Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 6

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 6
IMIHHHHHV/ m Hjónabandssamn- ingur konunnar . Hjón nokkur, Reiblein að nafni, -voru fyrir skilnaðarrétti í Chicago. ■ Það var frúin, sem vildi skilnað, en maðurinn gat vel hugsað sér að halda áfram. Það gat frú Reiblein kannski einnig, en aðeins gegn vissum skil- yrðum. Henni fannst Reiblein vera of mikið með öðrum konum, henni fannst líka, að heimsóknir hans væru of margar og of rakar. Hún útbjó því þennan samning, sem hann varð að undirrita og halda ef hann vildi halda áfram hjóna- bandinu: 1. Daglegar heimsóknir bannaðar. 2. Ráp með öðrum konum bann- að. 3. Þegar þau færu saman út, mátti hann ekki móðga konu sína með þvi að daðra við aðr- ar. 4. Hann skyldi taka þátt í heim- ilisstörfunum. 5. Honum var stranglega bannað að hrópa eða góla eða á annan hátt að vekja athygli nágrann- anna á hjónabandserjum þeirra. 6. Ef þau færu saman á veitinga- hús, skyldi hann greiða reikn- inginn fyrir þau bæði. 7. Hann skyldi fara með konu sinni til kirkju á hverjum sunnudegi. Dómaranum fannst samningur- inn „sanngjarn” — og Reiblein ritaði undir með andvarpi. Honum hlýtur að líka vel við konuna. Þessi mynd er af hinum i'ræga. franska leikæ-a Michel Simon, en það er helzt af honum að frétta um þessar mundir, að liann tel- ur sig vera ofsóttan af afturgögnu föður síns sáluga, cn þeir voru litlir vinir meðan báðir Iifðu. ^umtmmfniittifitiiiiiiii'iiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiiiiMiiiHiiiiiiiiiiiniiiuuiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuhiiiiiiimji í 18 ár hefur þögn grúft yf- ir Nörhólmi, frá þeim degi, að Knut Hamsun, eigandi hans, var handtekinn af norskum föðurlandsvinum. Það voru hörmuleg endalok stórbrotins ferils og reynslu, sem mestu skáld okkar tíma hafa sótt mikla þekkingu til. Eins og mönnum er kunnugt, var Knut Hamsun dæmdur fyr- ir föðurlandssvik í stríðslokin. Nú, svo mörgum árum síðar kann mönnum að virðast með- ferðin á Hamsun, sem er hér var komið sögu, var ruglað gam almenni og vissi ekki gjörla hvað fram fóc umhverfis hann, hafa verið of þjösnaleg En biturleiki .orðmanna í garð þessa miki s' álds þeirra sem sveik þá svo immilega á r.tund neyðarinnr •. vir dýpri og sár- ari en við gö'um gert okkur í hugarlund í fijótu bragði. Nú er þetta dð breytast. í sumar hafa amerískir ferða- menn flætt yfir Nörholm, til þess að sjá af eigin raun hvern- ig Hamsun bjó. Ekkja Hamsuns býr enn þá að Nörhólmi 83 ára að aldri. — Hún segir: Nú er allt gleymt og ég er ekki bitur lengur. Sárin eru gróin, en örin standa eftir. ■mmrmTlVtllltlHIHHHHHII.IHHHHHHHHiHHHHHHHMHHHHHIIHHHHHHHIiilUMIIHHJHHHHMIHHHHHHHHHtHHUHHHHHIHIIIIIIIIIHHMHHIIIIIIIHMIIIIIIIIIIIIIIII' 'llilim^ FRÆGIR MENN I Þá er komið að Ben Bella að vera efstur á frægðarlistanum. Og ekki að ástæðulausu. Mánuðurinn hófst hjá honum með uppistandi í Kabýlíu undir forustu Ait Ah- med og Ou E1 Hadj. Alsírska þjóð- in rambaði á barmi borgarastyrj- aldar þegar stjórnarherinn hélt inn á óeirðasvæðið. Svo kom landamærastríðið milli Alsír og punkta 1. Ben Bella 140 (4) 2. Erhard 99 (9) 3. Adenauer 91 (14) 4. Nenni 76 (—) 5. Douglas Home 70 (19) 6. Kennedy 68 (1) 7. Mcmillan 66 (11) 8. De Gaulle 46 (3) 9. Hækkerup 44 (—) 10. Ahmed (Alsír) 34 (8) 11. Butler 33 (—) 12. Ilassan (Marokkó) 30 (—) 13. Rusk 29 (—) 13. Krústjov 29 (2) 14. 15. Ou E1 Hadj (Alsír) 27 (—) 16. Selassie 22 (—) 17. Hailsham lávarður 21 (—) 18. Saragat (Ítalíu) 16 (—) 18. Murville 16 (—) 18. Goldwater 16 (—) Marokkó og þá voru innanlands- erjur lagðar til hliðar. Að loknum blóðugum bardögum var gert vopnahlé milli Alsír og Mar- okkó fyrir milligöngu Haile Se- lassie Eþíópíukeisara. Framtíðin á hins vegar eftir að leiða í ljós hve lengi þetta vopnahlé helzt. í V-Þýzkaiandi urðu kanzlara- skipti. Aðeins tveim dögum síðar tók Home við af Mcmillan í Bret- landi. Þar voru líka haldin lands- • mót stærstu flokkanna í október, en ennþá meiri athygli vakti ráð- stefria ítalskra sósíalista, þar sem hægri armurinn undir forystu Nen- nis tryggði sér meirihluta með þeim afleiðingum að unnt er að mynda nýja ríkisstjórn. Hækker- up, utanríkisráðherra Danmerkur Iiefur lagt fram umdeilda Suður- Afríkuáætlun hjá Sameinuðu þjóðunum og staðið fyrir dönsk- um umræðum um Efnahagsbanda- lag Evrópu, Kennedy hitti Tító En bæði Kennedy og de Gaulle hafa tryggt sér marga punkta vegna skoðana, sem þeir hafa lát- ið í ljós í málum, sem hafa verið mjög umrædd síðan. Þannig lítur þá listinn út yfir mest umtöluðu menn heimsins f október. (Röðin í september í , svigum). Sérstætt afmæli Óvenjuleg afmælisveizla var haldin fyrir nokkru í Glasgow. Afmælisbamið var Billy Elder, sem hélt hátíðlegan 21. afmælis- dag sinn. Gestirnir voru 120 manns, sem á þessu tuttugu og eina ári hafa bjargað lifi hans 200 sinnum. Það voru læknar, blóð- gefendur, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarkonur. Þau eiga eftir að bjarga lífi hans ótal sinnum í framtíðinni, því að Billy þjáist a£ ólæknandi blóðsjúkdómi, sem lýs- ir sér þannig, að minnsta skráma getur valdið honum dauða. Billy blés á kertið og snéri sér brosandi að gestunum. Þökk, sagði hann, þökk fyrir líf mitt. Það er mikil náð fyrir mig, að geta blásið á 21 kerti á afmælistertunnl minni, og það á ég einungis ykk- ur að þakka. .. 6 14 nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.