Verslunarblað Íslands - 01.05.1908, Blaðsíða 8
8
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
Cout ................ 65 þús.
Ágúst................ 70 tn. síld.
Victory ............. 35 — —
Frek 1 miljón af fiski er því komin á land
liér í höfuðstaðnum.
Kjötverð í Reykjavík. Nautakjöt 35—45 a.,
sauðakjöt 30—32 a. (íshúskjöt).
Útlendar fréttir.
Þann 14. apríl siðastl. lézt í Iíhöfn stór-
kaupmaður Adolp C. Levysohn, rúmlega átt-
ræður að aldri. Hann var einn hinna elztu
stói'kaupmanna Danmerkur, þjóðkunnur áhuga-
maður í hvívetna; barðist meðal annars um
langan aldur fyrir umbótum á tolllögunum
dönsku, stofnaði 1841 verzlunar- og skrifstofu-
þjóna samkunduna, sem hefir orðið verzlunar-
stéttinni þar til mikillar viðreisnar. Kom á fót
mörgum nýjum verzlunarsamböndum við út-
lend ríki, þar á meðal Kongóríkin í Afríku
Hann var maður vel ritfær, og skrifaði ógrynni
blaðagreina til stuðnings áhugamálum sínum.
Sjómannahælið í Konstantinópel. Þýzka
nýlendan i Konstantinópel hefir nýlega komið á
lót hjá sér hæli fyrir hollenska og skandinaviska
sjómenn. Þegar byggingin var vigð, blöktu þar
fánar allra þessara þjóða. Viðstaddir voru þar
hinir norsku og sænsku ræðismenn. Fulltrúi
sameinaða gufuskipafélagsins hr. Th. Rippen, er
í stjórn hæhsins. í byggingu þessari eru 3 stórir
salir fyrir bréfaskriftir, bóklestur og samræður.
Þar er vel og snyrtilega um alt gengið.
Betra hæli geta sjófarendur norðurlanda
hvergi fengið í Konstantinopel.
Tekjur enska ríkisins. Fjárhagsárið 1907—
1908 voru tekjui’ enska ríkisins rúmar 11/2 milj.
sterlings punda hærri en árið 1906—07.
Tolltekjur Jíoregs. Stórþingið hafði áætlað
að árið 1907—08 mundu tekjur ríkisins nema
all að 40 milj. kr., en þær urðu þegar til kom
43,822,111 kr. 1906—07 voru þær að eins
40,018,394 kr.
Danska ríkisþingið veitti nú á síðasta fjár-
hagstímabili 20,000 kr. til styrktar efnilegum
verzlunarmönnum, er löngun hefðu til að kynna
sér verzlunarfyrirkomulag erlendis.
Itausnarleg dánargjöf. Nýlega lézt í Stokk-
hólmi stórkaupm. Rohert Tholin ; í erfðaskrá
sinni hafði hann gefið 600,000 kr. til ýmsra
stofnana og fyrirtækja, þar á meðal 50,000 kr.
til eflingar verzlunarmanna háskóla í Stokk-
hólmi, og 100,000 kr. til styrktar fátækum nem-
endum við Uppsalaháskóla.
Kaupmaður nokkur, Emil Öhlensláger að
nafni lézt nýlega í Álaborg. í erfðaskrá sinni
hafði hann gefið dánargjafir að upphæð 210,000
kr. 20,000 kr. limlestum Kaupmannahafnar-
búum, en hitt til styrktar þurfamönnum í Ála-
borg.
Útflutningur smjörs og eggja á Norðurlönd-
um. Árið 1906—7 voru flutt út frá Danmörku
egg fyrir 25,500,000 kr., en innfl. fyrir 3,049,000
kr. Smjör útflutt fyrir 161,780,000 kr., en innfl.
fyrir 9,944,000 kr.
Sama ár flutt út egg frá Sviþjóð fyrir 1,821,
819 kr., en innfl. egg 2,862,052 kr„ útflutt smjör
fyrir 31,912,160 kr„ en innfl. fyrir 1,122,324 kr.
Einnig var sama ár flutt út egg frá Noregi
fvrir 2,100 kr., en innfl. fyrir 1,39,900 kr. Smjör
útfl. fyrir 2,679,200 kr., en innfl. fyrir 393,900 kr.
Útlánsvextir i erlendum bönkum 12. maí 1908.
Kaupmh............ 6—6V2
Amsterdam............. 3V2
Berlin ........... 5
Brússel .......... 4
Kristianía ....... 5V2
London ........... 3
Madrid............... 4^/4
Paris ............ 3
St. Pétursborg ... 6V2
Wien ................. 4V«
Stokkhólmi ....... 6
Vextir samtímis í Reykjavík 61/2
Sjaldgæfur flutningur. í Antwerpen á Hol-
landi hefir aðal járnbrautarstöðin verið flutt 36
metra vegalengd. Hún kostaði upphaílega 96,000
franka, en þessi llutningur kostaði 90 þús. franka,
aðeins 6 þús. fr. minna en hið upprunalega verð
byggingarinnar var.