Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 10
VerkfræBingar Lausar eru tvær stöður verkfræðinga við Iðnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans við bygffingarefna- og bygginga- fræðilegar rannsóknir. Óskað er eftir byggingaverkfræð- ingum, en komið getur tU greina að ráða efnaverkfræðing í aðra stöðuna. Laun eru samkvæmt launasamningi ríkisins og opinberra starfsmanna, 22. launaflokki. Umsóknarfrestur er tU 15. desember. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjaldheimtunnar i Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 25. þ. m., verða lögtök látin fram fara fyrir vangreiddum út- svörum og kirkjugarðsgjöldum, álögðum við aukaálagningu í októbermánuði 1963, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöldin eigi að fullu greidd innan þess tíma. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 26. nóv. 1963. Kr. Kristjánsson. Áíhýoublabió vantar unglinga til að bera blaðið til kaup- enda í þessum hverfum: Lindargötu Laugarási Hverfisgötu Bergþórugötu Afgreidsla Alþýðublaðsins Sími 14-900 Konan mín Halldóra Katrín Andrésdóttir andaðist 26. þ. m. í St. Jósephsspítala, Hafnarfirði. IUugi Guðmundsson. « Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Helgi Jóhannesson, loftskeytamaður, andaðist í Borgarspítalanum 26. nóvember. Dagniar Árnadóttir Anna Fríða Björgvinsdóttir Jóhannes L. L. Helgason. Minningarathöfn um son minn, föður okkar og bráður Knút Guðjónsson sem lézt af slysförum 23. október s 1., fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir hönd barna og systkina Jónína í. Jónsdóttir, Hringbraut 39. OLÍUMÁLIÐ Framh. af 16. síðu var af reikningi Olíufélagsins, án samþykkis stjórnar félagsins. Þá var einnig fjallað um hluti, sem fóru til húsbyggingar ákærða og var í dag fjallað um kæliskáp, efni til hitalagna og hreinlætis- tæki. Hreinlætistækiin voru flutt inn í nafni varnarliðsins en ekið beint í þygginguna við Ægissíðu. Þá var f jallað um kjöt og veízlu- rétti, sem fluttir voru Inn og tagð- ir notaðir í veizlum sem haldnar voru fyrir háttsetta varnarliðs- menn, en stjórnarmeðlimir félags- ins segja það án sinnar vitundar og leyfis. Mikil áfengiskaup voru gerð í Englandi og vinið flutt hing að í nafni varnarliðsins eða ein- stakra varnarliðsmanna. Var þetta að sögn til þess að halda uppi risnu fyrir vamarliðsmenn en vín- föng þessi voru greidd af reikn- ing Olíufélagsins í London. Vil- hjálmur Þór, sem var stjórnarfor- maður um þetta leyti sagði, að það hefði verið gert án sinnar heim ildar. Á þrem árum 1956, 1957 og 1958 tók ákærði út af reikningnum í London upphæð, sem á núverandi gengi nemur 1,284,288,53 króna. Þessari upphæð var að sögn var- ið til þess að auka sölu á benzíni á Keflavíkurflugvelli. í því skyni bauð hann með sér á Fambor- ough flugsýninguna í Englandi nokkrum hóp varnarliðsmanna. Ekki voru lagðar fram neinar ar kvittanir fyrir þessum útgjöld- um og ekki komu þau fram í bók- haldi félagsins hér. Kannaðist Helgi Þorsteinsson ekki við nein út gjöld í sambandi við flugsýningarn ar og er ákærði einn til frásagn- ar ur afdrif þeirra. Þá kom fram að miklar fjár- hæðir hafa verið greiddar til verð- bréfasölufyrjrtækis eins i New York og nema þær tugþúsundum dollara. Þessar upphæðir hafa svo að miklu leyti verið fluttar áfram í banka í Sviss. Þegar rannsókn máis ins hófst hélt Haukur Hvannberg því fram að þetta væri lögfræði- fyrirtæki, sem hefði aðstoðað Ol- íufélagið við 6amningagerð. Síðar kom í ljós að hér var um að ræða verbréfasala. Hefur Haukur gefið þá skýringu á greiðslunum til fyrir tækisins þessa, að hér sé um að ræða hagsmunafé, sem greitt hafi verið til ónafngreindra aðila, en þeir fengið að leggja þá inn hjá fyrirtæki þessu imdir hans nafni. SUNDIÐ Framli. aí 1L síðn 4x50m bringusund kvenna.: Ármann, 2.51.2 mln. ísL met. ÍBK, 3.01.8 SH, 3.08.8 Matthildur