Alþýðublaðið - 14.11.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Qupperneq 8
Aftur lagði Straumfaxi af stað vestur til Grænlands ximmtudags- morguninn 31. okt. Þokubakki lá yfir Kársnesi og virtist berast innyfir flugvöllinn, enda stóð á endanum að þegar véiin lyfti sér ' út yfir Fossvoginn sá naumast til jaröar. Beygt var í vesturátt með ströndinni og nú tók við tíðinda- laus og þægileg ferð. Bjart var yfír Narssarssuaq og lending auð- veld. Mikill mannfjöldi var til að taka á móti vélinni og voru það væntanlegir farþegaí til Reykja- víkúr aftur, alls um 60 manns. Ætlunin hafði verið að leggja af stað aftur eftir u. þ. b. klukku- stund, svo nú var um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og mynda það sem hægt yrði á gvo skömmum tíma. Tveir mynda- smiðir urðu mér samferða út í rústirnar af flugskýiinu, þéir Hannes Ó. Johnson, íorstjóri Tryggingar h.f. og Halldór Sigur jónsson yfirvélamaður hjá Loft- leiðum. Þeir voru þarna komnir í þeim erindagjörðum að rannsaka leyfarnar af Sólfaxa og taka með sér það sem nýtilegt kynni að vera. Fljótlega varð þeim ljóst, að ekkert yrði tekið í heimferðinni. Allt sem hafði verið í flugskýlinu var svo gerónýtt, að jafnvel ekki hin minnsta skrúfá var nothæf. Sólfaxi hafði staðið næst öðrum endanum og þar var ekki annað að sjá, en fjórar ólögulegar hrúg- ur, sem einhverntíma höfðu verið hreyflar og undnar og snúnar stál- pípur, sem e:nu sinni voru sæti vélarinnar. Steyptar stoðir höfðu verið i útveggjum byggingarinn- ar og voru þær það eina sem eft- ir stóð heillegt. Flugturn, sem stendur nærri áfastur við skýlið var með öllu ónothæfur, glerin í hjálminum sprungin og tæki ónýt. Flugskýlið var það cem kalla mætti fullkomna rúst. Sólfaxi var sú flugvél Flugfélagsins, sem var TEXTI 0G MYNDIR: GRÉTAR 0DDSS0N útbúin fullkompustum tækjum, m.a. ratsjú til leitar- og ískönnun- arflugs. Katalínubátarnir tveir voru eign dönsku stjórnarinn- ar og hefur hún þá misst þrjá slíka í Grænlandi í sumar og haust. Einn fórst með nokkrum mönn- um í sumar. Einnig var í ckýlinu lítil einkaflugvél, sem var á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu, hún var af gerðinni Piper Coman- che. Farþegarnir tilvonandi norpuðu í kringum vélina. Vígalegur Dani Söng tvíræðar vísur í vélinni. kom til þeirra Halldórs og Hann- esar, þar sem þeir voru að at- hafna sig í rústunum og sagði þeim að iðja þeirra væri ekki vel séð. Bað þá reyndar að hafa sig á brott. Ekki virtu þeir þessi til- mæli svars og mun hafa verið um einhvern misskilning að ræða, því að þau voru ekki ítrekuð. Hjarn var nokkuð og frost. Við urðum fljótt loppnir við mynda- smíðina og leituðum skjóls í Slökkvistöðinni, sem er stein- snar frá rústunum raunar ekki nema svo sem 30—40 metra í burtu. Danskir slökkviliðsmenn á staðnum buðu okkur til kaffi- stofu sinnar og gæddu okkur á brennheitu kaffi. Þeir sýndu okk- ur líka hurð eina innaf stöðinni. Hurð þessi var rauðmáluð, en máln ingin var öll upphlaupin í bólur, hafði greinilega soðið í hitanum frá bálinu. Slökkviliðsbílunum tókst að forða. Eldurinn kom upp á einhverj- um alversta tíma eólarhringsins, klukkan hálf fimm um morguninn. Þorsteinn Jónsson flugstjóri var einn af þeim fyrstu sem komu að. Hann hafði verið að hjálpa til að ýta bíl í gang, þegar honum varð litið í áttina að flugskýlinu og sá þá eldsbjarmann. í fyrstu virtist honum eldurinn ekki svo magnað- ur