Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 2
 I ZlltstJórar: Gylfl Grondal tab.) og BeneaiKi Gronaai. fréttastjórl i Aml Gunnarsson. Rltstjórnarfulltrúl: Eiöur Guðnason. — Sirnar: j 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð • nverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmlðja Alþýðublaðsms. - Askrlftargjald tar. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintaklð. Útgefandi- Alþýðuflokkurinn ILLUR EFTIRLEIKUR HINN MIKLI ameríski harmleikur, morð Kennedys forseta, var ærið áfall fyrir núlifandi ikynslóð, þótt ekki fylgdi sá eftirleikur, sem þegar er hafinn. Maður ákærður um morð forsetans hef- ur verið skotinn til bana í höndum lögreglunnar í Dallas, og verður ef til vill aldrei fullsannað, að hann hafi iverið morðingilnn, né hverjir stóðu á 'bak við hann, ef svo hefur verið. Afleiðingm er sú, að nú þegar ganga klögumál á víxl, og brigzlar . 'hver fylking' öfgamanna annarri um sökina;. 'Kjami þessa máis er sá, að Lee Oswald sagðist ívera kommúnisti og aðdáandi Castros. Þrátt fyrir þetta sakfelldu Bandaríkjamenn ekki kommúnis- mann i heild eða kommúnístaríkin. Hefði þó iverið ■auðvelt að trylla þjóðina á sorgarstund, ef ábyrg- ir aðilar hefðu haldið slíkri ákæru á loft. En kommúnistar eru hagvanir í landi ofbeld- isins, enda hafa þeir morð Trotskys og réttarfar Stalíns á samvizkunni, svo nokkuð sé nefnt. Þeir sáu hættu á ferð, af því að Oswald hafi verið í Sovétríkjunum í þrjú ár, hafði sótt um sovézkan borgararétt, hlotið þau óvenjuleg fríðinda að fá að flytja rússneska konu úr landi og sagðist stolt- ur vera kommúnisti. Yfirvöldin austan jámtjalds hófu þegar gagnsókn, töldu þetta álygar og væri morðið runnið undan rifjum hægrisilnnaðra öfga- manna, sem ætluðu að kenna kommúnistum um það, eins og nazistar benndu þeim um þinghús- brunann forðum. Kommúnistum barst óvænt vopn í hendur, þeg ar Jack Ruby, góðvinur glæpamanna og heima- gangur á lögreglustöðinni 1 Dallas, skaut Oswald á svívirðilegan hát. í Ijósum sjónivarpsiíns hlaut amerískt réttarfar hroðalegt áfall tveim sólarhring um eftir morð forsetans. Bandaríská lýðveldið er innan við 200 ára gam jalt og meirihluta þess tíma ivar þjóðin að vinna og nema land sitt, oftast með vopn í hönd. Sagan bef ur þar í landi blandað saman ofgamönnum, hug- sjónamönnum og miklum fjölda heiðarlegrar og f riðsamrar alþýðu. Öfl hins góða og hins illa takast enn á, og öðru hverju skýtur upp kollinum til- hneiging til valdbeitingar, eins og bezt sást á bann árunum. Abraham Lincoln og John F. Kennedy voru tákn hins góða í þessum átökum, og morð þeirra tímabundnir en alvarlegir ósigrar. Höfuðspumiingum um morð Kennedys er ó- svarað, og er jafn ábyrgðarlaust af kommúnistum sem öfgamönnum til hægri! að þykjast nú þegar vita áilan sannleika. Einskis má láta ófreistað til að upplýsa þessi mál til fulls, þótt það muni reyn- ast erfitt. Líós sannleikans er sterkasta vopnið í baráttunni fyrir þeim herlmi, sem allt mannkyn þráir, þar sem slíkir harmleikir geta ekki gerzt. i FUTURAMA frá Selmer B A S S A MAGNAEI fyrir _ GÍTARBASSA í mörg- ár hafa vísindameim víðvegar um lieimiim reynt að framleiöa magnara og há- talara, sem þyldu drynjanda bassans. Nú hefur tekizt að framleiða magnara og hátal- ara, sem eru sérsíaklega gerð ir fyrir gítarbassa, harmon- íkur svo og önnur hljóðfæri. Verðið er ótrúiega lágt. Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg h.f. Vitastíg 10. — Sími 20111. Póstsendum um allt land. Góðfúslega komið og skoðið þessa vönduðu bassamagnara og kynnið yður hina hagkvæmu greiðsluskilmála. — STUNDUM ER Austurstræti lok að. Þá er sett spjald neðst í Banka- stræti til leiðbeiningar fyrir fólk í bifreiðum, en oftast er það svo nærri Lækjartorgi og langt frá miðju götunnar, að þetta vcldur misskilningi og fófk álpast inn í AusturstrætL Það stafar til dæmis núna af því að liægra megin er ver ið að vtuna við tvær stórbygging- ar og bílstjórar misskilja merkið, halda að það megi aka vinstra megin, aðeins ekki hægra megin. Þessi misskilningur er óþarfur. Ef lögreglan setur upp merkið á miiðri götunni, þá getur þetta ekki valdið misskilnmgi. ÞAÐ HEFUR LENGI verið land lægt hér að vera á móti lögregl- unni’. Þetta er eldgamali fjári, arfur frá allra fyrstu dögum lög- gæzlu hér í borginni þegar sjálf- sagt þótti að gera gys að ein- kennisklæddum mönnum, — og þá ekki '^ízt þeim, sem ekki voru lærðir, en skrýddust húfu og jafn vel öðrum einkennum og voru með nefið allstaðar, ráku óþekktar orma heim til sín og urðu að hand- jáma fyllirafta á götum úti. En íslendingar hafa alltaf tekið méi- stað fyllirafta og annarra mi$ynd- ismanna, þegar þeir liafa orðið sannir að sök, en fyrr ekki. ÉG HEF MJÖG OFT tekið svari lögreglumanna og reynt að skýra fyrir fólk,i hin nauðsynlegu störf þeirra. Ég veit ekki hversu mik- inn árangur þetta hefur borið, en það hygg ég að fólk beri meira traust til lögreglumanna en áður var og fleiri sannfærðust um það, að í raun og veru séu þeir verj- endur þedrra og hjálpendur þegar f nauð rckur. Borgin hefur stækk- að mikið og lögreglunni fjölgað. Nú þekkjast ekki allir eins og áð- > Lögreglumenn og almenningur. jr Andúð eða varnaraðstaða. + Hvernig á að leysa vandamál götunnar? ir Aðalatriði: Vinsemd almennings og nærgætr.ir lögreglumenn. ur var — og þá getur það lient sig, að misjafn sauður slæðist með. Sjálfur lief ég enga reynzlu af þessu. ÉG FÆ BRÉF og til mín er talað um fruntaskap og ókurt- eisi lögreglumanna. Ég tek slík- um sögum alltaf með varúð. Lög- reglumenn geti ekki staðið í samningaþófi við menn sem brjóta af sér í umferð, og lögreglumeim- irnir verða alltaf að sýna mýndug- leika og stjórnsemi. Annars er hætt við að sumir gangi á lagið. það er heldur ekki hægt fyrir lög- reglumenn að vita fyrirfram hvort hann ræðir við heiðursmann eða hrekkkjóttan dóna. HINS VEGAR LIGGUR ÞAÐ í augum uppi, að iögreglumenn mega aldrei sýna fruntaskap, ó- kurteisi eða óbilgimi. Það getur komið fyrir að borgari geri eitt- hvað, sem brýtur í bága viö regl- ur og það af algerum misskiln- ingi. Hann biður tafarlaust afsök- unar á því — og ber lögreglu- manni að hegða sér samkvæmt því, en ekki að mæta slíku með sví- virðingum og óhilgirni. Skipun- in á að vera mjúk en ákveðin og þó sanngjörn, annars gctur ílla farið. ÉG SEGI ÞETTA AF gefnu til efni, af nokkrum gefnum tilefn- um. Það er ekki nóg að hafa vald- ið, menn verða að kunna að beita því. Lögreglumannsstarfið verður að miklum hluta að vera loiðbein- ingarstarf og ég hygg að til þess sé líka ætlazt. Það er vitað mái. að oft eru lögreglumeun i varnar- aðstöðu gagnvart almenningi — og það getur verið, að einmitt Framh. á 10. síðu SÍMANÚMER OKKAR verður framvegis 233 75 Húsgagnaverzlun og vinnustofa Þórsgötu 15 — Baldursgötumegin. % 27. nóv. 1963 — ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.