Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Side 9

Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Side 9
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS 9 Eldspítna útttutningur frá Sviþjóð árið sem leið var 21,769 smálestir, mikln meira en nokkru sinni fyr. Bússland. Viðsvegar um Rússland hefir orðið tjón mikið af völdum vatns, 900 hús í Orel og 350 hús í Smolensk eru sokkin i vatni. I umhverfunum er íjöldi gripa og miklar vöru- byrgðir evðilagðar. Einnig hefir vatnsílóð þetta tekið yfir ýmsa hluta aí Kiew, þá er við Dnéper standa. Vatnsflóðið er nú um garð gengið í Moskwa, það hefir tekið yfir Vb hluta borgarinnar eða 13 millj. ferhyrningsmetra, 50 þús. manna hafa orðið húsnæðislausir. Færéyjar. Færeygingar hafa í vor haldið úti botnvörpungi til fiskjar í norðursjónum. Botn- vörpungur þessi heitir »Atlanta« skipshöfnin öll færeyzk og hefir sýnt sig að vera engu óöruggari til slíkra sjórauna en Englendingar, sem þó eru ílestum þjóðum vanari við botnvörpu veiðar. Skip þetta hefir fiskað gríðarvel nú á vorver- tíðinni, fyrir fullar 50 þús. kr. nú kvað það eiga að reyna gæíuna á fiskimiðum Islands í sumar. Útlendingar margir hverjir virðast hafa betur augun opin fyrir gullnámunum hér, en sumir íslendingar sjálfir! Thorefélagið hefir nýlega haldið aðalfund sinn í Khöfn, og lagði framkvæmdarstjóri félags- ins, stórkaupmaður Tulinius fram endurskoðaða reikninga yfir hag félagsins á starfsárinu 1907. Fyrir vöruflutninga hafði félagið fengið 727,000 kr. En sökum afardýrra peninga og ó- venju verðhárra kola, hai'ði félagið orðið nú í ár að borga 36 þús. kr. meira en í fyrra i rent- ur og kolakaup, eða hér um bil 15°/o af hluta- fénu. Félagið hafði á árinu látið skip ganga 55 fet'ðir til íslands. Hreinar tekjur félagsins voru við lok reikningsársins 45,443, kr. Félagið aílaði sér í fyrra tveg'gja nýrra skipa, »Sterling« og »Ingólf«, og hafa þau bæði gefist mjög vel. »Sterling hefir farið beinar ferðir milli Kaup- mannahafnar og Rvíkur um Leith, en »Ingólfur« til norður- og austurlands. Japan. Árið 1912 ætla Japanir að halda al- þjóðasýning í höfuðborg sinni Tokio. Ákveðið er að sýningin verði opin frá 1. apr. til 31. okt. Sýningunum verður skift í 5 aðaldeildir menta- mál, vísindi, vélasmiði, raturmagnsiðnað alsk. og ýmiskonar iðnað. Heimilt er þeim þjóðum er taka þátt í sýningunni að láta byggja sér sýningarhallir á eigin kostnað. Skipabyggingar um heim allan árið 1907. Skipaíjöldi: Smálestir: Bretland hið milda .. 811 1,607,89(1 Austurríki og Ungverjaland . 7 8,717 Brezku nýlendurnar .. 97 46,443 Frakkland .. 50 61,635 Þ)rzkaland .. 188 275,003 Noregur .. 82 57,556 Ítalía .. 31 44,666 Holland .. 60 68,623 Japan .. 78 66,254 Bandaríkin .. 255 474,675 Danmörk .. 29 28,819 Svíþjóð .. 28 11,781 Önnur lönd .. 42 26,026 Als hafa verið smíðuð 1,788 sk ip 2,778,088 smálestir en árið 1906 voru i smíðuð 1,836 skip 2,919,763 smálestir. Ennfremur hafa á Englandi verið byggð 36 herskip samtals 134,475 smálestir, og í öðrum löndum hafa til samans verið byggð 106 herskip, samtals 186,736 smálestir. Hafa því á árinu verið byggð als 142 herskip 321,211 smálestir. Stærsta hengibrú lieimsins. Fyrir skömmu var opnuð í New York lang stærsta hengibrú, sem nú er til í heiminum. Brúin Iiggur yfir austur- fljót (East River) til eyjunnar Blackvell. Brúnni er skift í tvær hæðir, eftir efri hæðinni liggur aðal sporbrautin, ásamt tveim gangstéttum, en um neðri hæðina liggja tvær sporvagnabrautir og akvegur fyrir hestvagna. Með venjulegri umferð mundi 150 milj. manna geta farið yfir brúna á ári hverju. Brúin er 8449 feta löng og hefir smiði hennar, er byrjað var á 1901 verið stöðugt verið haldið áfram unz því nú er nýlolcið. Sjómannamót fyrir norðurlönd. Á meðan að fiskisýningin í Þrándheimi stendur yfir, verður haldið fiskimannamót fyrir Noreg, ísland, Svíþjóð og Danmörk. Mótið hefst 14. júlí næstk. og stendur yfir í þrjá daga. Þar verða haldnir fyrirlestrar, þreyttir kappróðrar, mótorbátasiglingar, kappsigl- ingar og sýnt margt annað er að sjávarútvegi lýtur.

x

Verslunarblað Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.