Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 1
^ I 8 L A N D 8
1. BLAÐ
MAÍ 1008.
Háttvirtu lesendur!
I. ÁRG.
Blað þetta er hér birtist sjónum yðar, á að vera óháð málgagn íslenzkrar
verzlunar. Ætlun okkar með útgáfu blaðsins er sú, að gefa verzlunarmönnum
kost á að ræða áhugamál sín í blaði, sem einvörðungu mun gera sér far um að
styðja alt það, er getur orðið hinni íslenzku verzlun til gagns. Við væntum að
hin íslenzka verzlunarstétt taki þessari viðleitni vel, og sömuleiðis vonumst við
eftir að allir, hverri stétt sem þeir tilheyra, sem unna þessu landi og þjóð, og
sem hljóta að viðurkenna að góð og hagkvæm verzlun bæði innanlands og utan,
er eitt af helstu lífsskilyrðum jafnt þessarar okkar litlu þjóðar, sem hinna stærri
þjóðanna. íslenzkir kaupmenn og verzlunarmenn! þið hljótið að sjá og viðurkenna
að íslenzka verzlunin er eigi í því lagi, sem hún þyrfti og ætti að vera, en hverj-
um er málið skyldara en ykkur sjálfum? Engum ætti að vera annara um að bæta
úr ýmsum stóragnúum á viðskiftalííi þjóðarinnar bæði innanlands og utan, en ein-
niitt kaupmönnum og verzlunarmönnum, og við vitum ofurvel að margir, já fjölda
margir íslenzkir kanpmennn hafa sýnt áhuga í því, að efla og bæta íslenzku verzlun-
ina, en það þurfa að vera allir, bæði kaupmenn og verzlunarmenn þuría að leggj-
ast á eitt til þess að efla og bæta verzlunarlíf landsins, og umfram allt leggjast á
eitt til þess að þungamiðja verzlunarinnar verði í landinu sjálfu, þá og ekki fyr
getum vér vonast eftir hagkvæmri og góðri innanlands verzlun.
Yið efumst ekki um það, að allir góðir menn vilji styrkja okkur í þeirri viðleitni.
Virðingarfylst
Útgefendurnir.