Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 5
Formenn útvarps-
ráðs, vístndasjéls
og náttíírisverndar-
ráðs s'kipaðir
Menntamálaráðuneytið hefur
skipað Benedikt Gröndal alþingis-
mann, formann útvarpsráðs yfir-
standandi kjörtimabil ráðsins, og
Sigurð Bjarnason, alþingismann,
varaformann.
Þá hefur ráðuneytið skipað dr.
Snorra Hallgrímsson, prófessor,
formann stjórnar vísindasjóðs yf-
irstandandi kjörtímabil sjóðstjórn-
ar, og dr. Ólaf Bjarnason, dósent,
varaformann.
Ennfremur hefur ráðuneytið
skipað Birgi Kjaran, forstjóra, for
mann náttúruverndarráðs í stað
Ásgeirs Péturssonar, sýslumanns,
sem óskaði að verða leystur frá
starfinu.
1DEILT UM I
IÞUNGASKATT I
ÐEIliA er risin um innheimtu
jþungaskatts fyrir dieselbifreiðar,
en sá slcattur hsekkaði allmikið
með vegalögun'um, sem Alþingi
samþykkti fyrir jól. Þessi skattur
er innheimtur eftirá,. og mun nú
hafa komið til tals að innheimta
hann fyrir síðastliðið ár með þeim
upphæðum, sem ákveðnar voru í
lögunum rétt fyrir áramótin. Telja
bílstjórar og samtök þeirra, að
gjaldið fyrir síðasta ár, sem nú
OFSAROK VÍÐA Á VESTURLANDI:
FÓR ÞRJÁR VELTUR
BM—MBBM————M——MMg—B—BZSMHK—WWMaHMBHBMCTBHBMBBWMHCTBaMBHBMBMWIl■MIHIBBIIWrMIH IIHII1
EN ENGAN SAKAÐl
Reykjavík 6. jan. — HP
Aðfaranótt sunnudags gekk
ofsarok af suðri yfir Snæfellsnes
og víðar um Vesturland. Ekki mun
' veðrið hafa valdið miklu tjóni, en
| bíll, sem var á leið suður yfir Fróð
| árheiði með 1G manns, sem voru
að koma af dansleik í Ólafsvík,
rann út af flughálum veginum í
Rjúpnaborgarbrekku, valt þrjár
veltur og stöðvaðist síðan á hlið-
inni. Bílstjórinn gizkar á, að fall
ið hafi verið um 10 m- enda
skemmdist blllinn talsvert, en eng
an sakaði þó, sem í honum var.
| Bíllinn er 17 manna farþegabif
reið af Mercedes Benz-gerð, P-30,
I og var eigandinn, Karl Ásgríms-
' son frá Gröf í Miklaholtshreppi,
bílstjóri. Eins og fyrr segir voru
farþegamir á heimleið af dans-
leik í Glafsvík, en þeir voru flestir
úr Staðarsveit. Fjórir voru frá
Akranesi. Alþýðublaðið átti tal
við bílstjórann í dag, og sagði
hann, að óhappið hefði viljað til
um kl. 2.30 um nóttina. Sagði
hann, að þó hvasst hefði. verið,
væri naumast hægt að kenna því
um, heldur hefðu verið svo miklir
svellbunkar á veginum, að bíllinn
hefði runnið út af. Þegar það
vildi til, var hann á mjög hægri
ferð' Karl sagði, að farþegarnir
liefðu tekið þessu með mesta
jafnaðargeði, og gekk öllum greið-
lega að komast út, þegar bíllinn
stöðvaðist á hliðinni. Enginn
kenndi sér meins, en sýra úr raf-
geymi, sem losnað hafði í velt-
unni, draup á nokkra, meðan þeir
voru að koma sér út, og olli ein-
hverjum skemmdum á fötum. Síð-
an hélt allur hópurinn að sælu-
húsinu á Fróðárheiði, en þangað
var ekki nema 10-15 mín. gangur.
