Alþýðublaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 9
FRÍMERKJASÖFNUN FYRIR BYRJENDUR
Þegar ungur og óreyndur frí-
merkjasafnari kemst yfir slatta af
álímdum merkjum, er margs að
gæta. Merki, sem klippt eru af
umslögum og póstkröfum, eru
lögð í volgt vatn, til þess að leysa
upp lím þeirra. Þá má gæta vel að
ekki komist litur úr þeim pappír,
sem merkin eru límd á, í öll merk-
in, í því íláti, sem leyst er upp í.
— Einkum er rauði og bleiki lit-
urinn úr póstkröfumiðunum hættu
legur. Þessa miða, með sterka litn
tun, þarf að fjarlægja strax og
frímerkið er orðið laust, og þegar
öll merkin eru laus, er bezt að
hafa skifti á vatninu, þ. e. a. s.
láta renna niður úr mundlaug’nn
og láta renna nýtt vatn á merkin.
I þessu vatni liggja þau dálitla
stund. Þá eru merkin tekin upp-
úr og látin í þurrk t.d. í gömul
dagblöð. Nú þarf að gæta varúðar.
Merkin eru viðkvæm meðan þau
eru blaut. Þegar frímerkin eru
þurr orðin, er gott að leggja þau
inn í gamla bók, t. d. gamla síma-
skrá og setja létta pressu á,
þá öðlast þau sína upprunarlegu
lögun.
Þessu næst byrjar hin eiginlega
vinna safnarans. Fyrst eru merk-
in greind sundur og flokkuð eftir
löndum. Munið að nota frímerkja-
töng þegar þið vinnið í merkjunum
— þótt ykkur sýnist fingur ykkar
hreinir, þá er alltaf sú hætta fyrir
hendi, að fitublettir komi á merkin
eða að takkar skemmist. Nei þið
skulið strax venja ykkur við að
nota töngina. —
Nú þarf safnarinn að hafa frí
merkja-umslög við hendina, en það
er bráðabirgðageymsla merkjanna.
Skrifið nöfn landanna, sem frí-
merkin eru frá, í horn umslagsins.
— Þessu næst þarf að útvega sér
albúm og verðlista og verður nán-
ar vikið að því síðar. —
í næsta mánuði eða nánar tiltek
ið 15. nóv. verða gefin út ný merki
íslenzk. Það eru hjálparmerki og
hafa verðgildin 3.00 + 0.50 kr. og
3.50 + 0.50 kr. — Útgáfa þessara
merkja er í tilefni 100 ára afmælis
Rauða Krossins.
ÞAÐ ER EKKI
LENGUR LÚXUS
AÐ EIGA BÍL
Hinn mikli bilainnflutningur í
ár hefur vakið nokkrar deilur.
Svo virðist, sem einstaka menn
séu enn haldnir þeirri bábilju,
að bílar séu lúxus, sem aðeins
fáir r'kir geti ieyft sér. Þetta er
mikill misskilningur. Bílar eru nú
hér á landi, sem og annarsstaðar
nauðsynjavara sem almenningur
getur illa verið án.
Þeir dagar eru liðnir, er bíll-
ínn var forréttindi þess ríka, sem
allur almenningur mátti renna
öfundaraUgum til.
Um síðustu áramót voru hér í
landinu samtals 25.485 bílar, og
síðan mun láta nærri, að fluttir
hafi verið inn 3000 bílar. Er
þá bílaeign okkar komin hátt á
29. þúsundið.
Enn er það ekki algengt hér á
landi, að sama fjölskyldan hafi
tvo bíla til umráða. Að því mun
þó án efa koma fyrr eða síðar. í
Bandaríkjunum hefur slíkt ver-
ið algengt um langt skeið. Vegna
hins mikla bílafjölda þar, hefur
rekstur strætisvagna yfir’eitt
ekki reynzt arðbær og veita því
strætisvagnafélögin yfirleitt held
ur lélega þjónustu, nema í mið-
borgum og aðalverzlunarhvcrf-
um.
