Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Side 3
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
3
en hinn úr öllum sýslum landsins. Nokkrir
íleiri höfðu sótt um inntöku i skólann, en sumir
af þeim komu ekki fyr en áliðið var hausts og
nokkrir yfirgáfu skólann í marz og apríl, til þess
að stunda atvinnu sina.
Skólanum var eins og árið áður skift í deild-
ir og var að nokkru miðað við vorpróf fyrra
ársins, svo nú voru 19 í efri deild, 25 í neðri
deild og 22 í undirbúningsdeild.
í efri deild voru alls 14 kenslustundir á viku,
i neðri deild 12 og í undirbúningsdeild 12 á
viku. Auk þess nutu kringum 20 nemendur
aukakenslu utan skólans, en skólinn sá þeim
fyrir húsnæði, ljósi og hita endurgjaldslaust.
Námsgreinar voru þær sömu og fyrra árið,
en í sumum námsgreinum var fjölgað kenslu-
stundum er leiddi af því, að nú voru deildirnar
þrjár. — Burtfararpróf frá skólanum tóku 10
nemendur, hinir fyrstu er útskrifast hafa úr isl.
verzlunarskóla, þykir því vel hlýða að birta hér
nöfn þeirra ásamt aðaleinkunn.
1. Lovisa Ágústd. . . aðaleink. 5,63 ág. -
2. ívar ívarsson . . . 5,18 dáv.
3. Grímur Jónsson . . 5,03 —
4. Oddur Guðmundss. 4,97 —
5. Tómas Möller. . . 1
6. Vilh. Pétursson . . 4,97 —
7. Rannveig Þorvarðsd. 4,80 —
8. Gunnar Þorsteinsson 4,76 —
9. Árni Einarsson . . 4,32 —
10. Erlendur Einarsson 4,08
Kenslugjald var þetta ár 20 kr. fyrir hvern
nemanda. Skólaárið frá 6. okt. til 3. apr.
Þetta síðastliðna skólaár 1907 sóttu skólann
(59 nemendur. Pess skal getið hér, að fyrsta ár
skólans voru langflestir nemendur hér úr Reykja-
vík, annað árið réttur helmingur, en í vetur voru
miklu fleiri nemendur utan af landinu heldur
en áður hefir verið. Eins og undanfarin ár var
skólanum skift í þrjár aðaldeildir, en vegna nem-
endafjölda var miðdeildinni skift í tvent a. og b,-
deild, en sömu námsgreinar kendar í báðum,
svo það í rauninni var sama deildin.
Námsgreinar voru hinar sömu og síðastliðið
ár, þó var tungumálakensla, teikning og bók-
færsla aukin að miklum mun, og þremur nýj-
um námsgreinum var bætt við, sem voru: verzl-
unarlöggjöf, viðskiftafræði og verzlunarlanda-
fræði.
Kenslustundir voru í öllum skólanum 59 á
vlku, í efri deild 27, miðdeild 20 og i undirbún-
ingsdeild 12.
Eftir því sem skólastjóri skýrir frá, hafa
nemendur stundað skólann af mjög miklu kappi
og áhuga, sótt kenslustundir mjög vel og búið
sig vel undir þær. Mjög meinlegt er það, að
skólinn á hér um bil engin kensluáhöld, en þó
er það álit skólastjóra, að skólinn muni, á því
þroskastigi sem hann nú pr, standa fullkomlega
jafnfætis almennum verzlunarskólum erlendis, t.
d. verzlunarskólanum í Fjólustræti í Khöfn.
Þess skal getið að nemendur skólans stofnuðu í
vetur styrktarsjóð handa fátækum nemendum.
Ætlun þeirra er að liver nemandi greiði 2 kr. á
ári til sjóðsins, er svo skal varið til styrktar fá-
tækustu nemendum skólans.
Undanfarin ár hefir skólinn orðið að sætta
sig við mjög lélegt húsnæði, en í vetur var hús-
næði vel viðunanlegt, en ef aðsókn eykst að
skólanum verður það alt of lítið. Húsaleigu-
kostnaður þ. á. er kringum 800 kr. Skólinn
nýtur 3000 kr. styrks úr landssjóði, en þar að
auki er hann styrktur af »Kaupmannafélagi
Reykjavikur« og »Yerzlunarmannafél. Rvíkur«.
Kennslugjald nemenda hið sama og síðast-
liðið ár, 20 kr.
Kennarar voru niu.
í stjórn skólans eru:
D. Thomsen form., B. H. Bjarnason kaupm.,
Sighv. Bjarnason bankastj., Jón Ólafsson ritstj.
og Karl Nikulásson verzlunarstj.
Verzlunarmaður Ólafur Eyjcilfsson hefir verið
forstöðumaður skólans síðan hann var stofnaður.
Skólanum var sagt upp 30. f. m. og gengu
þessir 10 undir burtfararpróf:
Þorbjörn Þorvaldsson frá Þorvaldseyri,
Guðm. Eiríksson Reykjavík,
Sigurjón Sigurðsson Bæ, Strandasýslu,
Theódór Arnason Reykjavík,
Björgúlfur Stefánsson Stöðvarfirði,
Skúli Thorarensen Móheiðarhvoli,
Friðrik Magnússon Reykjavík,
Sigurður Björgúlfsson Stöðvarfirði,
Kristm. Guðjónsson Stokkseyri,
Kjartan Magnússon úr Rangárvallasýslu.
Nokkrir nemendur hlutu heiðursviðurkenn-
ingu, ýmist frá skólastjórninni og skólastj. eða
öðrum er hlyntir voru skólanum. Frh.