Þaðan hringdi bílstjórinn til Ól-
afsvíkur og kvaddi lækninn þar,
Arngrím Björnrson, á staðinn í
öryggisskyni. Ennfremur bað
hann um, að sendur yrði lang-
ferðabíll frá Helga Péturssyni í
Ólafvík upp eftir að sækja fólkið.
Enginn reyndist slasaður við
læknisskoðun. Ók langferðabíll-
inn síðan fólkinu til Ólafsvíkur
og þaðan áfram heimleiðis um
Ennisveginn nýja fyrir Jökul.
Fréttaritari blaðsins í Stykkis-
hólmi sagði, að mjög hvasst hefði
verið þar vestra alla aðfaranótt
sunnudagsins og fram eftir degi-
Á sunnudagsmorgun fór að rigna
: en veðrið gekk niður síðdegis og
■ var orðið allgott um kvöldið. Þeg-
■ ar hvassast var um morgunin, mun
, veðurhæðin hafa komizt upp í 11-
! 12 vindstig. í Ólafsvík fauk þak
. af nýbyggðu trésmíðaverkstæði
Vigfúsar Vigfússonar í veðrinu,
en járnplötur af útihúsum og heyj
um á Dröngum á Skógarströnd.
Bíll, sem var á leiðinni frá Graf
arnesi til Stykkishólms á sunnu-
daginn, var þrjá tíma þessa vega-
lengd, sem vanalega er ekin á
klukkutíma, og áætlunarbíllinn
frá Stykkishólmi til Reykjavíkur,
sem lagði af stað frá Stykkishólmi
j á venjulegum brottfarartíma kl.
Framh. á 11. síðu
verður innheimt eigi að vera ó-
breytt, en gjaldið fyrir 1964, sem
innheimt verður um næstu ára-
mót, hækki samkvæmt lögunum.
Samkvæmt hinum nýju lögum er
langmest hækkun á skatti léttra
dieselbíia, til að jafna aðstöðu lít-
illa fólksbíla, hvort sem þeir hafa
diesel eða benzínhreyfil. Hins veg-
ar er hækkunin nuin mjnni á
Jjyngri bílunum, sem eru mest I
vörufluíningum, m. a. með afuröir
atvinnuveganna.
Ölafsvík, 6. jan. - OÁ - HP
RÁTAR hér eru nú hættir síid-
veiðum, enda hefur síldveiðin ver-
ið mjög léleg, eins og kunnugt er.
Eru bátarnir teknir aö búa sig und-
ir línuveiðar.
Milli jóla og nýárs var haldið hér
skákmót á vegum Héraðssambands
ungmennafélaganna í Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu. Úrslitakeppni
tór fram í Ólafsvík milli jóla og
nýárs milli sveitar frá Ólafsvík og
af Skógarströnd. Skógstrending-
ar unnu með 3Ú2 vinning gegn Vz.
í forkeppni vann Ólafsvík þcssa
sömu sveit með 3 vinningum gegn
1. Hraðskákkeppni fór fram um
leið. Þátttakendur voru 10 frá Ól-
afsvík og Skógarströnd. Jón Guð-
mundsson frá Skógarströnd vann
með 7V£ vinning. Næstur varð
Ottó Árnason frá Ólafsvík með 7
vinninga og þriðji Gísli Guðlaugs-
son, Skógarströnd með G vinninga.
reinhafðUm.
Reykjavík, G. jan. - KG
ÞEGAR Jón Guðmundsson úr
Hafnarfirði var staddur upp
við Vífilsstaðavatn síðastliðinn
föstudag, vegna leitarinnar að
manninum úr Kópavogi, kom
hann auga á fugl, sem kúrði
undir barði.
í fyrstu hélt hann að það
væri fálki, en þegar honum
hafði tekist að hremma fuglinn
kom í Ijós að þetta var hegri.
Jón hafði fuglinn ineð sér til
Hafnarfjarðar og hresstist hann
þá fljótlega, en hann var bæði
blautur og slæptur, þegár hann
fannst.
Hafnarfjarðarskátum datt þá
í hug, að einhverjir hefðu ef
til vill áhuga á að sjá fuglinn
og styrkja um leið hjálparsveit-
ina. Efndu þeir þá til sýningar
á fuglinum og gekk hún mjög
vel og fengu skátarnir um 4
þúsund krónur.
