Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 3
uppboði í Súlnasal Sigurður Benediktsson stendur við nokkur af málverkum Kjarvals (Mynd Leiðtogar ræðast í Washington Washington, 26. nóv. (NTB-RT). Ilinn nýi forseti Bandaríkjanna Lyndon B. Johnson átti í dag tal við ýmsa helztu stjórnmála- menn heimsins sem samankomnir eru í Washington vegna útfarar Kennedy forseta. IM(eðal þeirra, sem hann ræddi við voru þeir Sir Alec Douglas-Home, Ludwig Er- hard og Anastas Mikojan. Sir Aliec sagði að fundinum loknum að þeir forsetinn hefðu orðið ásáttir um að koma aftur saman til fund- ar í ársbyrjun 1964. Erhard sagði að hann myndi halda aftur tii Was hington eftir nokkrar vikur og eiga þá langan „vinnufund“ með for- sctanum. Áður hafi verið tilkynnt að þeir De Gaulle og Johnson muni eiga fund með sér á næsta ári en ekki hefur enn verið ákveðið hven ær. Harold Wilson, leiðtogi brezku &ýjórnaramtstöðluitu(an og Verka- mannaflokksi^s sagði við komu merkið sem reist verður um Kcnn- edy látinn, verði samþykkt jafn- réttislaga hans, sagði Wilson. Ekki vildi Mikojan segja neitt ákveðið af samtali sínu og John- son. Hugsanlegan fund John- son og Krústjov liefði hann látið þeim tveim eftir að ræða. Þá ræddi Johnson einnig við Ilaile Selassie keisara og sagði keisar- inn eftir fundinn að rætt hefði verið um áframhaldandi vináttu ríkjanna. Forsetinn ræddi einnig við Ma- capagal forseta Filippseyja, og I smet Inönu forsætisráðherra Tyrk- lands. Macapagal sagði eftir íund- inn að þeir hefðu rætt vandamál Suðaustur-Asíu. Inönu var mjög ánægður með samtalið við John- son. Erhard sagði eftir íundinn með Johnson að Vestur-Þýzkaland vænti sér eindregins stuðnings frá Bandaríkjunum hér eftir sem sína til Lundúna m.a. að hann vissi ' hingað til enda myndu Þjóðverj- ekki betur en að Johnson væri ar gera sér far um að standa við staðráðinn í að halda áfram stefnu allar sínar skuldbindingar á ai- Kennedy. Ég held að fyrsta minnis þjóðlegum vettvangi. Að fundin- Sovét gagnrýnir lögreglu Dallas Moskvu, 26. nóv. (NTB-RT). Einn af fremstu glæpasérfræð- ingum Sovétríkjanna Dr. I. Karp- ets skrifar í dag í stjórnarmálgagn ið að meðferð Dallas-lögregl- unnar á morði Kennedy forseta bendi til þess að ekki sé fyrir hendi neinn raunverulegur vilji til að finna h.ina raunverulegu morfb ingja forsetans. Karpets heldur því einnig fram að allt máiið minni mjög á versta tímabilið í inannkyji- sögunni nefnilega er fasisminn komst til valda í Þýzkalandi. Karpets ákærir lögregluna í Dallas fyrir eftirfarandi: 1. Hún hafði auðsjáanlega ekki gert allt sem í hennar valdi st.óð til að koma í veg fyrir mör’ðið. 2. Hún hafi gert morðingjanum fært að komast úr byggingu beirri þar sem hann beið bílalestar for- setans. 3. Hún liafi ekki leitað annarra hugsanlegra morðingja eftir hand töku Oswalds. 4. Hún liafi tilkynnt blöðura, út- varpi og sjónvarpi um Oswald á meðan ekki voru enn fyrir hendi nægilegar sannanir fyrir sekt hans og meðan hann neitaði enn harð- lega að vera valdur að morðinu. Jafnvel þótt nú kunni að vera orðið augljóst að hann er mo|5- inginn sé. ýmsum spurningutn ó- svarað: 1. Augljós fúsleiki lögreglunnar Framh. á 10. síðu um loknum sagði hann fréttamönn um að hann bæri fullt traust til hinnar nýju bandarísku rikisstjórn ar. Johnson forseti tók í morgun við forsetaskrifstoíunni í Hvíta húsinu í V/asliington. Litlu áður höfðu allar eigur hins látna for- seta verið fjarlægðar úr skrif- stofunni þ.á.m. hinn frægi ruggu- stóli hans. Reykjavík, 25, nóv - GO 35 MÁLVERK eftir Jóhannes Kjarval verða til sölu á 100. upp- boði Signrðar Benediktssonar, sem fram á að fara í Súlnasal Sögu á fimmtudaginn. Engin þessara mynda hefur verið sýnd opinber- Iega áður og eru allar úr einka- eign listamannsins. Hann kallar þær „Annálsbrot í myndum”, enda eru þapr málaðar á tímabil- inu 1916—’63 bæði hér heima og erlendis. Þetta verður eins og fyrr er get- ^ið 100. uppboðið sem Sigurður Benediktsson heldur siðan 2. maí 1953'. Hami hefur því haldið 10 uppboð á ári að jafnaði. Alls hafa um 6500 verk og munir verið seld á uppboðunum, en þau hafa skipst í 57 bókauppboð, 41 málverka- uppboð, 1 uppboð á silfurmunum og 1 á antíkmunum. Dýrasta málverkið, sem selt hef- ur verið var Þingvallamynd eftir Kjarval, hún fór á 49.000 