kjör- fcréfið var samþykkt samhljóða. ! 'k Dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson (S) mælti fyrir frum varpi í efri deild í dag um breyt ángu á lögum tun lækningaleyfi o.fl. Frumvarpið er flutt að ósk landlæknis til að greiða fyrir að nauðsynlegar skýrslur berist til embættisins. Því var vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félags- ntálanefndar. •■k Eysteinn Jónsson (F) mælti í neðri deild í dag fyrir frumvarpi um vaxtalækkun og fleira. Flutn- ingsmenn eru allir þingmenn Framsóknarflokkslns í neðri deild Kvað hann það stefnu Franisóknar j rnanna í þesáum málum, að færa bæri vexti í sama horf og þeir voru 1960 og jafnframt skyldi hætt að binda hluta sparifjáraukningar í Seðlabankanum. Sagði hann vaxtahækkunina á sínum tíma ekki hafa átt að vera til Jang- ' frama. Tilgangur hennar hefði átt að vera s.á að skapa jafnvægi í , með því að rísa úr sætum. lánamálum, en það hefði ekki tek ' izt. Hækkunin hefði mjög magn að dýrtíðina, en vaxtalækkun j mundi hins vegar minnka þann • ótta er nú ríkti um að halda ætti j áfram að magna dýrtíðina. Hann kvað það mikla nauðsyn að nota sparifjáraukninguna til að greiða fyrir uppbyggingu í landinu. Mál inu var vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Reykjavík 28. okt. — EG Félag-smálaráðherra, Emif Jóns- son (A) mælti í dag í neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi til skipu- lagslaga. Skipulagsnefnd ríkisins samdi á sínum tíma frumvarp til skipulagslaga, er l'agt var fyrir Alþingíj 1961-1962 og ör þetita frumvarp í aðalatriðum samhljóða því en þó hafa verið gerðar nokkr- ar breytingar á. í‘ þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að allir staðir, sem hafi fleiri en 100 íbúa verði skipul'ags skyldir. Ráðherrann rakti í upphafi ræðu sinnar sögu þessara mála og benti á að núverandi lög um þetta efni væru orð- in allgömul að stofni til, eða frá 1921. Hefði Guðmundur Hannesson pró fessor verið að alhvatamaður þess, að lögin voru sett á sínum tíma. Smábreytingar hefðu að vísu verið gerðar á lögunum frá því að þau voru satt, og 1948 hefði ver DR. BJÖRNS ÞÓRÐ- jARSONAR MINNZT Reykjavík 28. okt. — EG X upphafi fundar í sameinuðu þingi, minntist forseti, Birgir F nnsson, dr. juris Björns Þórðar sonar, fyrrv. forsætisráðlierra nokkrum orðum. Rakti hann æviferil dr. Björns og gat fjölmargra trúnaðarstarfa er hann hafði innt af hendi fyrir hið opinbera. Hann varð forsætis ráðlreira 16. desember 1942 og gegndi því starfi til 21. október 1944. Þingmenn vottuðu síðan minn- ingu dr. Björns virðingu sína ið lagt fram nýtt frumvarp til laga um skipulagsmál, en það hefðí ekki náð fram að ganga. Við samningu þessa frumvarps kvað hann samráð hefði verið haft við erlenda sérfræðinga og álits- gerðir fengnar frá þeim. Frum- varpið hefði verið lagt fram á næst síðasta þingi, en ekki hefði þá verið ætlast tii að það yrði sam- þykkt, heldur hefði það verið gert svo viðkomandi aðilar gætu kynnt sér efni þess. Frumvarpið, sem nú væri til umræðu væri í aðalatriðum sam- hljóða hinu, en ýmsar breytingar hefðu þó verið á gerðar. Helztu breytingarnar væru þær, að í frv. frá 1961 hefð; verið gert ráð fyrir að ráðuneytið gæti sett á fót skipu lagsumdæmi, átta talsins og hefðu mörk þeirra átt að miðast við nú- verandi kjördæmamörk. Horfið