Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 16
Eins og fyrr segir, þá kom
Jakov liingað beint frá Banda-
ríkjunum, þar sem hann hélt
\i tónleika á rúmum mánuði.
Nokkru áður hafði hann verið
í Bretlandi og Frakklandi. —
Hann kvaðst vera mjög á-
nægður með móttökumar þar.
„Ég held ég hafi kynnzt þjóð-
inni í gegn um áheyrenduma,
og þau kynni voru góð. Annars
gæti ég skrifað heila bók um
þessa stuttu dvöl mína í Banda-
ríkjunum,” sagði hann. Héðan
fer Jakov til Moskva, verður
þar í 10 daga, en 30. nóvember
heldur liann aftur af stað í tón-
leikaför. Þegar henni er lokið
byrjar hann að kenna. Hann
kvaðst nú hlakka til að leika
fyrir íslendinga. Hann hefði
reynt flygilinn í Háskólabíói,
og liann væri góður. Aftur á
móti væri hljómburðurinn í
húsinu ekki góður, enda húsið
sýnilega ekki byggt til að halda
þar píanótónleika.
Þá snémm við máli okkar að
öðrum píanóleikurum, og eðli-
lega varð Askenazy ofarlega á
baugi. Jakov kvaðst þekkja
hann nokkuð vel, var meðal
annars prófdómari þegar hann
lauk prófi sínu við „Konserva-
tóríið” í Moskva. Þá hefði Ar-
kenazy verið nemandi eins af
vinum hans. Orðrétt sagði Ja-
kov: „Askenazy er sterkur pianó
leikai’i, ef ég má orða það þann
ig. Hann ræður yfir mikilli
tækni, og í þeim efnum er
hann snillingur. Hann hefur
ekki eins mikla hæfileika til
að lifa sig inn í verk þau, sem
hann flytur. Annað vil ég ekki
segja um hann.” Þá spurjmm
við um álit lians á Van Cly-
burn. Um liann sagði Jakov:
„Van Clyburn er ugglaust einn
bezti píanóleikari, sem nú er
uppi. Það sem gleður mig þó
mest, er, að hann leikur bezt
rússneska tónlist. Kennari Cly-
burns lauk prófi í Moskva, og
frá honum hefur Clyburn orð-
ið fyrir miklum álirifum.”
í lok viðtalsins sagði Jakov,
að hann væri þakklátur fyrir
Framh. á 13. síðu
þessu óhappi, væri ég fyrir
löngu kominn til íslands,” —.
sagði hann brosandi.
Er við spurðum Jakov hinn-
ar sígildu spurninga um hvar
honum hefði þótt bezt að leika
á sínum mörgu og löngu reis-
um svaraði hann: „Sérhver
listamaður tekur list sína al-
varlega hverjir svo sem áheyr-
endurnir eru. Áheyrendumir
sem slíkir eru vissulega mis-
munandi, en listamaðurinn
hlýtur alltaf að reyna að gera
sitt bezta, hvort sem hann er
í Bandarikjunum eða Rúss-
landi. Tónlistarsmekkur þjóð-
anna er eins mismunandi og
þær eru margar. í liverju
landi má finna ákveðinn hóp
manna, sem hefur áhuga á góðri
tónlist. Þó held ég að Tékkar
séu einhverjir mestu tónlistar-
unnendur, sem ég hefi kynnzt.
Sjálfir segja þeir, að á hverju
einasta heimili í Tékkóslóvakiu
megi finna einhvern, sem get-
ur leikið á hljóðfæri.
í framhaldi af þessu kom
spurning um hvort ekki væri
erfitt að vera þekktur og viður-
kenndur píanóleikari, sem á-
heyrendur krefðust mikils af.
Því svaraði Jakov: „Vissulega
er það erfitt og ki’efst mikill-
ar vinnu. Eg lield, að eftirfar-
andi, sem heimsfrægur píanó-
leikari sagði, skýri það bezt:
,,Ef ég hef ekki æft einn dag,
heyri ég það sjálfur. Ef ég hef
ekki æft í tvo daga, heyra vinir
mínir það. Ef ég hef ekki æft
í þrjá daga, heyra álieyrendur
það.” Eg kenni yfirleitt 3 til 4
| Reykjavík, 15. nóv. — AG.
! Sovézki píanóleikarinn Jak-
! ov Flíer er staddur hér á
["landi um þessar mundir. Hann
| kemur hingað beint frá Banda-
ríkjunum þar sem hann hélt
! 12 tónleika á rúmum mánuði,
! og vakti óskipta athygli og
[ aðdáun. Jakov heldur hér að
eins eina tónleika, og eru þeir
í dag í Háskólabíói. Hann fer
héðan á mánudag heim til
Moskva.
Alþýðublaðið átti stutt viðtal
; við listamanninn í dag. Hann
; kvaðst vera fæddur í Moskva
! fyrir sléttum 50 árum. Á píanó
V hefur hann leikið frá því liann
; man eftir sér, en byrjaði að
; æfa reglulega 7 ára gamall.
