Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 10
SigTirffur Einarsson, Fram, skorar glæsilega, en hann átti góðan Ieik. FRAM GJÖRSIGRAÐIFH MEÐ 27 MÖRKUM GEGN19: rr jr KR vann Armann 25:20 í lélegum leik FYRRI leikur stórvelda okkar í I. deild íslands- mótsins í handknattleik, FH og Fram, var háður á sunnudagskvöld og var margt áhorfenda að Háloga- landi. Þeirri hörkuviðureign lauk með sigri Fram. sem skoraði 27 mörg gegn 19 og var sá sigur fyllilega verðskuldaður. Þeir, sem hafa gaman að slagsmálum og stympingiun, hafa sjálfsagt fengið nóg fyrir pening- ana sína, en því miður verður að segja það, að leikur- inn líktist meira cirkus á köflum en íþróttakeppni, m. a. ívoru níu menn látnir víkja af leikvelli í 2 mín. hver, vegna háskaleiks og ruddaskapar við andstæðinginn. Eirni áhorfandi varð einnig að víkja út úr íþróttahöll- inúi, ekki fréttum við nákvæmlega hvers vegna. en sennilega hefur hann kallað ókvæðisorðum til Magnús ar> Péturssonar dómara, sem fékk það erfiða hlutverk að? dæma þessa viðureign. i r Jafn fyrri hálfleikur. j .eikmenn beggja liða voru tai gaóstyrkir mjög í upphafi. FH á cyrsta markskot, sem Þorgeir va: ði auðveldlega og skömmu síð- arjeifea Frammarar mjsheppnaða sei dingu á línu. Fýrsta markið gejir Ingólfur Óskarsson beint úr fríkasti, en Erni tekst að jafna og Jþá eru 5 mín. liðnar af fyrri hálfleik. Ingólfi tekst aftur að færa Fram forystu og enn jafnar Örn með góðu skotí. Rétt áður hafði Hjalti varið vítakast með miklum ágætum og það urðu fíeiri í leiknum. Fyrri hálfleikur var allur geysi- spennandi, en aldrei nær FH yfir- höndinni. Fram hefur þetta 1 til 2 mörk yfir, en ávallt tekst FH að jafna, eða alls sjö Framh. á 11. síðu 10 7. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ fstenzku olympiu- fararnir fara til til Innsbruck í dag ÍSLENZKU Olympíufararnlr, sem taka þátt í Vetrarleikunum í Inns- bruck halda áleiðis til Austurríkis í dag, err þar munu þcir dvelja við æfingar og keppni, þar til leikárn- ir hefjast, 29. janúar næstk'om- andi. Keppendur íslands eru: Jóhann Vilbergsson, Birgir Guðlaugsson og Þórhaliiir Sveinsson, allir frá Stglufirði og Kristinn Benedikts- son og Árni Sigurðsson frá ísa- firðf. Þjálfári flokksins er Valdí- rnar Örnólfsson og fer hann með flokhnum. Síðar mun Einar B. Pálsfiou, form. Skíðasambandsins og Birgir Kjaran, formaður Olym- píunefndar íslands fara utan. HÖRÐUR KRISTINSSON í dauðafæri í leiknum gegn KR á sunnudag. LEIKUR KR og Ármanns á sunnu- dagskvöld, sem fór fram að Iokn- um leik Fram og FH, var eins og logn á eftir stormi. Leikurinn var jafn frá byrjun, en samt var eins og enginn eða a. m. k. fáir væru spenntir um úrslitln, nema þá æst- ustu áhangendur liðanna. ★ ÁMtenningar SKORA FYRST Ármenningar skora tvö fyrstu mörkin, en KR jafnar og kemst yfir, 3-2. Ármann jafnar aftur og nokkrum siunum var jafnt, 5-5, 7-7, 8-8, en KR-ingar eru harð- ari ög í hléi er staðan 10.8. KR-ingar skora fyrst mark síð- ari hálfleiks, en Ármenningar halda yfirleitt í horfinu, og tekst STAÐANí I. DEILD Staðan í I. deild er nú sem hér segir: Fram F. II. Víkingur KR ÍR Ármann einu sinni að jafna, 16-16. Þá var bezta manni liðsins, Herði Krist- inssyai, vísað út af vellinum, og KR-ingar ná þriggja marka for- skoti á meðan, halda þvi til leiks- loka og vel það, en úrslit urðu 25-20 fyrir KR, verðskuldaður sig ur í fremur leiðinlegum og þóf- kenndtun leik. ★ REYNIR AFTUR TVIEÐ KR hefur endurheimt Reyni Ólafs son í lið sitt, en sagt var fyrir nokkru, að hann væri hættur Reyuir átti góðan leik bg skoraði flest mörk KR-inga, eða 9. í mark- inu lék hinn ágæti línuspilari KR, Sigurður Óskarsson og átti mjög góðaa leik. Karl Jóhannsson var ávallt ógnandi og átti sinn þátt í sigrinum. Liff Ármanns virtist vanta bar- áttuliug eins og stundum áður en án ákveðni og samhugs vinnst ekki sigur í keppni, það verða Ármenn ingar að athuga gaumgæfilega, ætli þeir að dvelja áfram í I. deild. Bezti maður liðsins var Hörður Kristínsson, sem skoraði 8 mörk og Þorsteinn í markinu varði vel. Dómari var Sveinn Kristjánsson. Er 9 ieikmönnum var vísaö af leik- veiii og einum áhorfanda vísaö út!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.