Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 6
6
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
nm sig væri svo ólíkt að það trauðla gæti sam-
rýmst. Það var því ákveðið af hálfu stjórnar-
innar að verzlunarfulltrúastarfið og framkvæmd
hiúna annara opinberu mála skyldi þegar verða
aðskilið og að ekki einungis sýslanamennirnir
skyldu standa undir beinni umsjá innanríkis-
ráðsins, heldur skyldu og verzlunarstjórarnir
smátt og smátt verða að borgaralegum embætt-
ismönnum. Aðskilnaðarspurningin náði þó ekki
til þeirra, sem einatt voru boðnir og búnir til
að verja gjörðir umboðsstjórnarinnar; reyndar
sögðu þeir að þegar framkvæmdarstj. verzlunar-
innar væri kosinn, mætti þó taka tillit til þess
hvort hann sérstaklega væri mörgum öðrum
góðum kostum búinn, en þeim er beinlínis
heyrðu undir verzlunargreinina. í sambandi
við þetta, komu nokkrir umboðsmannanna íram
með það, að til þess að annast um kaup á út-
lendri vöru, skyldi stórkaupmanna-samkundan
velja tvo verzlunarfróða menn, framkvæmdar-
stjóranum til aðstoðar.
Að lokum má geta þess, að umboðsmenn-
irnir (að líkindum óviljandi), komu fram með
ákvæði, er hlaut að hafa í för með sér fullan
skilnað á verzlun og stjórn. Þeir afréðu að
verzlunin á nokkrum hluta að suðurströnd
Grænlands skyldi vera frjás um 10 ára skeíð.
Og stjórnin blaut þar af leiðandi að hafa á þessu
svæði embættismenn óháða öllum verzlunar-
málefnum, þetta ákveðna tímabil.
Innlendar fréttir.
K.
Testmanneyjar. Þar hefir nú á vetrarver-
tíðinni aflast svo vel, að dæmalaust mun vera.
Hæstur afli á vélarbát 24 þús., en yfnieitt frá
12—20 þús. Það virðist gefast mjög vel að
stunda sjávarútveg á slíkum bátum, enda fer
þeim stórum fjölgandi.
Matvöruverð í Reykjavík (i maí). Rúgmjöl
21 kr. pr. 200 pd. Hrísgrjón 12 kr. pr. 100 pd.
Hveiti 10—14 kr. Baunir lieilar 13 kr. Baunir
klofnar 10 kr. Hvitasykur 24 kr. Kandís 25
kr. Kaffi 58 kr. Kaffibætir 42 kr.
Yöruverð á Akureyri (í maí). Rúgur 100
pd. 10 kr. Rúgmjöl 10 kr. 50 a. Bbygg 12 kr.
Baunir 14 kr. Hrisgrjón 13 kr. Hveiti nr. 1, 15
kr. Hveiti nr. 2, 13 kr. Kaffi (pundið) 50 a.
Kaffibætir 45 a. Hvítasykur 25 a. Ivandís 28 a.
Matvöruverð á Húsavík (í maí). Rúgur 100
pd. 12 kr. Rúgmjöl 12 kr. 75 a. Bbygg 13 kr.
Baunir 16 kr. Hveiti nr. 1, 17 kr. 50 a. Hveiti
nr. 2, 15 kr, Hrísgrjón nr. 1, 17 kr. Hrísgrjón
nr. 2, 16 kr. Hvítasykur 30 a. pd. Kaffi 60 a.
Kaffibætir 55 a.
(10°/o lægra gegn peningum og í reikning,
ef skuldlausir eru um áramót).
Matvöi'uverð á Seyðisfirði (í mai). Rúgmjöl 12
a. pd., Rúg 9—llVíe., Bankabygg 12—13 a., Bygg
10 a., Ríís 14 a., Baunir 15 a., Hveiti 18 a., Kandís
30 a., Hvítasykur 28 a., Kaffi 60—90 a., Export
45 a.
Télarbátur á Hvítá. Nokkrir bændur i
Borgarfuði og Mýrasýslu bafa komið sér upp
vélarbát, er flytja skyldi fólk og varning eftir
Hvítá. Þeir hafa látið sprengja úr ánni klappir
og varið til þess miklum tíma og fé. Fyrir
nokkru síðan reyndi báturinn leiðina í fyrsta
sinn, en komst ekki lengra en upp að Ferju-
lcoti sakir grynninga. Spaðarnir skemdust i
grjótiuu og báturinn þvi ekki ferðafær, er um
hríð til aðgerðar í Borgarnesi og mun innan
skams hefja ferðir sínar að nýju. Mun það verða
Borgfirðingum mikil og nytsöm samgöngubót.
Þann 25. f. m. lézt Pétur Jónsson blikk-
smiður hér í bænum; bans verður nánar minst
síðar.
Þýzki ræðismaðurinn bér í bænum D. Thom-
seu, befir skýrt l'rá því (sbr. ísaf.) að liann hafi
í utanför sinni úlvegað sér pækil lil að geyma
beitusild í.
Pækill þessi á að geta geymt beitusíld mán-
uðum saman óskemda, án þess að brúka salt
eða ís. Pækillinn er nýuppfundinn í Noregi og
líklegt að bann komi bér að góðum notum.
Yér munum síðar skýra nánara frá þessari
merkilegu vörutegund.
Steinolíu innflutningur. Hið danska stein-
olíublutafélag, hefir flutt til landsins frá 1. apríl
1907 til 1. apríl 1908, nálægt 20,000 tunnum.
Aug. Flygenring i Hafnarfirði befir í vetur