hefði verið frá þessu, þar eð talið hefði verið að það yrði of um- fangsmikið, og ekki ástæða til að gera það strax. Þá væri nú gert ráð fyrir að í skipulagsstjórn rík- isins yrði tveim mönnum fleira. Annan fulltrúann mundi Samband íslenzkra sveitarfélaga skipa, en félagsmálaráðuneytið hinn. Þá væri í þessu frv, gert ráð fyrir að skipun samvinnunefnda, ef þannig hagar til að skipulag eins sveitarfélags vsrði ekki farsællega ákveðið án þess að tekið sé tillit til skipulagsins í nærliggjandi sveitarfélagi. í þeim kafla frumvarpsins er fjallar um skipulagsskyldu er gert ráð fyrir að allir staðir, sem hafa fleiri en eitt liundrað íbúa verði nú skipulagsskyldir. Áður var mið að við 200. Frumvarpinu var vísað til 2. um ræðu og heilbrigðis- og félagsmála nefndar. SAMVINNA NORÐURLANDA UM FULLNUSTU REFSIDÖMA Reykjavík 28. okt. •— EG Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra (S) mælti í dag í neðri deild fyrir frumvarpi tii laga um fullnustu refsidóma sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Frum- varpið var lagt fram á síðasta þingi en varð þá ekki útrætt og af- greiðslu þass ekki hraðað þar sem æskilegt var talið að hún færi fram á sem líkustum tíma í þeim löndum sem hér eiga lilut að máli Ráðherrann kvað þetta frum- varp merkilegt að meginstefnu, og sýndi það óvenjulegt traust milli Norðurlandaþjóðanna. Hefði það nú þegar verið lögfest í Dan- mörku og Svíþjóð en væri enn ó- afgreitt í Noregi og Finnlandi. Ráðherrann sagði, að þetta frum varp hefði ef til vill meiri þýð- ingu fyrir hinar Norðurlandaþjóö- irnar eri okkur, sérstaklega þó þær sem ættu samliggjandi landa- mæri en þótt hcfði þó sjálfsagt að ísland væri aðili að þessu sam starfí Norðurlandaþjóðanna. Var því vísað til 2. umræðu og alls- herjarnefndar. ÍÞRÓTTIR Frymh. af 11. síðu færa. Hjá Val voru Sig Dagsson, Jón Carlsson og Egill einna skárst- Ir. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son. Mörk ÍR: Hermann 3 Gylfi 2, Þórður 2 og Gunnlaugur 2 (1 víti). Mörk Vals: Bergur 3, Sig Dags- son 2, Jón Carlsson 1, Örn 1, Sig- iirður G. 1. V. Heildarlög um byggingarmál Reykjavík 28. okt. — EG Það kom fram í ræðu Em- il's Jónssonar félagsmálaráð- herra (A), er hann mælti fyjfir fritmvarpi til skipu- lagslaga í neðrj deild í dag að verið er nú að vinna að sanmingu heildarlaga um byggitig'armál' í landinui. Verkið vinnur skipulags- rjefjad ásamt ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytis- ins. Kvaðst ráðherrann vona, að unnt yrði að leggja þetta frumvarp fyrir það þing er nú situr. wmwwwwwwwwwww Bjartsýni Framh. af 3 .síðu iiggur fram á við, sagði Hassan konungur. \ , , í dag voru helztu bardagarnir ' í e*nn niánuð. háðir í um það bil 190 km fjar- lægð frá hinum málmauðugu landa mærasvæðum sem verið hafa helzta svið bardaganna tii þessa. Hersveitir Marokkómanna sóttu fram til Tindouf-vinjarinnar, sem er á valdi Serkja og komust í 12 km. fjarlægð frá henni. Mar okkómenn gera kröfu til Tindouf. Svæði þetta er um 480 km. suð ur af Marrakesh og nálægt landa- mærum Máritaníu. Bardagarnir við Hassi Beida og Tinjoub virðast hafa fjarað út. Verð miðanna er 60 krónur á mán uði og er óbreytt. Sala miða í aukaflokknum hefst 1. nóvember og hafa viðslciptavinir forkaups- rétt á miðum í aukaflokknum í I samræmi við sína fyrri miðaeign