Nú er fuglinn geymdur niðri
í kjallara hjá Jóni og er hinn
hressasti. Þó segir Jón að mat-
arlystin sé ekki sem bezt en
hegrinn er alinn á fiski sam-
kvæmt ráðleggingum frá Dr.
Finni Guðmundssyni
Ekki er enn ákveðið hvort
fuglinn verður hafður aftur til
sýnis, né hvað um hann verður
í framtíðinni.
GRI
UWVWt-WWWWWWWWWWWWWHtV UWWWWWMMtWWMWWWWtMMWWMMWW1
ÆSKULÝÐSMÁLA 1
NEFND !
Menntamálaráðuneytið Jiefur'
skipað nefnd, sem semja skaíj
frumvarp til laga uin æskulýðs-i
mál. í frumvarpinu eiga aðl
vera ákvæði um skipulagðan.^
stuðning ríkis og svcit.arl'é-|
laga við æskulýðsstarfseminai
í landinu, sem meðal annafsl
a að miða að því að veita æskni
fólki tækifæri til að glíma víðlj
þroskandi viðfangsefni í tóm- j
stundum sínum. é
Það er lofsvert framtak hjá
ráðuneytinu að koma þessai'l
nefnd á laggirnar og vonancji
verða störf hennar árangurs--
rík. í nefndinni eiga sæti ýms-<;
ir helztu æskulýðsleiðtogaO
landsins. j
Æskulýðsmálin eru þau máU’
sem þjóðfélagið sízt má van-
rælcja. Æska landsins er fjátA
sjóður framtíðarinnar og þv£
verður að leggja megináherzlpC
á að skapa æskufólkinu viðurC
andi skilyrði í uppvextinura-
þannig að það megi verða nýtiiþ
þjóðfélagsþegnar. -
AUKIN FJÁRRÁÐ \
Flestir munu sjálfsagt sam-*:
mála um að hin ytri skilyrðú
hafi aldrei verið betri á ís-.f
landi en í dag. Velmegun er aV.
menn, atvinna yfrið nóg, svp'
víðast er skortur á vinnuafli og
allir hafa nóg að bíta og brenna
Eðlileg afleiðing hinnar al-'
mennu velmegunar, er sú að,
unglingar hafa nú meira fé
handa á milli en nokkru sinni
fyrr, og sennilega frjálsarl
hendur um meðferð þess en
oft áður.
Aukin fjárráð unglinganna
sem oft skortir bæði dóm-
greind og reynslu til að ráð-;
stafa fé sínu á þann hátt, sem, -
æskilegt er, hafa skapað ærin '
vandamál- Satt er, að orfittý
mun að kenna öilum ungling-j
um að umgangast penin'ga
sjálfum sér og öðrum til góðs,
en uppalendur, kennarar og'
foreldrar gætu þó miklu áork ,
að í þessu tilliti.
FLEIRI TÓM-
STUNDIR
Aukin velmegun og auknar
framfarir skapa fleiri tóm-
stundir. Það verður að kenna
börnum og unglingum að not-
færa sér tómstundir sínar á
þroskandi hátt og menntandi.
Hér er ekki átt við að þeir,
sem eldri eru ráðskist með
tómstundirnar, heldur fyrst og
fremst að unglingunum verði
gefinn kostur á að geta varið
tómstundum sínum á eðlileg-
an og heilbrigðan hátt, að sem.'
me'tr. leyti upp á eigin spýfur.
Hið opinbera getur margí:
gott gart til að skapa þessa að*
stöðu fyrir unglingana, dg
væri ef til vill nærtækast að
skólarnir gerðu meira til aÞ'
efla félagsþroska og lieilhrigða
lífshætti unglinganna en nú
Nefnd sú sem að framan
getur, er aðeins fyrsta sporifl
af mörgum sem hið opinbera
verður að stíga til þess að búa
betur í haginn fyrir æskw
landsins. — E.G.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. jan. 1964 g