Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 8
Það er nauðsynlegt að pípan fari vel í hendi, enda þótt lögun hpnnar sé sjaldnast í samræmi við gæði hennar. Beztar eru þær píp- ur þar sem þessir tveir kostir fara saman. 1 KRINGUM 1920 kom rit- stjóri nokkur í Osló til Lille- haramer. Með honum í förinni voru eiginkona hans og vinkona hennar. Dag nokkurn heimsóttu þau öll þrjú pípuverksmiðju G. Larsenes, og hafði ritstjórinn í huga aö skrifa grein um verk- smiðjuna í blað sitt. Forstjóri fyrirtækisins tók á móti þeim, og að sjálfsögðu barst talið strax að pípum og pípureykingum- Kon urnar lögðu lítið til málanna, en undir lokin bar önnur þeirra fram svohljóðandi spurningu: — Hvers vegna skyldi kven- fólk ekki reykja pípu? — Ja, hvers vegna, tók for- stjórinn undir./ Síðan bætti hann við, að ef þær tvær, eiginkonan og vinkona hennar, vildu ganga eftir Karl Johans-götu reykjandi pípu, þá skyldi ekki standa á fyrirtækinu að framieiða D;nur h’nda kven- fólkinu- Ritstjórinn, sem var góð ur blaðamaður. sá ér leik á borði, og hvatti konurnar til þess að gera þessa frumlegu og skemmtilegu tilraun. Það varð ur, að konurnar höfðu heim með sér tvær litlar og nettar pípur, sem vel hæfðu kvenfólki. Þessi mynd sýnir okkur pípu á ýmsum stigmn meðan gerð liennar fer fram, allt frá rótinni, sem hún er gerð úr, og síðan stig af stigi, unz pípan er fullmótuð Dag nokkurn létu þær verða af því að ganga fram og aftur um Karl Johansgötu og reykja pípurnar í gríð og ergi. Blaða- ljósmyndari fylgdi þeim á göng- unni og tók fjöldann allan af myndum af þeim, sem birtust daginn eftir í blaði ritstjórans ásamt ýtarlegri frásögn af þess- um óvenjulega atburði. Þetta hreif. Strax sama dag- inn og blaðið kom út, tók kven- fólk að laumast í tóbalcsverzl- anir og spyrja um pípur fyrir kvenfólk. Forstjóri pípuverksmiðjunnar stóð við gefið loforð og hóf þeg- ar í stað framleiðslu á kvenpín- um. Þetta voru fyrstu kvenpíp- urnar, sem framleiddar voru í heiminum, og þegar þær komu á markaðinn, seldust þær svo ört, að varla hafðist undan að fram- leiða. Pípureykingar voru vinsælar hjá kvenfólki í nokkur ár. en þær urðu aldrei annað en tízku- fyrirbæri og lögðust níður smátt og smátt og féllu loks alveg í gleymsku- ★ SAGA PÍPUNNAR Fyrst farið er að ræða um pípu reykingar, væri ekki úr vegi að spjalla örlítið um pípuna og sögu hennar. Hún á sér langa og merki lega sögu. Hún er eldri en tóbak- ið. Grikkir og Rómverjar reyktu ekki pípu, en nágrannar þeirra gerðu það. Það var bara ekki tó- bak, sem þeir reyktu, heldur hampur. Fundizt hafa pípur, sem reynzt hafa frá því löngu áður en Julius Cæsar gerði landnám sitt á eynni. Fn fvrst og fremst ber að líta til Ameriku í leit að uppruna pípunnar, vinsældum hennar og útbreiðslu. Rauðskinnarnir kenndu hvíta kynstofninum að reykja pípu. Þegar Columbus fann Ameriku reyktu Indíánamir pípú. En rannsóknir hafa leitt í ljós, að pípureykingar og neyzla tóbaks þekktist þar löngu fyrir þann tíma. Píþan hafði ekki aðeins miklu hlutverki að gegna í dag- legu lífi Indíánans, heldur hafði hún einnig mikla trúarlega þýð- ingu í þeirra augum. Er þar fyrst og fremst átt við friðarpíp- una alkunnu. Hún gat leyst