Alþýðublaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 6
Sá hlær bezt....
£ 29. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
hafi gert þetta í hefndarskyni
gegn henni.
Húsið var vátryggt fyrir góðan
skilding. Og bóndatetrið dró nú
úr vasa sínum samanbögglað
plagg, þar sem konan hans hafði
ginnt hann til þess að afsaia sér
eignarréttinum á húsinu.
— Hún hellti m:g íullan sagði
bóndinn og snökti — og var góð
við mig. Síðan lét hún mig- undir-
skrifa skjalið en við höfðum allt-
af talað um að skipta til helm-
inga. Eg las ekki skjalið fyrr en
ég hafði skrifað undir það. Og
nú hefur hún fengið alla trygg-
inguna, meðan ég sit í fangelsi.
Lögreglumennirnir urðu djúpt
snortnir af sorgarsögu þessa vesa-
lings manns og réttu honum vasa-
klút. Þá var eins og bráði af hon-
um. Hann sótti í sig veðrið og hóf
að segja frá undarlegu atviki: —
Konan hans hafði sent hann í
ferð til næstu borgar og erindið
var sáralítið. Hún hafði einnig
harðbannað honum að fara með
lest eða bifreið. Hann yrði að
fara á mótorhjóli og það um
miðja nótt. Bóndinn sagðist nefni-
lega vera mesti klaufi að stýra
mótorhjóli sínu.
Svo fór að lokum, að hann lét
semja ákæru á hendur konu sinni
fyrir að hafa reynt að stytta hon-
um aldur. En hann tók aftur á-
kæruna, þegar hann frétti, að
kerla hefði aldrei fengið trygg-
ingarféð. Gleymzt hafði að
greiða iðgjöldin og sitthvað fleira
var í ólagi með trygginguna.
— Eg tek kæruna aftur, sagði
bóndinn og hló innilega. — Eg
hef hlegið síðan ég frétti þetta
með trygginguna — og það er
mér nóg.
Hártízkan í París og Reykjavlk
Fyrir nokkru birtum við myndasyrpu af nýjustu hárgreiðslunni hér í Reykjavík og voru myndirn-
ar teknar á tízkusýningu sem haldin var á Hótel Sögu. Sama daginn barst okkur í myndasendingu mynd
frá París og var hún einmitt af nýjustu hágreiðslu tízkunni þar. Við birtum báðar þessar myndir hér
og nú væri gaman að lesendur spreyttu sig á því að gizka á, hvor myndin er frá Farís og hvor frá Reykja
vík. Sendið svörin til Alþýðublaðsins og merkið umslagið: GLUGGINN.
★ í kvennaklúbbi í Colchester
í Bandaríkjunum sagði frú Sarah
Ðuinn meðal annars: Ungir menn
hafa tilverurétt, en aðeins að einu
leyti: Þeir eru hráefni í eigin-
menn.
Guðdómleg tækni
ÞEGAR RAÐIZT ER INN I BANKA
Bankasamband Bandaríkja-
manna hefur samið ráðlegg-
ingar fyrir starfsfólk sitt og
fjallar einn kafli þeirra um
það, hvernig bregðast skuli
við, ef ræningjar ráðast skyndi-
lega inn í banka. Starfsfólkinu
er ráðlagt að sýna sem mesta
stillingu og eru nefnd dæmi
hversu slíkt hefur oft gert for
herta ræningja að viðundri. —
Hér eru nokkur dæmi:
Ræningi réðist inn í banka
og hótaði gjaldkeranum, sem
var kvenmaður, að taka upp
byssu og skjóta hana, ef hún
léti sig ekki hafa álitlegan
bunka af peningaseðlum. Stúlk
an var hin rólegasta og sagði:
Komdu fyrst með byssuna. —
Engin byssa — engir peningar.
Peningateljari í banka nokkr-
um lenti í sömu aðstöðu. Hann
leit rétt sem snöggvast upp,
en liélt síðan áfram starfi sínu
og sagði ósköp rólega: — Eg
er bara teljari, talaðu við
gjaldkerann.
Bankaræningi birtist skyndi-
lega fyrir framan skrifstofu-
stúlku, sem var að bóka ávís-
anir. Stúlkan snéri sér við og
kallaði til gjaldkerans: Heyrðu,
Eg 'bóka bara ávísanir sem á
að borga, en hér er maður,
sem heimtar peninga en hefur
enga ávísun hvað á ég að gera?
