Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 7
 ísfirðingar fagna nýja Ðjúpbátnum r yRIR nokkru bauð stjórn Djúp- bátsins hf. fréttamönnum og öðr- um gestum að skoða nýja • Djúp- bátinn, Fagranesið, en það kom til landsins sl. sunnudag. Siglt var með gestina út á Djúp- íð og á meðan á þeirri siglingu stóð voru ríkulegar veitingar á borð bornar og margar ræður fluttar. Framkvæmdastjóri félagsins Matthías Bjarnason, alþingismað- ur, bauð gesti velkomna og gaf þeim upplýsingar um þetta glæsi- lega skip. Fagranes er teiknað af Hjálmari Bárðarsyni, skipaskoðunarstjóra, og var hann tæknilegur ráðunaut- ur félagsins í sambandi við bygg- ingu þess. Skipið er byggt í Ankerlökken Verft A/S, Florö í Noregi, og var byggingarsamningurinn undirrit- aður 12. okt. 1962 og samkv. hon- um átti að afhenda skipið um mán- aðamótin okt.-nóv. sl. og dróst af- hendingin aðeins 8 daga fram yfir tilætlaðan tíma. Skipið er 143 brúttólestir að stærð; lengd þess er 25.8 m., breidd 6.60 m. og dýpt 3.20 m. Að- alvél er 500 ha. Lister Blackstone; ljósavél er 62 ha., Skipið er búið öllum fullkomnustu siglingar- og öryggistækjum. Sími er um allt skipið, svo og hátalarakerfi. Kælikerfi er í lest- inni vegna mjólkurflutninganna. Vistarverur skipverja eru frammi Tónleikar ALÞJÓÐLEGUR blær var I yfir konsertlífi höfuðborgar- | innar í síðastliðinni viku; rúss- | neskur hetjupianisti, ítölsk | strengjasveit og alþjóðlegur I fiðlusnillingur Ricardo Odno- § posoff, sem lék með sinfóníu- | hljómsveitinni á tvennum tón- | leikum, fimmtud. og laugar- I dag. Efnisskráin var að tveim 1 þriðju hin sama á báðum tón- I leikunum. Á þeim fyrri lék I Odnoposoff fiðlukonsert eftir I Tschaikowsky, en á þeim síð- | ari fiðiukonsert nr. 1 eftir = Prokofieff. C Konsert fyrir hljómsveit = eftir Jón Nordal var fyrsta I verkefnið á þessum tónleik- I um. Verk þetta samdi Jón ár- | ið 1949, þá er hann nam tón- | smíðar hjá Jóni Þórarinssyni | í Tónlistarskólanum í Reykja- I vík. Konsertinn er einkar I smekklega unninn og þykist i ég vita að gagnrýnið eyra I lærimeistarans, hafi átt stór- I an þátt í því. Verk þetta, sem f var 100% „nútímaverk” fyrir Í 14 árum, er merkileg heimild i um tónsmíðastefnur þær sem hvað hæst bar á eftir stríð, og í því bregður fyrir leiftrum frá Bartok, , Stravinski og Hindemith. Þróunin í tón- smíðum hefur vægast sagt ver ör seinasta áratuginn og munu margir álíta þessa áð- urnefndu höfuðsmenn 2Ó. ald- ar tónlistar heldur gamaldags í dag, þó verður að undan- crp/r^ rrp skilja seinustu verk Strav- inskis. Flutningur konserts- ins virtist takast með ágætum. Túlkun Odnoposoffs á Tschaikowsky konsertinum var einstaklega tilþrifamikil og duldist víst engum að hér var á ferðinni stórbrotinn lista maður.' Hlutverk hljómsveitar í þessum konsert er ekki vandalaust og stafar það af tíðum rubato tónsetningum og krefst þetta atriði mikillar ná- kvæmni af stjórnandanum. — Einleikarinn verður að ráða tempóunum og stjórnandi þal* af leiðandi að fylgja honum. Á þessu vildi því miður verða misbrestur í hröðu köflunum og þó sérstaklega í þeim síð- asta. Canzonettan var mjög fallega ílutt af öllum aðilum, — en býgging brúarinnar yfir í seinasta kaflann var held* ur ótraust. D-molI sinfónían eftir César Frank er óvallt mikið leikin, þó hún sé fremur þreytandi á að hlýða. Hljómsveitin og stjórn- andi gerðu hér marga góða hluti og vil ég sérstaklega geta útvarða málmblásturs- deildanna, þeir voru venju fremur nákvæmir a ð þessu sinni. O’Duinn hefur á margan hátt sannað að hann hefur margt sér til ógætis, en eins og títt er um ungá menn, hættir honum ósjaldan til að yfirdrífa smáatriði og vildi því bregða fyrir i Franck sinfóní- unni. Seinni tónleikarnir voru