íbúðarhverfin færast æ lengra
frá miðdeplum viðskipta- og at-
vinnulífs í borgum, og er sú þró-
un þegar farin að láta á sér
kræla hér, sbr. nýju íbúðarhverf-
in í Garðahreppi. Húsbóndinn á
þá ekki annars kost, þar sem
strætisvagnaferðir eru slæmar,
en að fara í og úr vinnu á eigin
bíl. Húsfreyjan á ekki gott með
að verða farartækislaus, því hún
þarf að gera innkaup, koma börn
unum í skóla og annað slíkt.
Ekki er ólíklegt að töluvert verði
um „tveggja bíla fjölskyldur" í
Garðahreppi er fram líða stund-
ír.
Bandaríkin hafa um langt skeið
Fyrir skömmu birtum við hér
í þesum þætti grein og myndir
um Wankel vélina, sem óhætt
er að fullyrða að valdi byltingu
í gerð sprengihreyfla. þá var og
frá því skýrt, að NSU verksmiðj-
urnar í Þýzkalandi framleiddu
nú sportbíl með Wankel vél.
Hér sjáum við mynd af vél-
inni og NSU sportbílnum. Há-
markshraði bílsins er 150 kíló- i
metrar á klukkustund, og hest- i
öflin eru 50 miðað við 5000 snún |
inga á minútu. Vélin, sem tekur i
afar lítið pláss er aftur í, en i
vatnskassi og benzíntankur að i
framan. Þetta NSU-módel er kall i
að „SPIDER“, á íslensku „köng i
urló.“ I
verið það land þar sem tveggja
bíla fjölskyldur voru lang al
gengastar. Nú er þessi þróun far-
in að segja mjög til sín í Bret-
landi. Einkum hefur það farið í
vöxt að sama fjölskyldan ætti
tvo bíla, eftir að aflétt var há-
um söluskatti á bílum, er lengi
hafi verið við lýði. Einnig er tal-
ið að tilkoma MINI-bílanna frá
BMC hafi haft mikil áhrif á
þessa þróun. Þess verður ekki
langt að bíða, að tveggja bila
fjölskyldan verði tiltölulega jafn
algeng í Bretlandi og í Bandaríkj |
unum. Vafalaust munu líða nokk- |
ur ár þar til þessarar" þróunar |
verður hér vart, svo einhverju {
nemi. Það er tilgangslaust að =
vera að fárast yfir innflutn- |
ingi bíla. Bílar eru nauðsynja- i
vara, sem almenningur getur illa |
verið án. í Vestur-Evrópulöndun- §
um, þekkist það ekki lengur, að |
líta á bíla, sem lúxus á fárra i
færi. Slíkt tíðkast aðeins í Komm i
únistaríkjunum austan íjalds. i
Ekill I
'4<iuiiiiiiiiiiiiiuuiuniiiiiiuuuiui>iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiuiiiiimiiiiiúiiiiiuiitiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiim*
Kven-
bomsur
Og
Kven-
kuldaskór
gott úrval
nýkomið.
Skóverzlun
PÉTU R
ANDRÉSSON
Nýkomið
mjög fallegt úrval af vörum frá
Holmegaard Glasverk.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Gefið gjafir frá G. B. Silfur-
búðinni.
G. B. SILFURBOÐIN
Laugavegi 55 — Sími 11066.
Sendisveinn
Raforkumálaskrifstofan óskar að ráða sendi-
svein strax. Hálfan eða allan daginn. — Upp-
lýsingar á skrifstofunni. Laugavegi 116, sími
17400.
Raforkumálaskrifstofan.
RÚÐUGLER
4 — 5 og 6 m/m þykktir „A“ og „B“ gæðaflokkar.
MARS TRADING COMPANY
Klapparstíg 20 — Sími: 1 73 73.
Auglýsinqasíminn er 14906
Áskriftarsíminn er 14901
ALÞYOUBLAÐIÐ — 29. okt. 1963 9