Í Tíu ára gömlum var honum
veitt skólavist við „Konserva-
tóríið” í Moskva, sem af mörg
um er álitinn einn bezti tón-
Ílistarskóli veraldar. Árið 1933
lauk hann þar námi, og hvarf
; frá skólanum með heiðurs-
! merki úr gulli í barminum.
I Síðan hóf hann tónleikaferðir,
! og lék þá bæði sjálfstætt og
; með liljómsveitum. Árið 1935
[ hlaut hann 1. verðlaun í píanó
! samkeppni í Leningrad og ári
r seinna í Vín. Frá því 1936 hef-
! ur hann annazt kennslu við
; „Konservatóríið” í Moskva og
5 jafnframt haldið tónleika. Hann
daga í viku. Það sem eftir er
vikunnar, nota ég eingöngu til
æfinga, nema þegar ég held
tónleika. Þar sem ég er mikið
á ferðinni, hef ég tvo aðstoð-
armenn við kennsluna. Eru það
fyrrverandi nemendur mínir.
Þegar ég hefi kennt eina stund,
taka þeir við og ljúka timun-
um' með nemendunum. Eg æfi
eitthvað á hverjum einasta degi.
Ef ekki er kennsla, þá 5 til
6 klukkustundir á dag, annars
1 til 2 tíma.”
MILUÓNAMÆRINGUR, SEM
BORGAR EKKISKATT
EF EINHVERN framtaksaman
an lesanda langar til að vcrða
margfaldur milljónamæringur án
þess að borga eyri í skatt, er hon-
um ráðlagt að hlusta á útvarpið í
kvöld. Þar mun norskur maður,
sem hefur einmitt gert þetta og
orðið auðugasti máður sinnar þjóð
ar, skýra frá, hvernig hann fór að.
Þátturinn er byggður á hinni
frægu bók um Parkinsons lögmál-
ið. Hafa hugkvæmir Norðmenn
gert nokkra mjög nýstárlega út-
varpsþætti, sem byggðir eru á
bókinni, en fræðir til norskra
staðhátta. Fyrir tveim vikum var
fluttur á sunnudagskvöldi fyrri
þátturinn af tveim, sem Rörisút-
varpið liefur tekið til flutnings. í
þeim þætti var skýrt frá skrif-
stofu forsætisróðherrans, sem
varð að stórbákni á skömmum
tíma, eins og venja er um opin-
berar skrifstofur. í seinni þættin-
um, sem fluttur verður í kvöld,
eru skattar og skattsvik tekin til
meðferðar, og mun ýmsum þykja
fróðlegt að he5(ra, hvað getur
gerzt á því sviði.
Itölsk strengja-
sveit í heimsókn
ÍTÖLSK strengjasveit, I Solisti
Veneti er væntanieg hingað til
lands nk. fimmtudag og mun halda
hljómleika í Þjóðleikhúsinu næsta
dag, föstudag, 22. nóv. Stjórnandi
strengjasveitarinnar er Claudio
Scimone, en aðal einleikari Piero
Toso. Strengjasveitin I Solisti Ve-
neti er skipuð tólf mönnum, er
leikið hafa saman síðustu fjögur
árin og þegar aflað sér viðurkenn-
ingar í tónlistarlífi Evrópu. Þeir
koma hingað á sjálfs sín vegum,
hafa þó nokkurn styrk frá ítölsk-
um stjórnarvöldum vegna sérstakr
ar kynningar þeirra á Feneyjatón-
list fyrri alda, m. a. tónlist Viv-
aldis, Tartinis og Bonportis. Und-
irbúning tónleikanna hér og fyrir
greiðslu strengjasveitarinnar ann-
ast Skrifstofa skemmtikrafta, —
Pétur Pétursson.
Á sl. ári fóru I Solisti Veneti í
hljómleikaferð um meginlandið,
Norðurlönd og England, og hlutu
hvarvetna prýðilega dóma. Gagn-
rýnandi The Times sagði m. a. I
Solisti Veneti strengjasveit frá
Feneyjum hélt sína fýrstu tónleika
í Englandi í Victoriu og Albert
Museum í gærkvöldi — og reynd-
ist með beztu sveitum erlendra
hljóðfæraleikara, er við höfum
heyrt á síðustu árum. Segir gagn-
rýnandinn, að leikur þeirra hafi
verið tæknilega frábær og borið
blæ nákvæmrar ögunar jafnt sem
hjartanlegrar leikgleði.
ENGIN SÍLDVEIÐI
Reykjavík, 16. nóv GO.
ENGIN síldveiði var í nótt. Veð
ur var óhagstætt og cnginn bátur
kíftaði, Kojnu þeir fiestir ínn
seinni partinn í gær. Kl. 10 í
inorgun og framundir hádegið
voru þeir samt að tínast út aftur,
en þá var veður allgott þó spáin
sé slæm.
Sumir bátanna, sem komu inn
í nótt voru með smáslaíta frá í
fyrrinótt.