að ekki mætti takast að slökkva en þá fóru 3000 gallon (um 12000 lítrar) af benzíni að springa í loft upp og varð skýlið þá alelda á svipstundu. Var þá sýnt að hverju fór. í birtingu um morguninn var allt brunnið sem brunnið gat. Ekkert liggur fyrir um elds- upptökin, en danskir kváðu hafa nokkra tilburði til að kenna Sói- faxamönnum um. Hafa meira að segja látið að því liggja, að þeir hafi ekki gengið nógu vel frá flugvélinni undir nóttina. Flug- félagsmenn benda hinsvegar á, að erfitt sé að ganga svo frá DC4 flugvél að hætta sé að skamm- hlaupi eða öðru slíku. Öll slik tækj sýni greinilega aðvörunar- merki, ef ekki sé gengið tryggilega frá. Þá er bent á, að ein stoðin í flugskýlinu sé með greinilegum ummerkjum þess, að eldurinn hafi getað komið upp í rafmagnstöfíu sem staðsett var við hana. Stoðin sést greinilega á yfiriitsmynd yfir rústirnar, sem birtist hér í opn- unni með fyrri Grænlandsgrein- inni. Þriðji þverbiti frá endanum er svartur af sviða, en á hinum sést ekkert. I frásögn af brunanum, hafði eitt dönsku blaðanna getið þess að íslenzkur flugmaður hefði stað ið við eldinn og grátið, þegar hanii sá Sólfaxa rjúka upp í loftið í sprengingunum. Þorsteinn Jóns- son ber ekki á móti því, að hann hafi verið dálítið klökkur svona innanum sig, en ekki fæst hann til að viðurkenna að hann hafi grátið, enda frostveður og óhægt um slík vökvaútlát, Þegar við höfðum setið um hríð . sem þar á buxum ganga. í góðum kaffifagnaði á Slökkvi- stöðinni, bárust þær fréttir, að vegna óhagstæðs veðurs í Reykia- vík yrði ekki af flugi þennan dag og var okkur komið fyrir í þokka- legu hóteli etaðarins. í GÓÐUM FAGNAÐI Synd væri að segja, að væst hafi um hina íslenzku stranda- glópa í fornu landnámi Eiríks rauða. Að sjálfsögðu urðu mikl- ir fagnaðarfundir með áhöfninni af Sólfaxa og þeim sem nú voru komnir til að leysa þá úr þessari prísund og flytja heim til íslands og Danirnir voru líka fegnir gesta- komunni. Svo stóð á að síðasti hvers mánaðar er útborgunardag- ur- þarna í nýlendunni. Búðar- kompa ein er á staðnum, þar sem íbúarnir geta keypt algengustu kramvöru ásamt bjór og brenni- •víni. Mér skilst á íslendingum að Grænlandsdanir séu veizluglaðir menn og sú varð raunin á, að okk- ur var boðið í ölteiti mikið, sem undirbúið hafði verið í öðru húsi skammt frá. Því hinu sama og hysir mötuneyti staðarins. Við komum þangað allseint um kvöld- ið. Veizlan reyndist til húsa í iitlu herbergi, það var varla stærra en lítið svefnherbergi. Húsgögnin voru sófi, sófaborð, tveir litlir skáp ar og borð. Þegar voru fyrir 15 — 20 manns í þessu litla plássi og sófaborðið var svo hlaðið öiílösk- um og brennivíns, að ekkj var hægt að drepa niður fingri. Ein mublan var svo plötuspilari einn mikill og á liann var leikið af slíku offorsi, að rétt var hægt að heyra, ef næsti maður hrópaðl eitthvað uppí eyrað á manni. Ég gerði ráð fyrir að þarna i husinu hafi búið fjöldi fólks, en enginn virtist kæra sig hót um það og enginn kom til að kvarta yfir hávaðanum. Spilað vár af stórum hæggengum plötum, svo lítið lát varð á hávaðanum, ekki nema rétt á meðan skipt var um plötu. Húsgangurinn hafði verið tekinn í þjónustu véstrænna sam- kvæmisdansa, rokks og tvists, en dansfélagar voru grænlenzkar stúlkur starfandi á staðnum. Mér virtist að þarna væri talsvert „á- sand“ rétt eins og hér. Allmikið g 14. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.