Einnig verður sú nýbreytni tek- in upp að umboðin í Reykjavík verða frá 1. nóvember opin alla virka daga eins og verzlanir. Tvöfaldar Framh. af 16. sfðu Verð miða er óbreytt og mögu- leikarnir þeir sömu. En happ- drættið greiðir 70% af veltunni í vinninga og er það hærra hlutfall en hjá nokkru öðru happdrætti. V egabréf askylda * . ungmenna. ÞJÓRSÁRDALSNEFNDIN, 4 sem menntamélaráðlierra skipý! aði á sínum tíma, hefur nú skií að álitsgerð og tillögum. Ljósft er, að nefndin hefur unr.ið um - fangsmikið starf og kannað þacl verkefni, sem hénni var feng -1 ið, vel og rækilega. í tiliögum nefndarinnar er gert ráð fyrir mörgum nýmæl-1 urn, sem eru hin þörfustu og' hefðu fyrir löngu átt að vera komin í framkvæmd. Ber þar fyrst að nefna vegabréfaskyldu' ungmenna á aldrinum 12—22Í1 ára. 1 Hér er um mikið nauðsynja mál að ræða, sem hrinda ber' í framkvæmd hið allra íyrsta, Það er ekkert launungarmál aö’ aldursákvæðunum í áfengislög' unum hefur ekki verið fram-4 fylgt af sérstakri hörku á vín-' veitingastöðum hér í borginni 17 og 18 ára unglingar hafa' þar fengið afgreiðslu og get* að keypt vín eins og þá lysti. Slíkt er auðvitað mesta óhæía, og með tilkomu vegabréfaskýlcl unnar ætti að öllu leyti aö vera hægt að koma í veg fyrir., að aðrir en þeir, sem orðnir eru 21 árs fái vín á veitinga- stöðum. Það er engin afsökur.i til fyrir brotum á þessum regjl um þegar vegabréfaskyldan e.r einu sinni komin á. Reg'liimim verður að framfylgja með hörkui Sá er þessa þanka ritar, var fyrir nokkrum árum við nám í erlendum háskólabæ. Bæi inn var lítill, og þar aðeinst ein veitingastofa, sem stúdení: ar sóttu. Stúdentarnir voru á aldrinum 18—22 ára, og öllum var þar gert að skyldu að bera persónuskilríki. Til að geta keypt áfengi eða öl á nefndr.l veitingastofu varð viðkomandi. að sanna aldur sinn með skóla vegabréfi. Einu sinni Icom þaP fyrir að stúdent, sem vant- aöi 2—3 mánuði upp á a£i vera 21 árs var selt öl á þesu ari veitingastofu. Löggæziu- mcnn komust að þessu og veit- ingastofunni var umsvifalausi; lokað í hálfan mánuð og til-( kynnt að við ítrekað brot mundjl eigandi missa veitingaleyfið,, Svona reglum verður að fylgja eftir með hörku, annað dugaí* ekki. , Grafarnesi 26. okt. — SIl — HP Tíðarfar Iiefur verið heldur rysjótt hér að undanförnu, en þó ekkert stórrok og var sæmifegasta veður í Grafarnesi, þegar hvass- viðrið gekk yfir landið á mið- vikudaginn. í dag er hins vegar allhvasst og rigning. Þrír Grafarnessbátar eru nú byrjaðir á sildveiðum, en afli hef- ur verið Htill sem enginn fram að þessu. Einn bátur héðan er enn á dragnótaveiðum, og liefur hann verið úti tvo síðustu daga. Nú er fýrirhugað að salta síld hér í haust, en það hefur ekki verið gert nokkur undanfarin ár. Unglingarnir og toll- frjálsa áfengið. i Annað sem drepið er á í tii ■ lögum nefndarinnar er, af> hætt verði að afhenda unglingc> um innan 21 árs, sem lögskrácí ir eru á skip, tollfrjálst áfeng:1,> sem skipverjar eiga rétt á. ' Þetta hefur verið látið víÖ-» gangast í mörg ár, og nær aucf viað engri átt. ' Hér hefur aðeins verið á fátt'* eitt drepið enda eru tillögUr nefndarinnar margar og merk-’ ar, og verða þeim væntanlega* gerð nánari skil á öðrum statt* hér í blaðinu. — E. G. . ALÞÝOUBLAÐIÐ — 29. okt. 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.