Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 4

Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 4
4 VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS Verzlunarsaga Grænlands. Það var fyrst árið 1636 að verzlnnarsam- band við Grænland komst á fót, í'yrir tilstilli Grænlenzka verzlunarfélagsins í K.höfn. En er það félag hætti störfum sínum, fékk Hans Ege- de komið því til leiðar, eftir margítrekaðar til- raunir, að stofnað var lítið verzlunarfélag, er einungis skyldi hafa ])að markmið að lialda uppi reglulegum verzlunarviðskiftum við Grænlend- inga. Þetta gerði liann aðallega í því augna- miði að eiga hægra með að reka trúboðsstarf- semi þá, er hann þegar bafði byrjað á Græn- landi, en þó jafnframt til þess að koma á stöð- ugari samgöngum milli Grænlands og »móður- landsins«. Félag þetta keypti nú skip og hlóð vörum, og ákvað að þeir kaupmenn, er i þess þjónustu yrðu, skyldu taka sér bólfestu í landinu, stofn- setja fasta verzlunarstaði hér og þar, en þó jafn- framt ferðast sem víðast um strandlengjuna og festa kaup á þvi er landsmenn befðu afgangs af veiðiútgerð sinni. Líkt fyrirkomulag og þetta helst enn þann dag í dag á Grænlandi. En skip- um þessum hlekktist á, og varð það til þess að félagið lagði árar í bát og hætti öllum störfum sínum 1726. Þá tókst stjórnin á hendur að annast bæði siglingarnar og trúboðið, og versn- uðu þá samgöngurnar að mun. Stjórnin gerði þá margar atrennur til að stofna fastar nýlend- ur á Gi’ænlandi, er allar misheppnuðust, og var henni þá skapi næst, að hætta öllufn verzlunar- viðskiftum við landið, En 1734 fór þó þannig, að verzlunin var fengin í hendur kaupmanni nokkrum að nafni Jákob Severin, ineð fullu einrœði og var honum heitið 5000 rikisdala styrk árlega, en til endur- gjalds skyldi hann annast trúboðsstarfsemina í landinu. Alit manna var, að hann muni hafa baft góðan hagnað af verzlun sinni og voru þá stofnaðar nýlendurnar: — — Kristianshaab, .Takobshavn og Frederiks- liaab, en Godthaab og Holstenborg, voru hinar fyrstu nýlendur Dana þar í landi. Til ársins 1750 var verzlunin í höndum Jak- obs Severin einvörðungu; þá breytti bann fyrir- komulaginu, og stofnaði hið svo nefnda opin- bera verzlunarfélag, og á dögum þessa félags út- breiddist verzlunin víðsvegar með ströndum l'ram, og flestar núverandi nýlendur, norðan frá Upernivík og suður að Frederikshaab, voru stofnsetttar. En þótt nú félag þetta nýti mikils styrks af hálfu dönsku stjórnarinnar, fór þvi þó einatt hnignandi, og 1774 sá stjórnin sér ekki annað fært, en að reka vezlunina upp á eigin- hendur og sömuleiðis trúboðið. Síðan 1774 hef- ur danska ríkið án aíláts rekið einokunarverzl- un á Grænlandi. Ari síðar en stjórnin bafði tekið að sér verzlunina, var stofnuð syðsta ný- lendan, er nefndisl Julianehaab, og var nú fyrir alvöru tekið að koma á betra skipulagi en áður hafði verið, því margt var það í verzlunarrekstr- inum sem bafði baft illar afleiðingar, og 19, april 1782 voru samdar nokkurs konar lífsregl- ur (Instruks) fyrir Dani þá, er á Grænlandi voru, sérílagi fyrir verzlunarþjóna, og einnig voru setlir tveir umsjónarmenn, annar fyrir Suður- Græulaud og skyldi sá hafa aðsetur í Godthaab, en hinn fyrir Norður-Grænland og dvelja í God- havn. Aðalstarf þessara embættismanna átti að vera það, að gæta þess, að lagasetningunum væri framfylgt, veruda innbyggjendurna gegn ó- rétti og anrtast í hvívetna um velferð verzlunar- innar. í þeim kaíla lagabálksins, er fjallar um Grænlendinga, stendur meðal annars: að verzl- unarþjónarnir skuli gæta þess, að Grænlending- um sé enginn óskundi ger; en ef þeir gerðu sig seka í einhverju ósæmilegu, svo sem þjófnaðí eða öðrum illkynjuðum löstum, skyldi kaup- maðurinn áminna þá liarðlega, en dygði það eigi, var honum heimilt að refsa þeim eftir eig- in geðþótta. Kaupmaðurinn átti að neyta allra bragða til þess að styrkja velgengni landsmanna, sjá um að drengirnir yrðu góðir kajak-veiði- menn o. s. frv. Einnig var ákveðið, að á hall- æristínnim mœiti kaupmaðurinn láta landsmenn fá danskar vistir, en auðvitað með fylstu ráð- deild. Þannig var dómsvaldið og allar fyrirskipanir áhrærandi heill landsins, af bálfu hins opinbera, í böndum kaupmannsins (nýlendustjórans). Að sjálfsögðu hlaut aðalstarf kaupmannsins að vera innan vébanda verzlunarinnar og þar af leiðandi tími til annars, t. d. löggæzlu, mjög af skornum skamti, altitt var það og að van- kunnátta verzlunarmannanna i grænlenzkri tungu, var landsmönnum til mikils ógagns. í lagabálk þeim er settur hafði verið stóðu engin skýr ákvæði um það, hvernig verzlunarmenn-

x

Verslunarblað Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.