Og að lokum geðilli gjald-
kerinn, sem svaraði hótun ræn-
ingjans með þessum orðum:
— Æ, góði, komdu þér út.
Annars læt ég fleygja þér út.
Það er ekki ofsögum sagt af
| j því, að Ameríka er land allsnægt-
1 anna. Eftirfarandi saga sannar
5 það áþreifanlega. Prestur nokkur
H í Oklahoma þurfti að taka á móti
| starfsbróður sínum frá Kína. —
H Hann ók út á flugvöllinn í sínum
I eigin gljáandi Cadillac. Hinum
{ kínverska starfsbróður kom kyn-
i lega fyrir sjónir að sjá þjón guðs
i hér á jörðu aka í svo skrautlegu
| farartæki og hafði óspart orð á
I því. Ekki tók betra við, þegar
i komið var að prestssetrinu. Þar
| stóð á hlaðinu skínandi Buick og
l spurði sá kinverski hvort prestar
I í Ameríku rækju bílaverksmiðj-
i ur. Sá ameríski leiðrétti þennan
i fáránlega misskilning og sagði,
i að konan sín ætti þennan.
| — Fyrst ég á Cadillac, sagði
i hann, þá má ekki minna vera en
I mín ástkæra eiginkona eigi Buick.
I Sá kínverski hristi höfuðið, en
I í sama mund hrökk hann við.
1 Prestssonurinn ók á ofsahraða í
| hlaðið á spánnýjum sportbíl.
| Þá féll gestinum allur ketill i
| eld og gat hann ekki um annað
= talað en þessa veraldlegu og ó-
I guðlegu vélmenningu.
| Gestgjafanum fór að leiðast og
i; þófið og tókst að binda cndi á
Í j umræðuefnið með eftirfarandi
I setningu:
| —- Þetta er rán, maður. Ég er með byssu héma einhvers staðar.
t
— Kæri kollega, þér hljótið að
viðurkenna, að við erum mjög
lítillát og alþýðleg. Við eigum
ekki nema eina flugvél.
★ Hjón nokkur í Mexíco áttu
von á bami. Eins og ungum hjón-
um, sem þannig er ástatt fyrir,
er titt, sátu þau tíðum saman
heima í litlu stofunni sinni á síð-
kvöldum og ræddu um það, hvað
barnið ætti að heita. Þrátt fyrir
hjónabandssæluna gátu þau aldr-
ei orðið á eitt sátt um þetta. Bæði
vildu þau láta bamið heita í
höfuðið á foreldrum sínum, en
þar sem foreldxar beggja voru á
lífi, var málið engan veginn auð-
velt viðfangs. Niðurstaða þeirra
varð loks sú, að ef bamið yrði
drengur, yrði hann að heita éft-
ir báðum öfunum og ef það yrði
stúlka eftir báðum ömmunum.
En forsjónin lcysti vandann: Þau
cignuðust fjórtura, tvo drengi og
tvær stúlkur!
Ringlaður bóndi í Austurríki
kom dag nokkurn til lögreglunn-
ar og kvaðst hafa kveikt í hús-
inu sínu. Hann var mjög dmkk-
inn og svaf fast og lengi í litlu
herbergi sem honum var feng-
ið á lögreglustöðinni.
Þegar hann vaknaði nokkrum
stundum síðar fór eitthvað að
skýrast í hugskoti han. Húsið
hafði verið eign konunnar hans og
það var hún, sem hafði neytt
hann til þess að kveikja í því.
Síðan ætlaði hún að gefa sig fram
opinberlega og segja að hann
ÍOG jaAR|
★ Frakkinn Michel Perringand
hefur sett einstakt heimsmet. —
Hann spilaði á munnhörpu stanz-
laust í sjö tima. Það er kannski
út af fyrir sig ekki svo stórbrotið
afrek, en allan tímann meðan
hann lék, sat hann á stól, sem
vóg salt á þremur vínflöskum
hverri upp af annarri!
★ Brezk hjón áttu þrjá syni og
langaði ákaft til þess að eignast
dóttur. Þau settu svohljóðandi
auglýsingu í dagblað: ,Við eigum
þrjá syni. Getur nokkur gefið okk-
ur ráð til þess að eignast dótt-
ur? Þeim barst fjöldinn allur af
bréfum. Brezk kona skrifaði: —
Gefizt ekki upp. — Amerísk
stúlka skrifaði: Leitið á náðir
læknanna. — Og ungur Frakki
spurði: — Get ég nokkuð hjálp-
að?