Alþýðublaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 8
Að elskendur taki sig til og gangi út í Örfirisey og njóti þeirrar blíðu sem hún hefur löngum sýnt slíku fólki, tilheyr ir nú fortíðinni og er leitt til þess að vita. Nú aka þangað „óinnspírer- aðir og stemningarlausir gæj- ar“ á „átta gata tryllitækjum“ og sýna „skvísum“ sínum hæfni þeirra farartækja á holóttum troðningum eyjarinnar. Þrátt fyrir „stóriðjuna" sem haldið hefur innreið sina í þennan áður vinsæla stað, hefur ekki enn unnizt tími til að gera þessa troðninga öku- færa. Þeir eru enn sem áður hinir óhollustu þeim tækjum sem um þá renna fjórum hjól um. Stóriðjuframkvæmdunum í Örfirisey fylgja steinsteypu- kumbaldar og lýsis- og olíu geymar, sem fáum hefur til þessa fundizt fegurðarauki að. Þessi mannvirki skyggja á út sýni þeirra fáu upprunalegu kofa sem ennþá standa af sér eyðileggingu tækninnar- Ófögur sjón blasir við augum þeirra gömlu báta sem liggja þarna í sátrum sínum og muna sinn fífil fegri. Flestir þessara báta eru enn þá pússaðir upp á vorin, þann dag í dag og færa eigendum sínum björg í bú, ánægju eða búsílag. Á vorin og sumrin er þeim hleypt á grunnmiðin kring um Seltjarnarnes og sumir þeirra gerast svo frægir að flytja skakara til fjarlægari hafna, sem gera þá út þaðan sumarlangt. Þessir gömlu, og nýju smábátar (eða trillur), liggja þarna roggnir á annarri hvorri hliðinni, og sumir jafn vel á réttum kili, misfagrir og misgóðir. Með þeim er líkt á komið og blessuðu mannfólk inu, gæðin fara ekki eftir feg urðinni. En allir telja þeir sig hafa rétt til roggni, sem von legt er- Eða eru þeir máske ekki fulltrúar nútíðar jafnt sem þátíðar og smækkuð tákn ís lenzkrar framfleytni? Fyrir glugga sumra þessara báta, hafa verið negldar spýtur til varnar grjótkösturum þeirr- ar kynslóðar sem skilur ekki gildi smábáta fytrir íslenzkt þjóðlíf. Og máske nota þessir fulltrúar eldstafi til að blinda þessar varnarlausu fleytin- með. „Nú er hún Snorrabúð stekkur". Vafalaust líða ekki ófá ár þar til Örfirisey verður eitt steinsteypt plan, skreytt stein steypubáknum og tönkum af ýmsum gerðum, gefandi öllum fegurðarelskandi augum fulla ástæðu til að ljúkast, glepjist þau til að líta í átt til hennar. Sennilega hefur eyjan til að bera eitt feg'ursta útsýni ná grennis Reykjavíkur. í vestri gnæfir Snæfellsnessfjallgarð ur með jökulinn trónandi í end ann, Akrafjall og Skarðsheiði láta ekki sitt eftir liggja- Sí- breytileg Esjan í norðri leiðir augað í au turátt. Viðey, Mos- fell, Helgafell, Lágafell, Úlfars fell og síðan að borginni sjálfri stórhýsunum í innbænum og höfninni með öllum sínum at hafnasvæðum og skipum. Og skömmu áður en við liöfum snú ið okkur heilan hring munar minnstu að Seltjarnarnesið og Gróttuvitinn loki útsýninu til opins hafs. Hér spígsporuðu skáldin og sungu ættjörðinni (eða bara hinni ástmeynni) lof og dýrð og stungu sér þess á milli í tærar öldur Örfiriseyjargrunns- Nú lemur grúturinn þær klappir sem áður yljuðu ást- föngnum sénítám, eftir faðm lög við ægisdætur. Þvílík paradís væri þessi staður hefði hann breytzt til batnaðar, í stað þess að breytast í þá ófreskju sem hann nú er- Segjum svo að þarna liefði verið komið á fót skemmti- svæði fyrir borgarbúa með bað- stað og öllu tilheyrandi. Lónið hefði mátt dýpka og hita upp með hveravatni en und irstöðuvökvinn hefði verið sjór inn áfram. Turnbygging með veitinga- stað í toppinum, þar sem gler hefði verið á öllum hliðum. Ja, þvílikt útsýni. Skemmtigarður um alla eyna með tilheyrandi tívolítækjum, og svona mætti lengi telja. Og einhver hefði munurinn 'l UiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiuiiiiiiiiiniiiuiiiniiiiiiiiuiuiniiiiMiiuiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiii liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiÉiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiViiiiiiiiiminiiiimiiiiuiHiiiiiiiiii«iltii«ntitinminminmirimimn'iniiii 8 8. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.