Alþýðublaðið - 24.11.1963, Síða 6

Alþýðublaðið - 24.11.1963, Síða 6
Ein helzta metsölubók, cem út befur verið gefin í Bandaríkjun- um, hin síðari ár er skáldsagan Kardinólinn. Nú hefur hún ver- ið kvikmynduð. Spellmann kardináli er búina að sjá myndina og er kominn að þeirri niðurstöðu, að aðalpersón- an líki_t -honum meira en góðu hófi gegni og jafnframt að hún sýni hann ekki í ýkja skemrntilegu ljósi. Hann skrifaði þess vegna 'Páli páfa sjötta og bað hann að setja myndina á Index, það er að banna öllum katólikkum að sjá hana. Þessu hefur páfi neitað eftir að hafa séð myndina — og af i svarbréfi han má jafnframt ráða að hinn sjálfumglaði kardináli hafi ekki nema gott af því að fá svolítið námskeið í auðmýkt. ■ -V Enskur þorpsprestur hefur hengt skilti með tvohljóðandi áletrun á garðshliðið hjá sér: Ef þú ert þjáður af sorgum, þá komdu til mín og trúðu mér fyrir þeim. Ef þú hefur engar, komdu þá og segðu mér hvernig þú hefur getað sloppið við þær. SCHUMANN Parísarblaðamaður lenti á tali við hinn kunna stjórnmálamann Maurice Schumann, forseta utan ríkisnefndar þjóðþingsins. — M. Schumann, teljið þér það ekki víxlspor af Frökkum að und- irrita ekki Moskvusáttmálann? Haldið þér ekki að það fái þungan dóm í sögunni? — Sögunni, urraði Schumann. Blessaðir hlífið mér við þeirri dömu. Hún er farin að skrifa með blýantL PRINSINN OG ÉG. | Léleg frammistaða sögumanns Sú var tíðin, að það var til- 1 tölulega auðvelt að segja 1 prinsinum sögur, áður en hann 1 soínaði á kvöldin. Litlar sög- I ur með lítilvægum atburðum = voru honum nóg og glöddu § b.essaS ba'rnshjartað. En sú | dýrð stóð ekki lengi. Hann I gerðist stöðugt gagnrýnni og | vandiátari á sögurnar. Maður 1 fékk oft oið í eyra fyrir lélega | frammistöðu í söguflutningn- | um. — Kanntu engar armilegar 1 sögur? — Þú ert alltaf að segja | manni einlrveirjar sögut um i dýr, sem ekkert er gaman að. — Kanntu engar sögur með i bardögum í? i — Kanntu engar indíánasög i ur? Ég stundi þungan og harm i aBi þá liðnu tíð, þegar litlu | og saklausu dýrasögurnar | vöktu slíka kátínu og fögnuð, að pninsinn sofnaði ekki fyrr en síðla kvölds og sögumað- ur var orðinn þurr í kverkun- um af áieyn lunni. Það var vonlaust annað en að laga sig eftir brcyttum staðháttum og þess vegna var það, sem mér kom til hugar ráð, sem hafði mjög hagræna þýðingu. Ég sagði honum frá íslendingasög unum og öllum þeim bardögum sem í þeim væru og bauðst til að le„a fyrir hann upp úr Eglu eða Grettlu. Prinsinn var' æstur í þetta. En ég var ekki fyrr búinn að lesa fáeinar línur á fornmálinu, þegar unginn var steinsofnaður. En allt tekur enda og nú er svo komið, að prinsinn er far- inn að geta haldið sér vakandi yfir íslendi;pgasögunum. Þó leikur mér grunur á að ís- lendingasögurnar eigi ekki enn hug ungviðisins allan hvað sem síðar kann að verða. Fyr- I ir skömmu fór ég með vísu i Egils sterka fyrir hann: Þat mælti mín móðir, at mér skyldá kaupa.... = Þegar hér var komið sögu = reis prinsinn upp í rúminu og I sagði: — Það er ekkert gaman að, I þessari vísu. Ég skal kenna | þér armilega vísu: Gúddi fór í bæinn og Gúddi fór í búð, Gúddi sat á torginu og var að éta snúð. Þá kom löggumann og hirti hann og stingti honum niðrí i rassvasann | Að svo mæltu lagðist hann i niður og var gteinsofnaður. Rex Þær hittust frænkumar, Alexandra prinessa og Elizabeth prins essa af Júgúslavíu á flugvellinum í London ekki alls fyrir löngu. Eins og kunnugt er á Alexandra prinsessa von á barni snemma á næsta ári. ★ Skattstofan í Bandaríkjunuth hefur alveg óviljandi útvegað hinu heimsþekkta Tatesafni í London ómetanlega gjöf. Bandaríkjakon- an Peggy Guggenheim, sem á hið kunna safn nútímalistar í höll sinni í Feneyjum, hefur án’afnað Tatesafninu myndir sínar eins og þær leggja sig. Þetta gerir hún vegna þess, að bandaríska skattheimtan á hjá henni stórfé og menn í Washing- ton hafa gért allar hundakúnstir til þess að krækja í eitthvað úr safninu. — Nú er ég orðin leið á öllum þessum skattrukkurum, segir Peggy, ég vil heldur sitja innan nakinna veggja en búa við þessi ósköp. ★ Bandarískur frímerkjasafnari Herra Harold Wilkins, sem ó heima í bandaríska bænum Ge- orgetown, hefur verið sviptur rétti til veiðimennsku með dóms- úskurði. Dómurinn er reistur á eftirfarandi rökum: „ Herra Wilkins er svo nær- sýnn og heyrnardaufur, að hann skaut um daginn á fjögurra hreyfia sprengjuflugvél, vegna þess að hann hélt að húh væri villtur kalkúni. París. Lítil stúlka stendur hjá lögreglufulltrúanum, ströngum á svip. — Eruð það þér, sem eigið þennan Renault númer 3034 NN 75? — Oui, Monsieur commissaire. — Hve lengi hafið þér ekið bil? — i eina viku. —Vitið þér að á þessari einu viku hafið þér ekið ó fimm íót- gangendur? Finnst yður það ekki full mikið af svo góðu? — Hve marga má maður keyra á? LOLLOBRIGIDA Nú hefur Gina Lollobrigida far- ið illa með góða kjafta ögu. Hún hefur nefnilega með mjög sterk- um orðum mótmælt orðróminum um væntanlegan skilnað sinn við Milko Skofic. Lokaorð hennar um það mól voru bessi. — Þessi orðrómur er að veiða gráhærður. Ef nokkuð hefði verið til í honum, værum við skilin minnst tíu simium. 0 A nóv ] 963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ m

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.