Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 5
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
5
irnir skyldti beita valdi sínu o« ekki heldur hve
víðtækt það í raun og veru væri.
Þótt lögum þessum frá 1782 væri allvíða
mjög ábótavant, voru þau þó til nokkurra bóta,
komu sumstaðar á reglu, þar sem áður var alt
i uppnámi. Um margra ára skeið voru lög
þessi í fullu gildi og hafa aldrei verið fullkom-
lega ejrðilögð, að eins breytt smátt og smátt með
ákvörðunum seinni tíma. Frá 1790—1800 mátti
heita að verzlunin gengi sæmilega en 1807 vildi
það slys til að 5 vörusldp lentu i óvinahöndum
og var útlitið þá eigi glæsilegt, og mátti svo að
orði kveða að alls kyns óheill elti landsmenn
á einn og annan hátt.
En 1829 komst þó verzlunin á góðan rek-
spöl aftur og hélst það um langa hríð, eða fram
að fjárhagsárinu 1877—78. En velmegun Græn-
lendinga óx þó ekki að sama skapi og ætla mátti;
landsmenn seldu kaupmönnum afurðir sínar,
við góðu verði, en i stað þess að afla sér fyrir
þær helztu lifsnauðsynja sinna, keyptu þeir alls
konar munaðarvöru.
Kauptúnin höfðu sett upp útibú hér og þar,
svo að miklu hægra var fyrir landsmenn að
verzla við Danina, en þeir voru ekki nægilega
þroskaðir til að nota sér þessar umbætur sem
skyldi. Skortur á hagfræðilegum þroska Græn-
lendinga og óstjórnlegur ákafi kaupmannanna
til að auka verzlunarmagnið; fór eigi sem bezt
saman; og kom ol't miklu illu tilvegar, Hallæri
geysaði um landið og árin 1853—54 og 1850—57,
var feikilegur vistaskortur og fjöldi fólks dó úr
hungri og kulda. En 1850 tóku nokkrir Suður-
grænlandsbúar ráð sin saman, þar á meðal vís-
indamaðurinn Dr. phil. Rink, Janssen kennari
og trúboði, og Lindorff læknir, sendu áskoranir
til innanríkisstjórnarinnar, um að skifta landinu
niður i smærri umdæmi (nokkurs konar hreppa-
skifting) og í stjórn þeirra skyldi velja Græn-
lendinga jafnhliða Dönum, með því hugðu þeir
að sjálfstæðisþráin myndi helzt gera vart við
sig í brjóstum landsmanna.
Stjórnarráðið féllst á tillögurnar og í öllum
0 nýlendum Suður-Grænlands var komið á sér-
stakri stjórn, er bæði skipuðu Danir og Græn-
lendingar úr ílokki hinna ágætustu kajak-veiði-
manna. Pannig var þá fyrsta sporið stigið í
sjálfstæðisáttina, landsmönnum gefinn kostur á
að hlutast nokkuð til um sín eigin mál, slík
náð !
1. maí 1803 var sama stjórnarfyrirkomulag
lögleitt á Norður-Grænlandi.
íbúar landsins liöfðu ekkí haft neina sér-
staka tröllatrú á þessu nýja stjórnarfyrirkomu-
lagi, enda mun það og brátt hata komið í Ijós,
að því var helzt til mildð ábótavant; það hafði
upphaflega verið stofnað með það eitt fyrir aug-
um, að menn stæðu betur að vígi á hörmunga-
tímum og hallæris. En þar með var ekki alt
fengið, það varð að koma á einhverju föstu,
þjóðfélagsskipulagi, með öðrum orðum borgara-
legum rétti, það hlaut öllum að skiljast, að var-
hugavert gat það verið, að hafa kaupmennina,
suma hverja gersamlega ómentaða, fyrir dómara
í öllum helztu málum landsins.
1872 var það að nýju fyrirskipað, að tveir
umsjónarmenn skyldu annast framkvæmdir þær
er lögin heimtuðu, en yfir þá var aftur settur
fullvaldur framkvæmdarstjóri, er gefa skyldi
stjórnarráðinu danska fullnægjandi skýrslu um
embættisrekstur þeirra og annað er hin opin-
beru mál snerti. En sér til aðstoðar skyldi
hann hafa nokkra af beztu mönnum landsins,
og skyldi hann kveðja þá til fundar við sig' ef
einhver stór mál bæri að höndum.
Dr. Rink varð skipaður yfirframkvæmdar-
stjóri, og á meðan hans naut við mátti heita að
alt gengi í góðu lagi, en er hans misti um 1890
fór þessu stjórnarfyrirkomulagi mjög hnignandi
uns það alyeg datt úr sögunni. 1894 reis upp
dálítill verzlunarstaður á Angmagssalilc með
austurströnd Grænlands; þar var verzlunarað-
ferðin með nokkuð öðrum hætti, en á vestur-
ströndinni, verzlunin þar keypti t. d. ekki sel-
fitu, keypti yfir höfuð að tala lílið annað en refa-
og bjarndýraskinn, að eins örlítið af selskinnum
og vörurnar sem hún í staðinn bauð viðskifta-
vinum sínum voru mjög takmarkaðar, að und-
anskildum veiðarfærum. Matvörutegundir voru
þar mjög fáar. Kaffi var þar t. d. ekki selt.
Alt til þessa hafði danska stjórnin gert sem mest
til þess að sameina stjórn hinna opinberu mála,
svo sem löggæzlu við framkvæmdarvald hinna
konungl. verzlunarfulltrúa. En allir þeir, sem
nokkuð hugsuðu alvarlega um viðreisn landsins,
sáu, að slikt íyrirkomulag gat aldrei haft nokk-
uð gott í för með sér. Nefnd manna er skipuð
var 1851 komst að þeirri niðurstöðu, að bráð-
nauðsynlegt væri að skilja á milli stjórnmála-
valdsins og verzlunarinnar, því að eðli hvors