Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 5
 Gengistryggð aukin endurkaup Reykjavík, 26. nóv. - EG RÍKISSTJÖRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum nm SeSlabanka íslands. í frumvarpi þessu felast tvær meg- inbreytingar. í fyrsta lagi, að heimild Seðlabankans til binding- ar innlánsf jár verði rýmkuð, þann Ig, að heimilt sé að binda allt að 25% af innistæðufé hverrar inn- lánsstofnunar. Þessarar heimild- ar er æskt í þeim tilgangi að auka Reykjavík, 26. nóv. EG. Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra (A) mælti í dag í efri deiid fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um mat á matjessíld og skozkverkaðri síld. Breytingin sem gert er ráð fyrir í. frumvarpinu, sagði róðherrann, er eingöngu sú, að matsgjald verði hækkað og verði nú 6 krónur á tunnima í stað 0,25 kr. eins og nú er. I greinargerð frumvarpsins seg ir, að tilkostnaður við siídarmat- ið hafi stórhækkað á undanförnum árum, og séu tekjur þe s af mats- gjaldi og seldri tímavinnu nú ovð- inn óverulegur hluti af gjöldunum. Auk almennra hækkana er þess að geta að saltsíldarverkun er nú- á íjölmörgúm stöðum, þar sem hún var áður.óþekkt. Ennfremur segir í frumvarpdnu, að telja verði eðli- legt, að matið sé greitt af and- virði síldarinnar, fremur en ur ríkissjóði. endurkaup bankans á afurðavíxl- um. Hín megin breytingin er, að gefin verði út gengistryggð verð- bréf. Tilgangur þeirrar ráðstöfun- ar er að auka sparif jármyndun inn anlands og auka traustið á gjald- miðlinum. Um þessar tvær breytingar seg- ir m. a. svo í greinargerð með frumvarpinu: Hin meginbreytingin, sem í greininni felst, er að heimild Se'ðla bankans til innstæðuskuldbinding ar hækki úr 10—20%, er nú gilda, í 25% af heildarinnstæðum inn- lánsstofnana. Með þessu ákvæði mundi Seðlabankanum verða kleift að auka innlánsbindinguna allveru lega, en það mundi skapa tæki- færi til bess að auka endurkaup af- urðavíxla sjávarútvegsins og land búnaðarins og jafnvel að auka hlufverk endurkaupanna með því að taka smám saman upp endur- kám» afurðavíxla iðnaðarins, t. d. útflutningsiðnaðar og þess iðnað- ar. sem enirrar tollverndar nýtur. Ríkísst.iórnin er þeirrar skoðun- ar, að í þessnm hluta frumvarps- ins felist mikilvæg skipulagsbreyt- iner. er geti orðið til þess, að banka kerfið í heild geti þ.iónað betur en veríð hefur því mikilvæga hlut- verki að siá undirstöðuatvinnuveg um þjóðarinnar fyrir nauösynlegu rekstrarfé. Nú er það jafnframt megin- sfefna ríkisstiórnarinnar og Seðla- bankans, að komast hjá nýrri geng isbreytingu, en útgáfa verðbréfa með gengisákvaeði er um leið tæki færi til þess fyrir Seðlabankann að lýsa trausti sínu á núverandi gengisskráningu með því að taka á sig skuldbindingar með gengis- ákvæði. Verði frumvarp þetta að lögum, er það ætlun Seðlabank- ans að hefja útgáfu gengisbréfa, eins fljótt og aðstæður leyfa. í 2. grein frumvarpsins er enn fremur Jcveðið svo á, að eigendur verðbréfa, sem Seðlabankinn gef- ur út samkvæmt ákvæði þessarar greinar, skuli njóta sömu réttinda og