krónur. Landslagsmynd frá Borgarfirði eftir Ásgrím Jónsson fór á 42.000 krónur. Sigurður segist einu sinni áður hafa haldið uppboð á myndum eft- ir Kjarval eingöngu. Það var ár- ið 1954 og eftir það uppboð fékk hann löggildingu sem uppboðshald ari. Hann hefur selt listaverk eft- ir alla lielztu listamenn þjóðar- innar nema Sölva Helgason. Sigurður segii’ að verð á lista- verkum hafi stórhækkað, síðan hann byrjaði starfsemi sina. T. d. hafi mynd eftir Ásgrím Jónsson farið á 2800 krónur á fyrsta mál- verkauppboðinu, sem hann hélt. Hann segir það líka undantekn- ingu, ef munir fari undir sann- virði á uppboðunum. Myndir Kjarvals, sem eiga að fara undir hamarinn lijá Sigurði á fimtudaginn, verða til sýnis í Súlnasalnum á morgun kl. 2—6, miðvikudag kl. 10—6 og uppboðs- daginn kl. 10—4, en uppboðið sjálft hefst klukan 5. „Ruby ur fyrir iá ákærð- morðið Dallas, 26. nóv. (NTB -Rb) Næturklúbbaeigandinn Jack Ru- binstein var í dag formlega ákærð- ur fyrir að hafa myrt morðingja Kennedy forseta. Var það hinn opinberi ákærandi í Dallas Henry Wade, sem óskaði eftir ákæru þessari frammi fyrir hinum svo- kallaða Stórakviðdómi, er sam- þykkti eftir hálftima umræðu að ákæran skyldi tekin fyrir. Ákveð- ið var að taka málið fyrir hinn 9. desember en búist er við að það dragist fram yfir það. Ákæran hljóðar á morð að yfirlögðu ráði. Tom Howard verjandi morð- ingjans sagði að hann myndi stíla vörn sína upp á það að Ruby hefði verið viti sínu fjær og ekki sjálf- um sér ráðandi er hann framdi morðið. í gær lýsti verjandi þessi yfir því að Rubinstein ætti að fá heiðursmerki þingsins fyrir dáð sína og margar milljónir ameríku- manna væru sömu skoðunar. Sak- sóknarinn kvaðst mundu leggjast gegn því að morðinginn yrði lát- inn laus þar sem hér væri um að ræða ákæru er haft gæti í för með sér dauðarefsingu. Jafnframt kvaðst hann vona að hann fengi óhlutdræga meðferð í réttinum, en ýmsir eru þeirrar skoðunar að kviðdómurinn kunni að verða fyr- ii’ áhrifum almenningsálitsins og taka vægilega á máli Rubinstein. í Texas er það alveg á valdi rétt- arins (kviðdómsins) hver dómur- inn verður, þ. e. eðli hans og lengd. í Dallas leitar lögreglan enn sönnunargagna fyrir sekt Oswald og rannsakar ennfremur allt ann- að er að gagni getur komið við rannsókn málsins. í dag var tii- Framh. á 10 síðu. FRÚ Kennedy hefur enn ekki flutt úr Hvíta húsinu og er ekki vitað hvenær það verður. Ekki hefur Johnson forseiti heldur flutt enn til Hvíta húss v ins. Caroline Kennedy varð 6 ára í dag, hóf að nýju skóla- tíma sína en tók ekki þátt í leiktímum. Forsetalögreglan heldur áfram vernd sinni yfir fjölskyldunni hve lengi sem það verður gert. LYNDON B. Johnson forseti aðvaraði í dag landa sína um að ef bandaríska þjóðin ynni ekki saman myndi þjóðarlík- aminn lamast og falla saman. Varaði hann sterkléga við á- byrgðarleysi og deilum Öll þjóðfélagsskipun okkar stend ur nú á reynslutímum. Ef fólk heldur áfram að stara skiln- ingssljótt hvert á annað, neit- ar að vinna saman og heldur föstum höndum um sérrétt- indi ríkja sinna en gleymir hinni sameiginlegu ábyrgð, þá bíður þjóðin óhjákvæmilega hnekki við, sagði hann. Jónas Ástráðsson end- urkjörinn formaður FUJ Aðalfundur Félags ungra jafnað armanna í Reykjavík var haldinn í Burst Stórholti 1 fimmtudaginn 14. nóv. Fór fram stjórnarkosning og voru aftirtaldir menn kosnir í stjórn félagsins. Jónas Ástráðsson formaður Þor grímur Guðmundsson varafoi’mað- ur Snær Hjartarson, gjaldkeri Kristín Guðmundsdóttir ritari, Meðstjórnendur Auðunn Guð- mundsson Loftur Steinbergsson, Ámundi Ámundason, Þorgeir Sig- urðsson Vilmundur Gylfason. í varastjórn voru kjörnir. Kristinn Engilbertsson Vilmar Pedersen og Ásgeir Þormóðsson. Félagslíf var blómlegt á árinu. Auk mál- og fræðslufunda voru starfandi á vegum félagsins 2 mál fundarhópar, 2 æskulýðsklú’obar og 1 skákklúbbur. Á annað hundr- að nýir félagar gengu í félagið á síðasta árj og var velta þess nú fimmföld frá því sem hún var 1960. Starf félagsins verður með líku sniði og það var á síðasta ári en þó fjölbreyttara. Efnt verð.ur til kynningafunda með ýmsum ráða mönnum flokksins, auk þess sem' út verður gefið fréttabréf. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. nóv. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.