Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 7
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
7
látið reisa mjög vandað og hentugt frystihús
með isgeymzlu. Stærð 30X16 áln., vegghæð 7
áln. og liátt risþak. í öllu húsinu er steypt stein-
gólf, og að öðru leyti er svo ve) frá því gengið
hvað efni og smíði snertir, að vart mun nokk-
urt annað íshús hér á landi taka því fram.
Húsið stendur við smmanverða höfnina í
Hafnarfirði alveg á sjávarbakkanum. A bakvið
það liggur votlendur mýraríláki, sem er um-
girtur með traustum steinsteypugarði, og verður
vatni veitt á mýrina úr dýjum er liggja nokkru
ofar í brekkunni, við Kaldá. ísinn er íæst af
hinni fyrirhuguðu tjörn ætti því að verða sérlega
hreinn og heilnæmur; því Kaldárvatn er viður-
kent gott.
Fyrirtæki þetta er hið þarfasta fyrir Hafnar-
fjörð, þar hefir verið tilfinnanlegur skortur á
íshúsi hingað til. Ekki aðeins til beitugeymzlu
og íss, heldur einnig til matvæla fyrir hæjarbúa.
Árið 1905 var flutt útfrá ísl. smjör fyrir 193.271
kr. En sama árið var smjör og smjörlíki flutt
inn í landið fyrir 160.771 kr. og hefir því þetta
ár útflutt smjör numið 32.500 kr. meira en
hið aðllutta.
Egg voru engin ílutt út úr landiuu þ. á. en
til landsins fluttust egg fyrir 2933 kr.
Efalaust gætum við með mjög lítilli fyrirhöfn
flutt út egg fyrir annað eins og miklu meira.
Aðíluttar vörur námu alls 14,466,931 kr. og
útfluttar vörur námu alls 12,103,866 kr. af öllu
landinu, og nemur þannig 2,363,065 lcr. meira
en hin útflutta. Hvaðan kemur mismunurinn?
Pess skal getið í sambandi við auglýsingu á
öðrum stað hér í blaðinu frá hr. Baldvin Einars-
syni, að hr. Baldv. hefir nú á þriðja ár smíðað
aktygi hér í bænum. Hann hefir unnið að iðn
sinni í Noregi og kynnt sér alt er að iðn hans
lítur, og aktygi hans hafa hlotið almenna viður-
kenningu eins og hin mörgu vottorð hér í blað-
inu bera greiuilegust vitni um. Enda virðist oss
einsætt að norsk aktygi muni eiga best við hér
á landi. Því eins og mönnum er kunnugt, er
landslag í Noregi mjög svipað og hér á landi.
Hlutafélagið P. J. Tliorsteinsson & Co. í Bvk.
hefir nýskeð lokið byggingu á stóru tvilyftu is-
húsi hér í bænum. Húsið stendur suður mcð
tjörninni, er 34X20 al„ 17 al. hátt, með kjallara.
Við vesturhlið hússins liggur 6 al. há útbygging,
9 al. breið, en jafnlöng húsinu. Húsinu er skift
niður í fimm kælirúm, þannig að hvert er ná-
lægt 6 al. á hæð, einnig er þar mjög rúmgóður
ísgeymslustaður. í veggjunum er 8 þuml. þykt
saglag, en í þakinu 6 þuml. Kælirúmin eru öll
járnklædd. Húsið rúmar 800 tn. síldar, en i
því eru nú nálægt 420 tn.
Hið ytra er húsið skreytt fiskum og ísbjörn-
um, skornum af bagleik miklum. Húsið er hið
vandaðasta að öllum frágangi.
Félagið ætlar sér að hafa nægan forða fisks
og kjötmetis til vetrarins, og mun gera sér far
um að selja vörur sínar við eins lágu verði og
frekast er unt. Liklegt er nú að gamla ís-
húsið í höfuðstaðnum, fái þó loksins nægilega
styrkan keppinaut.
Afli Reykjayíkurskipanna á vetrarvertíðinni.
Ásta.................. 25 þús.
Björn Ólafsson....... 30 —
Valtýr................ 23 —
Björgvin............ 231/* —
Sæborg ............... 26 —
Margét .............. 21V* —
Haffari .............. 28 —
Ester ............... 19V2 —
Milly ................ 18 —
Seagull .............. 27 —
Gurún, Gufun......... 10 —
Geir................ 231/* —
Gurún Zoéga ....... 22'/2 —
Josafina............. I6V2 —
Isabella ............. 16 —
Keflavík ............. 22 —
Sigríður.............. 19 —
Sjana ................ 15 —
Friða .............. 22^/i —
Bergþóra ............ 19V2 —
Velasity.............. 17 —
Egill ................ 15 —
Greta ................ 12 —
Tojler................. 8 —
Sigurfari.............. 9 —
Ragnheiður ........... 11 —
Portland ............. 15 —
Hildur, ísaf......... 14Va —
Haraldur, ísaf....... 18 —
Golden Hope .......... 26 —
Jón Forseti ......... 160 —
Marz ................ 153 —
lslendingur .......... 60 —