Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 14
WaSŒÍMdh „A matseðlinum voru myndir frá íslandi". Nú vanda menn veizluhöldin, ef vini að garði ber. Og allt var meff endemum smekklegt, þegar Enskurinn fagnaSi mér. Við sátum svo hlýlega saman og sögSum vingjarnleg orð. Og menH fengu vatn í munninn, þegar myndirnar komu á borð. Þá upphófst fagnaðaralda, því ástin var falslaus og sönn. Og Maríu Júlíu myndin var mjúk eins og smjör undir tönn! KANKVÍS |ni ^ iji # Vj Maður nokkur hafði þáð veit- ingar við barinn og var nú orð- inn all skuldugur. Þegar kemur að því að borga reikninginn seg- ii’ hann vdð þjóninn: — Því miður á ég enga pen- inga til að borga með reikning- inn. — Það gerir ekkert til, svaraði þjónninn, við skrifum bara nafnið þitt og upphæðina á vegginn. — Nei það er ómögulegt svarar viðskiptavinurinn, það geta allir séð það. — Það er engin hætta á því, við hengjum frakkann þinn yfir það. VEÐRIÐ I GÆR OG SPAIN I DAG: Veðurhorfur: Suðvestan átt og lægit. Klukkan ^ 17 var vindur hvass sunnan og allmikil rigning. í Reykjavík voru 7 vindstig og hiti 6 stig. FLUGFERÐIR Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08.15 í dag. Vél- in er væntanleg aftur til Reykja- víkur á morgun kl. 15.15. í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar 2 ferðir, Húsavíkur Vest- mannaeyja og ísafjarðar. Á morg- un er áætlað að fljúga til Akureyr- ar 2 ferðir, Kópaskers, Þórshafn- ar, Vestmannaeyja og Egilsstaða. Frá Dómkirkjunni. Aðventkvöld kv. Dómkirkjunnar verður sunnudaginn fyrsta í að- ventu, 1. des. kl. 8.30. Efnisskrá er að vanda fjöl- breytt. Lúðrasveit undir stjórn Páls Pampichler leikur og barna- kór undir stjórn frk. Guðrúnar Þorsteinsdóttur syngur jólalög. Páll Kolka læknir flytur hugvekju. Einsöng syngur frú Margrét Egg- ertsdóttir og dr. Páll ísólfsson leikur á kirkjuorgelið. Allir vel- komnir. Vegna fjölda áskorana sýnir Breið firðingafélagið kvikmynd frá vígslu Reykhólakirkju miðviku- dagskvöldið 27. nóv. kl. 8.30 í Breiðfirðingabúð. Á eftir verður spiluð félagsvist og síðan dansað til kl. 1. Skrifstofa Áfengisvarnanefndar Reykjavíkur er í Vonarstrætd 8 (bakhús) opin frá kl. 5-7 e.h., nema laugardaga, sími 19282. LÆKNAR Kvöld- og næturvörður L.R. í dag: Kvöldvakt kl. 18.00-0030. Á kvöld vakt: Gísli Ólafsson. Næturvakt: Ragnar Arinbjarnar, SKIPAFRÉTTIR Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Reykjavík í dag austur um land í hringferð. Herj- ólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja. Þyrill fer væntanlega frá Rotterdam í dag áleiðis til íslands. Skjaldbreið er í Reykjavik. Herðubreið er í Reykjavík. Skipadeild SÍS Hvassafell er væntanlegt til Aabo í dag, fer þaðan til Hel&inki, Val- kom og Kotka. Arnarfell fór 25.11 frá Hull til Malmö, Gdynia, Visby og Leningrad. Jökulfell fór 24.11 frá Gloucester til Reykjavíkur. Disarfell losar á Húnaflóahöi’num, TIL HAMINGJU Og jólabækurnar eru farnar að streyma. Þér að segja, heit- ir ein .. Segðu engum önnur .. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Thorarensen í Neskirkju, ungfrú Þórhildur Gunn arsdóttir, Starhaga 16 og Magnús Jónsson, Lönguhlíð 15. Heimili þeirra er að Bólstaðahlíð 66. fer þaðan til Vestfjarða og Faxa- flóa. Litlafell fer í dag frá Reykja- vík til Norðurlandshafna.. Helga- féll efr í dag frá Hamborg til HulL Hamrafell er í Reykjavík. Stapaiell fór 25.11 frá Rotterdam til Raular- hafnar. Hafskip h.f. í,axá er í Vestmannaeyjum. Rangá fór frá Patras 24. þ.m. áleiðis til Spánar. Selá fór frá Rotterdam 25. þ.m. til Hull og Reykjavíkur. Vissiliki er á Akureyri. Franeois Duisman er í Gdynia. Jöklar h.f. Drangajökull lestar á Vestfjarð- ahöfnum. Langjökull fór frá Kefla vík 21.11 til Riga, Rotterdam og London. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 25. nóv. frá Ham- borg. Joika kom til Reykjavíkur í gær frá Rotterdam. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins eru komin. í tilefni 50 ára afmælis ■ merkisins, eru seld jólakort meS álímdum gömlum merkjum á kr. 10 stykkið í Thorvaldsensbazar, Tilvalið tækifæri fyrir safnara. DAGSTUND biður lesendur sína að senda smellnar og skemmtl legar klausur, sem þeir kynnu að rekast á í blöðum og timaritum til birtingar undir hausnum KLIPPT. Biaðið, sem úrklippan birtist í verður sent ókeypis heim til þess. sem fær úrklippu sína birta. Miðvikudagur 27. nóvember 7.00 Morgunútvarp — Tónleikar — Fréttir — Morgunleikfimi — Útdráttur úr forustu- greinum — Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp — Fréttir og tilkynningar. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjurn": Tryggvi Gíslason les söguna „Drottningarkyn" eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan (5). 15,00 Síðdegisútvarp — Fréttir — Tónleikar. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „íbúar heiðarinnar’ effir P. Bansgárd; I. lestur (þýðandinn, Sig urður Helgason, les). 18.20 Veðurfregnir. — 18,30 Þingfréttir 18.50 Tilkynningar — 19,30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Sigurjón Einarsson fyrrv, skipstjóri talar um hleðslu skipa. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hrafnkel# saga Freysgoða; IV. (Helgi Hjörvar). b) ís- lenzk tónlist: Lög eftir Sigfús Einarsson. c> Gunnar Benediktsson rithöfundur flytur síð- ari liluta erindis síns um Starkað Stórverks- son. d) Þorsteinn Matthíasson skólastjóri flytur hrakningasögu úr minningum Árna Björnssonar frá Kálfsá í Ólafsfirði. e) Kvæð» lög: Kjartan Hjálmarsson kveður stökur eftir ýmsa höfunda. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 7 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 23.25 Dagskrárlok. Gamla fólkið hef- ur einh slæman galla: Það er of gamalt ... 14 27. nóv, 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ -*s jJi --•«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.