Framh. á 13. síðu *iimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiitiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiitifimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiititiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimittitiiiiiii imitmimimmrmmimimmimmmmi 11111111111111 3 5 n/ í skipinu. þrír tveggja manna klef- ar. Farþegasalur rúmar um 50 manns í sæti, auk þess er einn far- þegaklefi búinn fimm hvílum. — Borðsalur rúmar 12 manns í sæt- um. Eldliúsið er mjög fullkomið, m. a. búið Rafha-rafmagnsvél. Inn af því er kæliklefi sem er vista- geymsla skipsins. Skipið er sérstaklega traust byggt. Hæll og kjölur sérstaklega styrkt, bandabil aðeins 40 cm, og þó aðeins 20 cm. bil fremst vegna siglingar í ís. Skipið ber þess glögg merki í hvívetna, að mjög Goð hallast á stalli HALLDÓR LAXNESS hefur nær alla skóldævi sína verið ein- stakt átrúnaðargoð íslenzkra kommúnista. Þeir hafa tignað sér- hvert orð hans í ræðu og riti sem helgan dóm og talið jafnvel smá- vægilegustu aðfinnslur í hans gárð svívirðilegar árásir. Engan rithöf- und hefur mátt leggja að líku við þennan frábæra meistara. Ungir vonbiðlar skáldgyðjunnar í hópi kommúnista hafa meifa að segja stælt göngulag, klæðaburð og borðsiði nóbelsskáldsins, mál- róm og lestrarmáta, hvað þá stíl og frásagnarhátt. Vegsömunin hef- ur verið einna líkust persónudýrk- uninni í Rússlandi. Skáldgáfa og ritsnilld Laxness er slík og þvílík, að hann á við- urkenningu sína og frægð vissu- lega skilið. Þó gefur að skilja, að bækur hans séu misjafnar og um- deilanlegar. En þetta hafa kom- múnistar aldrei mátt heyra á minnzt margfalt lengri tíma en Jakob vann fyrir Rakel forðum daga austur í Miðjarðarhafsbotni. Þeir hafa ekki séð blett eða hrukku á skáldskap Laxness eða Öðrum málflutningi hans minnsta kosti í þrjátíu og fimm ár. Sumir þeirra hafa naumast átt sér aðra tómstundaiðju en dá hann og lof- syngja. Aðdáun í líkingu við þennan ó- hemjuskap stafar áuðvitað ekki af bókmenntalegu mati. Þetta er trú. Og Halldór Laxness varð goð á stalli hjá kommúnistum af þvi að hann gekk ungur til liðs við stefnu- þeirra og gerðist áhrifa- ríkasti baráttumaður kommúnism- ans á Islandi. Þeir hafa þegið minna og þakkað fyrir^ig samt. Alþjóð veit, að kommúnistar íelja jafnan list samherja sína ótvíræða og hafna yfir gagnrýni, þó að sú af- staða sé augljós barnaskapur. Eng- an þarf því að undra, þó að slíkur söfnuður haf,i gcrt skáld á fcorð við Laxness að átrúnaðargoði í þakklætisskyni fýrir pólitíska sam- fylgd og forustu. En nú bregður allt í einu svo við, að goðið hallast á stallinum og virðist riða til falls. Hvað kem- ur til? Hvaða stórviðri er hér á ferðinni? Kommúnistar rifja upp þær að- finnslur, sem óður voru þeim eit- ur í beinum eins og guðlast og föðurlandssvik öðru fólki, og kveða nú miklu fastar að orði en svo, að rökstudd gagnrýni geti tal- izt. Gunnar Benediktsson velst síðan til þess að reiða vöndinn á loft í Þjóðviljanum. Hann éfar skáldgáfu og stílsnilld Laxness og segir, að íslenzk alþýða sé lang- þreytt á tilgerð hans og sérvizku. Fer sannarlega ekki milli mála, hvað Gunnar hefur í huga: ,Alþýð- unni’ finnst tími til kominn að snúa baki við Halldóri Laxness, ef I HEYRANDA HLJÓÐI eftir Helga Sæmundsson Svarið við þessum spurningum leikur varla á tveim tungum: Hall- dór Laxness leyfir sér í nýútkom- inni bók sinni, „Skáldatíma,” að gagnrýna kommúnismann og stjórnarfar hans, játar sem sann- leik allt það, er hann taldi lygi í hálfan fjórða áratug, og kveðst vit- andi vits hafa þagað við öllu röngu. Og þá er kommúnistum auðvitað nóg boðið. Átrúnaðargoðið hefur brugðizt þeim, óg þá er ekki að sökum að spyrja. Halldór Laxness verður á svipstundu umdeilan- legur