sparifjáreigendur, að því er varðar skattlagningu bæði til rík- is og sveitarfélaga. Það er að sjálf , sögðu bæði nauðsynlegt og rétt- I látt, að farið verði með það spari- , fé, sem menn leggja fram í þessu ! formi, á sama hátt og annað spari- | fé, að því er skattlagningu við ' kemur. VWWWHWWWMMWMWWMW Þingfréttir i stuttu máli Reykjavík ,26. nóv. EG. ★í dag var afgreitt sem lög frá Alþingí frumvarp um bráðabirgða breyting og framlenging nokkurra laga. ★ Frumvarp um fullnustú nor- rænna refsidóma kom íil 2. um- ræðu í neðri deild Alþingis í dag. Var það samþykkt og því vísað til 3. umræðu með smávægilegri orða lagsbreytingu, sem allsherjarnefiid deildarinnar mælti með. ★ Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (F) hefur nú tekjð sæti á Alþingi í stað Ingvars Gíslasonar (F). ★ Ragnar Jónsson (S) situr nú á Alþingi í stað Davíðs Ólafssonar (S), sem verður fjarverandi um skeið. Ferðir milli Eands og Eyja Reykjavík, 26. nóv. - EG Töluverðar umræður urðu í neðri deild Alþingis í dag um ferðir milli Vestmannaeyja og Iands. — Tveir þingmenn Framsóknarflokks ins í Suðurlandskjördæmi, hafa lagrt fram frusnvarp til laga um smíði nýs strandferðaskips fyrir siglingaieiðina Vestmannaeyjar— Þorlákshöfn. Fór fyrsta umræða um frumvarpið fram í dag. Annar flutningsmanna, Ágúst Þorvaldsson (F) mælti fyrir frum- varpinu. Sagði hann mikla nauð- syn bera til þess að koma á föstum daglegum ferðum milli Þorláks- hafnar og Eyja. Vestmannaeying- ar ættu skýlausan rétt á því, að vera í sem beztum tengslum við samgöngukerfi landsins, og sam- göngum þeirra við meginlandið væri ekki vel borgið fyrr en fastar daglegar ferðir væru til lands. Guðlaugur GMasson (S) kvað þetta mikið áhugamál íbúa Vest- mannaeyja. En þörf væri á að at- huga málin nánar, en gert væri ráð fyrir í þessu frumvarpi. Rakti hann síðan nokkmm orðum sögu samgangna milli lands og Eyja, og benti m. a. á að reynslan hefði sýnt að Herjólfur væri nú orðinn of lítill. Skipið þyrfti einnig að fara til Hornafjarðar. Hefði því verið lagt til við hlutaðeigandi yf- irvöld, að skipið yrði eingöngu látið sigla milli Vestmannaeyja og Reykjavikur, en Hornfirðingum bættur skaðinn með því að láta önnur skip anna flutningaþörfum þeirra. Allmiklar umræður urðu um málið og tóku m. a. til máls auk fyrrnefndra, Lúðvík Jósefsson (K) og Eysteinn Jónsson (F). Málinu var vísað til 2. umræðu og sam- göngumálanefndar. WMHMMMMWMWMWIMMMmiWMMMMWMMMMMMWMMMWWWMWiWWWWWWMWWWMMMMMMWMWWIMW Lífverðirnir ekki öfundsverðir Starf lífvarða forseta og ann arra þjóðhöfðingja er ekki heiglum hent. Þeirra æðsta boð orð er að vernda líf húsbónda síns með eigin lífi. Oft gerir sá, sem vernda á, verndurunum æði erfitt fyrir. Truman forseti var til dæmis frægur fyrir að hafa oftsinnis að engu allar varúðarráðstaf- anir lífvarða sinna. Þegar • Kennedy var á ferð í New York fyrr á þessu ári, biðu hans 35 lögreglumenn á bifhjólum, sem fara áttu fyrir bílalest- inni, sem flytja átti forsetann og fylgdariið hans inn í borg- ina. Þegar Kennedy sá bif- hjólin sagði hann: *,Ég vil ferð ast eins og hver annar maður og stanza þar sem umferðar- ljós og annað í umferðinni gefur tilefni til.