Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Side 2
2
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
"V erzlunarskólinn.
Tildrög og yfirlit yfir yöxt hans og yiðgang.
Ymsir meiriháttar verzlunarmenn hér í bæn-
um, höfðu oft fundið til þess, bve örðugt það
væri fyrir unga verzlunarmenn, að afla sér nægr-
ar meníunar í starfi sínu, þar eð engin slík
mentastofnun var til í landinu, er þeir gætu sótt,
þó hægt hefði verið bæði tíma vegna og pen-
inga. — Þeir sem því vildu afla sér nokkurrar
sérþekkingar á verzlunarmálum, urðu að fara til
annara landa, og þá einkum til Danmerkur.
En bæði er það ferðalag ærið mörgum ókleyft
kostnaðar vegna — og sömuleiðis vanséð um á-
rangurinn — og ber þá ekki hvað hvað síst að
líta á það, hversu gagnólík lönd þau eru. Þar
að auki er það mildum erfiðleikum bundið fyrir
unglinga að læra og hugsa á útlendu máli, og
áreiðanlegt, að með því fyrirkomulagi hefðum
við aldrei getað gert okkur nokkra von um inn-
lenda verzlunarstétt.
í skýrslu skólans 1905—6, árið sem skólinn
var stofnaður, farast skólastjóra orð á þessa leið:
»Verzlunarskólinn er svo til orðinn, að menn
sem fundu til þess, hve örðugt ungum mönn-
um, sem á þvi þurftu að halda, veitti að afla
sér hinnar nauðsynlegustu fræðslu, sem hverjum
verzlunarmanni er óhjákvæmileg, reyndu að
koma á kvöldkennslu hér lyrir unglinga, sem
við verzlun voru. Þetta reyndist þó svo mikl-
um erfiðleikum bundið, að kennsla þessi dó út
hvað eftir annað. Stafaði það ekki hvað sízt af
þvi, að nemendur sem urðu að vinna að verzl-
un allan daginn fram á kvöld og fara árla á
fætur að morgni, voru flestir of þreyttir til að
sækja tíma seint á kvöldin, enda höfðu enga frí-
stund til að búa sig undir kenslustundirnar.
Þeir fáu, sem sótt gálu stöðugt kenslustundirn-
ar sér til nota, voru of fáir til þess, að kensl-
unni yrði uppi haldið. Svo er ekki fremur til
þess að ætlast hér, en ella, að fáeinir einstakir
menn kosti sérnám heillar stéttar i landinu. Það
gerir engin önnur stétt, hvorki embættismanna,
iðnaðarmanna-, bænda- né sjómanna-stéttirnar.
Af ]>essu tilefni var því hreyft ár eftir ár í verzl-
unarmannafélaginu í Reykjavík, hversu að skyldi
fara til að koma á skóla fyrir þá menn, er
leggja vilja fyrir sig verzlunaratvinnu.
Nefnd var sett í málið í verzlunarmanna-
félaginu, og' samkvæmt tillögum hennar var næsta
vetur haldinn sameiginlegur fundur í verzlunar-
mannafélaginu og kaupmannafélaginu, og þar
samþyktar tillögur er nefnd beggja félaganna
hafði samið og' nefnd lcosin tii að reyna að koma
málinu í framkvæmd, samkvæmt stefnu þeirri,
er félögin hefðn í einu hljóði orðið ásátt um.
Það var öllum þá ljóst orðið, að svo fjöl-
menn stétt manna sem verzlunarstétt landsins
þyrfti að eiga kost á að fá sérmentun sína á sér-
stakri fastri stofnun, og að landssjóði bæri að
styrkja slíka stofnun eins ríkulega að sínu leyti
eins og aðrar sérfræðisstofnanir fyrir atvinnu-
rekendur, svo sem skipstjórnarmenn, iðnaðar-
menn o. s. frv.« t
Fyrsta árið var skólinn sóttur af 54 nem-
endum. í byrjun skólaársins var nemendum
skil't í deildir, og' fóru skittin eftir kunnáttu nem-
endanna, sérstaklega í reikningi, voru 23 settir í
neðri deild en 24 í undirbúningsdeild, en í efri
deikl var enginn þelta ár, því enginn þólti full-
nægja þeim skilyrðum, er til þess þurftu að
setjast í efri deild.
Sérstök deild var stofnuð í þeim tilgangi að
gera nemendum kost á að njóta frekari kenslu
í tungumálum en hinar deildirnar gátu veitt, og
var í þeirri deild að eins kend danska, þýzka
og enska, og var sótt af nemendum úr báðum
deildum og þar að auki af 7 nemendum er eigi
nutu annarar kenslu i skólanum.
Kenslugreinar skólans þetta ár voru:
íslenzka 4 stundir á viku,
enska 5----- - —
danska 4----------- —
reikníngur 8----------- —
bókfærsla 1 stund - —
Ennfremur var í tungumáladeildinni kend enska
6 stundir á viku, þýzka frá því í des. 6 st. á
viku og danska (i stundir á viku.
Víxilréttur var kendur með fyrirlestrum og
nemendur látnir læra að skrifa vixla.
Þeir aí nemendum sem vildu fullkomna sig
í skrift áltu kost á ókeypis kenslu.
Próf voru tvö við skólann, miðsvetrarpróf
og vorpróf. Við bæði prófin voru prófdómend-
ur og var nemendum raðað eftir frammistöðu
þeirra í námsgreinunum.
Skólaárið var frá 12. okt. til 30. apríl.
Annað skólaárið voru 66 nemendur í skól-
anum, réttur helmingur þeirra úr Reykjavík, en