marga deilu, sem ella hefði dreg- ið dilk á eftir sér. Sagan segir, að Indíánarnir hafi fengið pípuna að gjöf frá föður sínum, Hinum Mikla Anda. Hann gaf þeim hana ásamt þeirri skipun, að þeir skyldu ekki berj- ast og deila, að minnsta kosti ekki í hans nafni, og hann bað þá h'ta á pípuna sem tákn friðarins. Sitthvað hefur gerzt í sögu tóbaksins — og pípunnar þar með í Evrópu frá upphafi henn- ar. í Tyrklandi lá til dæmis um tíma dauðarefsing við því að reykja. í Rússlandi voru meun húðstrýktir ef þeir sáust reykja Og í Englandi lagði Cromwell F"'"1' " in fðu 3 7. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐID NÚ um áramótin hækkaði ben- zínið verulega, eins og áður hef- ur verið getið um liér í þessum þætti. Benzínhækkunin varð þó 20 aurum meiri á hvern litra, en ráð hafði verið gert fyrir í nýju vegalögunum. Þessi 20 aura hækk un mun renna til olíufélaganna til að standa straum af auknum kostnaði. svo sem launahækkun- um og fleiru. Nú væri ef til vill ekki úr vegl að, ætlast til að þessi hækkun hefði í för með sér aukna þjón- ustu af hendi þessara félaga, og má með sanni segja, að flestir við skiptavinir þeirra eigi fullan rétt á að félögin sýni þeim örlítið meiri sóma, en þau hafa gert hing að til. í velflestum löndum er það svo, að misiafnt verð er á benzíni, — enda benzínið misiafnt að gæðum. Þeir sem eiga nýja bíla með há- þrýstivélum fá liér á land ekki annað benzin en aðrir. Hér hefur allt benzín sömu oktein tölu, að minnsta kosti vita bílaeigendur ekki annað. Þeir, sem eiga bíla með háþrýstum vélum, verða þvi að gera sér að góðu, að nota ben- zín, sem vélunum í'bílum þeirra er alls ekki ætlað og fæst því ekki full nvting vélarinnar. Einnig er það svo erlendis, að benzín er selt undir ýmsum lítt þekktum eða óþekktum merkjum. Það benzín er ódvrara en það, sem selt er úr Shell eða Esso, en þarf alls ekki að vera verra, að því er erlend blöð herma. Verðmunur á þessu benzfni og því dýrasta er oft allmikill. íslenzkir bílaeigendur eiga engra kosta völ að því er benzínið varðar, og rússneska benzínið, sem hér er selt úr amerískum Esso- tönkum eða enskum BP tönkum er alls staðar hið sama. STUDEBAKE SAMKEPPNIN milli bílafram- leiðenda í Bandaríkjunum er geysihörð ^em að líkum lætur — Þróunin hefur verið sú, að fyr- irtækjunum, sem framleiða fólks bíla þar í landi, hefur farið hríð- fækkandi. Fyrst eftir að bílaframleíðsla hófst, spruttu upp mýmörg fyrir- tæki í þessari framleiðslugrein. Þau hafa síðan lagt upp laupana eitt af öðru eftir því sem árin hafa liðið. Ekki er ýkja langt síð- an Kaiser verksmiðjurnar hættu framleiðslu fólksbíla og nú nýlega hefur Studebaker ákveðið að Umferððhn þýzka 1,2 UMFERÐAIINÚTARNIR í Vestur- Þýzkalandi kosta bílaeigendur þar í landi 1,2 milljarða þýzkra tnarka árlega. Þetta er niðurstaðan af rannsókn, sem fram fór við tækni háskólann í Berlín fyrir skömmu. í skýrslu um rannsókn þessa er því meðal annars lialdið fram, aff reksturskostnaffurinn hækki- um fimm pfenninga per kílómeter þeg ar ökuharðinn minnkar uiffur í fimmtán kílómetra á klukkustund, míffaff viff aff áður hafði veriff ekiff á fjörutíu kílómetra hraða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.