syntl fyrsta sprettinn í sveit Ármanns og setti telpna- met, 39.1 sek. 4x50m bringusund karla.: ÍR-sveit 2.09.0 «p" Ármann 2.09.9 Ægir, 2.16.2 Blönduð sveit, sem synti án verðlauna fékk bezta tímann 2.07,2. í sveitinni voru m. a. báðir Norðmennimir. „Ruby" ákæröur Framh. af 3 .síðu kynnt að fundizt hefðu vefnaðar- tref jar úr klæðum Oswalds í skefti riffilsins en áður höfðu fingraför hans fundist þar. Kvennleigubílstjóri einn er áður hefur unnið í næturklúbb Rúbin- stein hló að þeirri fullyrðingu verj anda hans að hann hefði verið viti sínu fjær er hann framdi morðið. Víst væri hann ofbeldisgjarn, en hann vissi alltaf hvað hann gerði. Þeir er hefðu fengið hann til þess ama myndu líka vemda hann, hann myndi áreiðanlega ekki sitja lcngi I fangelsi sagði hún við fréttaritara AFP. Ekki vildi hún láta nafns síns getið. Hannes é hominn. Framhald af 2. síðu. þetta setji svip á störf þeirra yfir- leiitt. Almenningur getur því sjáif- ur ráðið nokkru um það hvernig sambúðin tekst. En aðalatriðið er að lögreglumenn kunni að hafa stjórn á skapi sínu. Hannes á horninu. KRISTMANN Frnmh. at 1. siðu ágætu frétt. Ég þakkaði þeim þeirra elskulega milligöngu. Svo fær maður tæ'kifæri til að bæta vlð seinna. í mínum augum lítur þetta út, sem ódýrt auglýsingabragð hjá manni, sem getur ekki vakið at- hygli á sér með listrænum hætti og ætlar að nota mig til að afla sér athygli. Þetta er merkilegt prófmál, um það hvort leyfist að segja sann- leikann á íslandi. Ég spyr reynd- ar ekki tun leyfi, og ég ætla rnér að halda áfram að segja það sem mér sýnist satt, hvað sem hver segir. Ég stend við hvert einusta orð hvar sem er, og hvenær «em er. .i Mér leikur reyndar mikil for- vitni á, hvað er hægt að véfengja í þessum orðum mínum í um- ræddri grein, sem eru tilefni stefn unnar, ég sé sjálfur ekki betur en hvert einasta orð sé .heilagur sann- leikur. j Sovét gagnrýnir Framhald af bls. 3 til að lýsa því yfir að Oswald hafi verið félagi í kommúnistaflokknum enda þótt flokkurinn hafi harð- neitað því. 2. Sú staðreynd að augljóst er hinum lélegasta lögfræðingi að Oswald gat alls ekki hafa framið slíkt morð aleinn. 3. Hinn augljósi skortur á að tryggja öryggi Oswalds. Tass-fiéttastofan slær því föstu að Rubinstein morðingi Oswalds hafi verið borgað fyi'ir að drepa morðingja forsctans. Aðeins þeir er óttuðust að liin raunsæja stjórn málastefna Kennedys á svo mörg- um sviðum gæti leitt til varanlcgs friðar gátu haft gagn af ódæðis- verkinu segir Tass. Kenningin um að Rubinstein sé föðurlandsvinur með sterkar tilfinningar fái ekki staðist, honum hafi verið borgað af þeim er höfðu áhuga fyrir að fjarlægja Oswald til að afmá öll spor. Annað rússneskt blað segir að hinn merkj bandaríski sjpp- varpshnöttur Relay hafi gert rúss- neskum augum fært að sjá bað sem álitið hefði verið að gæti að- eins átt sér stað á Spáni miðald- anna. Prestskosningar í Reykjavíkurprófastsdæmi Prestkosningar í eftirtöldum prestakölium Reyk javíkurprófastdæmi fara fram sunnudaginn 1. des. n.k. Kosið verður á þessum stöðum og hefjast kosningar alls staðar kl. 10 árdegis og lýkur þeim kl. 10 síðdegis. Nesprestakall: Háteigsprestakall: Langholtsprestakall: Ásprestakall: Bústaðaprestakall: Grensásprestakall: Melaskólinn Mýrarhúsaskóli, (Seltjarnarnes), Sjómannaskólinn. Vogaskólinn. Langholtsskólinn Hrafnista, (vistmenn á Hrafnistu). Breiffagerðisskóli. Breiffagerðlsskóli. Takmörk prestakallanna eru greind í auglýsingu Dóms- og Kirkjumálaráðuneytisins í Lögbirtinga- blaðinu 31. ágúst s. 1. Mælst er til þess, að sóknarfólk taki almennt þátt í lcosningum þessum og greiði atkvæöi snemma dags, til þess að koma í veg fyrir óþægindi við framkvæmd kosninganna. Reykjavík, 26. nóv. 1963. S AFN AÐ ARN EFNDIRNAR. 10 27. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ „1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.