“ Þetta var að sjálfsögðu gert, en um leið var lífi forsetans stofnað í nokkra hættu Kennedy hafði einnig orð á sér fyrir að vera ekki alltof hrifinn af lífvarðahópn- um í krigum sig. I v ! 1 Hákólamenntuð hrausímenni Þeir, sem hafa það hlut- verk, að gæta bandaríska for- setans eru í leyniþjónustunni og eru starfsmenn bandaríska fjármálaráðuneytisins. Þeir eiga einnig að gæta nánust.u ættingja hans, varaforsetans, eða þess, sem næstur er forset anum í valdaröðinni. Þessir menn eru valdir af mikilli kostgæfni. Þeir eru yf- irleitt á aldrinum 24-30 ára, háskólamenntaðir og hafa gegnt herþjónustu. Ménn með sér- kennilegt andlitsfall, eða mjög háir vexti koma ekki til greína. Pyrir starf sitt stunda þeir sérstakt nám og starf, sem tek ur 2-3 ár. Það er meðal annars fólgið í því að þeir eru látnir kynna sér árásir á fræga mcnn bæði utanlands og innan, rannsaka allar aðstæðuir, og gera sér grein fyrir hvaða hlekkur í öryggiskeðjunni hafi brostið. Þeim er kennd með- ferð hvers kyns skotvopna og þeir eru látnir dvelja á geð- Veikrahælum til að kynna sér viðbrögð geðsjúklinga. Að sjálf sögðu læra þeir judo og rík áherzla er lögð á, að þeir séu vel á sig komiíir til líkama og sálar. Ein meginreglan, sem þeim er snemma kennd er: „Horfið ekki á forsetann, hann fremur ekki sjólfsmorð." Víðtækar varúðarráðstaíanir í Hvíta húsinu eru 40 líf- verðir, sem mynda eiga tvö- faldan hring um forsetann. Þeir í ytri hringnum, gæta allra stiga og dyía aðrir eru í grennd við skrifstofu forset- ans. Mjög víðtækar varnarráð- stafanir voru gerðar til vernd ar lífi Kennedys. Á sveitasetri hans í Virginíu, voru þyrlur ætíð á sveimi yfir landareign- inni. Tveir stórir bílar voru þar ævinlega, : bunir etutt- bylgju- og örbylgjusenditækj- um, símum og fjarritum. Líf- verðirnir höfðu skipanir um að bana, en ekki særa, þyrftu þeir að beita skotvopnum sín- um. Víðtækar varúðarráðstafan ir voru gerðar þegar forsetinn kom til Dallas í Texas. Fimm þúsund gular rósir voru vand- lega athugaðar, maturinn, sem neytt skyldj var rannsakaður, lögreglan athugaði ýmsa kunna vandræðamenn og einnig ýmsa sem lfklegir voru taldir til að valda vandræðum. En auðvit að var ekki hægt að setja mann í hvert hús, í hvern glugga meðfram hinni tæplega tíu kílómetra löngu leið sem forsetinn ók í borginni. Mjchael Reilly, sem eitt sinn var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði einu sinni." Ég held, að forsetinn sé í mestri hættu, þegar hann er í bílalest, seip ekur hægt um stræti stórborgar.“ Reilly reyndist hafa rétt fyrir sér Hjón með tvö börn vantar tilfinnan- lega íbúð 2—3 eða 4. herbergja. Ábyrgjr umst skilvísa mánaðarlegíi- greiðslu. Hringið í síma 18752.1 WMWMMMMMMWMMMMMMMWMWMMMWWMMMMMWMMÍWMMMMMMMWMMMMWMMWMMMMWMWMMWMMMM) Laugav. 76 sími 15425 Amerísku nylon úlpurnar komnar aftur Laugav. 76 sími 15425 ALÞVÐUBLAÐIÐ — 27. nóv. 1963 ’g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.