rithöfundur, ekki aðeftis þessi nýja bók hans, heldur gcr- vallt ævistarf nóbelsskáldsins. — liann heldur ekki áfram að yera kommiínismanum þægur og góður. „Skáldatími” er að einu leyti í hópi merkustu bóka Halldórs Laxness — hún hlýtur að teljast stórathyglisvert lieimildarrit um sálarlíf mannsins og miklu frem- ur en skáldskap hans og ævifer- il. Sannarlega eru það engar fréttir, sem Laxness greinir hér af kommúnismanum og stjórnarfar- inu i Rússlandi, þó að hann sé ó- myrkur í máli um þau efni. Hitt er furðulegt, að hann skuli hafa þagað yfir öllu þessu í þrjátíu og fimm ár og haldið þá óratíð með- göngutíma vonarinnar að úr rætt- ist, en algert hneyksli, að Halldór Laxness skyldi láta sér sæma jafn lengi að segja hvítt svart og svart hvítt. Athæfi hans er sýnu verra barnaskap flestra íslenzkra kom- múnista. Hann trúði ekki á það, sem hann þóttist íilbiðja. Hvað kom iionum þá til þess ýmist að þegja við öllu röngu, sem hann vissi, só og heyrði, eða segja sann- leikann lygi? Halldór Laxness fer ómildum orðum um kommúnismann í ,,Skáldatíma,” en dæmir um leið sjálfan sig harla óvægilega. Hins vegar minnkar hann hvorki né stækkar sem skáld af þessari bók. Oft hefur stílsnilli hans verið feg- urri, þó að víða fari hann á kost- um. Fyrir kemur og, að hann mis- minni um staðreyndir eða gleymi þeirri nákvæmni, sem á að vera á hans valdi. En „Skáldatími” mun um langan aldur þykja merkileg bók fyrir þá sök, hvernig Halldór Laxness gerir þar upp við fortíð i sína. Loksins hefur þessi mikli : baráttumaður gert sér lítið fyrir j og unnið sigur á sjálfum sér. Lærdómurinn af þessari bók I ætti að vera sá höfundi hennar og lescndum, hversu varhugavert sé að gera stjórnmál að trúarbrögð- um. Sama gildir um bókmenntirn- ar — og ekki síður. Heilbrigðri dómgreind hlýtur að blösfcra, þeg- ar miðlungsskáld eru lofsungin há- stöfum af pólitískum samherjum og bækur bláfátækar í andanum látnar sæta stórtíðindum. Hitt er þó cnn ósvífnara, þegar góðskáld- um er synjað um sjálfsagða við- Framh. ú 13. síðu hefur til þess verið vandað, og em> fremur, að öllu er smekklega og' haganlega fyrirkomið með þad fyrir augum, að það verði sem I bezt fallið að gegna því marg- þætta og veigamikla hlutverki f samgöngumálum Vestfirðinga, sem því er æílað. Matthías Bjarnason taldi, atf heildarverð skipsins með þeim bú» aði og varahlutum, sem því fylgir, komi.til með að kosta um 8.8 míllj- ónir króna. Ríkissjóður greiðir 50% af byg(? ingarkostnaðinum. Matthías flutti öllum þeim aðil- um, sem unnið hafa að í'ramgar.gi þessa mikla hagsmunamáls íbú- anna við ísafjarðardjúp og iim, norðanverða Vestfirði, þakkir fyi" ir veiítan stuðning, sérstaklega flutti hann ráðherrunum Emil Jóns» syni, Ólafi Thors og Gunnart Thoroddsen, þakkir fyrir ómetan- lega fyrirgreiðslu og skilning I máli þessu. Að síðustu gat Matthías Bjarna son þess, að áformað væri að f jölgr* ferðum um Ðjúpið, og taka m. a. upp yfir sumarmánuðina fastar* hringferðir um Djúpið á sunnU- dögum, og gefa þannig ferðamönn. um kost á að sjá fegurð og fjöl- breytileika byggðanna þar, undir leiðsögn þaulkunnugra fararstjóra. Ennfremur er ráðgert að fara hóp - ferðir til eyðibyggðanna í Jökul- íjörðum og á Ströndum, og m.V fullvíst lelja, að margir muni taka. sér far með þessu glæsilega skipi' á komandi sumrum og koma á þess« ar fögru slóðir. Aðrir, sem til máls tóku, vcru: Hjálmar Bárðarson, Bjarni Guð- björnsson, forséti bæjarstjómar ísafarðar, Páll Pólsson, bóndi * Þúfum, form. stjórnar Djúpbáis- ins, Einar Steindórsson, oddv ít> Eyrarhrepps, Jónatan Einarsson, oddviti Ilólshrepps og Kristjúr* Jónsson frá Garðsstöðum. B. ALÞÝDUBLAÐIÐ — 27. nóv. 1963 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.