Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 10
WWWMWWWWWWWWMWWWWWWÍWWWWWW
REYKiNGAR...
Framhald af 16. siffu.
reykingar og fylgja þeim fast
eftir. Þessu er ég hlynntur, því
engum getur blandazt hugur
um, að það sé höfuðnauðsyn að
halda skólaæskunni frá reyk-
ingunum”.
Pálmi Jósefsson, skólastjóri
Miðhæjarskólans: „í mínum
skóla eru eingöngu börn og ung
lingar á skyldunámsstigi, þann-
ig að elztu nemendur eru í 1.
og 2. bekk gagnfræðastigsins.
Allar reykingar eru bannaðar
innan skólans og á skemmtun-
um hans, og í haust afhenti ég
öllum nemendum skólareglurn-
ar, þar sem skýrt er tekið fram,
að reykingar séu bannaðar inn-
an skólans, svo að þá vita þau
það. Og skólareglunum reynum
við vitanlega að framfylgja eins
og hægt er. í 12. ára bekkjun-
um er kennd heilsufræði, og
þar eru reykingar og áfengis-
neyzla með þeim hættum, sem
hvorutveggja fylgja, allt tekið
til meðferðar. Það vantar ekki,
að reynt-sé að benda á þessa
hættu og hamla gegn henni. í
fyrra var sýnd í skólanum ein
fræðslumynd um reykingar og
áhrif þeirra, og Krabbameins-
félagið sendi skólanum skugga
myndir um þetta í vetur. Síðast
hringdi Jón Oddgeir Jónsson í
mig í morgun og var að bjóða
kvikmynd um skaðsemi tóbaks,
og er ætlunin að sýna þá mynd
í febrúar að loknum miðsvetrar
prófum. Því er ekki að leyna,
að meira er nú orðið um' i*eyk-
ingar í lægri aldursflokkunum
en áður var, og í þeim efnum
eru steipumar sízt betri cn
strákarnir. Þetta var ekkert
vandamál í skólanum hjá mér
fyrir svo sem 4 árum, en það er
orðið það nú, svo að sjá má, að
ástandið hefur versnað mjög á
skömmum tíma. Ég held, að það
yrði áhrifaríkt að hætta lausa-
sölu á sígarettum. Hins vegar
vil ég taka fram, að börnin
læra ekki að reykja í skólun-
um. Þau læra það heima, þar
sem þau sjá það mörg hver fyr-
ir sér daglega. Og það er ekki
von, að þau taki mikið mark á
því, sem skrifað er í blöðin og
brýnt fyrir þeim í útvarpinu, ef
foreldrar þeirra láta það eins
og vind um eyru þjóta. Ef for-
eldrarnir hættu að reykja, væri
það bezta lausnin á þessu vanda
máli. Það er nú einu sinni
svo, að það eru til margir að-
ilar .einstaklingar og stofnanir,
sem hafa drýgri áhrif á börn og
unglinga en skólinn”.
Magnús Sigurffsson, skóla-
stjóri Hlíðaskólans: „Þessu er
fljótsvarað fyrir hönd Hlíða-
skólans. Hér ber ekkert á reyk-
ingum. Við erum að vísu rétt
að byrja hér með unglingastigs
nemendur, en allan þann tíma,
sem ég hef verið skólastjóri
Hlíðaskólans, hefur það aðeins
einu sinni komið fyrir, að reykt
hafi verið í skólanum. Það fóru
einu sinni tveir strákar inn á
salerni til að reykja. Við urð-
um varir við þetta, og í ljós
kom, að sá þriðji hafði útvegað
þeim sígaretturnar. Ég vék
þeim öllum þrem úr skóla í þrjá
daga, og það dugði. Reykingar
eru bannaðar í skólanum og á
skemmtunum hans, og ég hef
ekki orðið var við, að það bann
hafi verið brotið nema í þetta
eina sinn. Þess vegna held ég,
að óþarfi sé að grípa nú til
nokkurra sérstakra gagnráð-
stafana. Hitt er svo annað mál,
að maður veit ekki, hvernið
nemendurnir kunna að blóta á
laun, en þá er ekki okkar að
taka í taumana”.
Sveinbjörn Sigurjónsson,
skólastjóri. í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar eru reykingar al-
gjörlega bannaðar innan skól-
ans, bæði á samkomum og í frí-
mínútum. Ég verð ekki var við,
að það bann sé brotið. Hins
vegar er hér í nágrenninu
„sjoppa” — illu heilli. Hún er
okkur kennurunum mikill
þyrnir í augum. „Sjoppur” í
næsta nágrenni skóla eru
hreinar afmenningarstöðvar.
Þangað er einatt leitað í frí-
mínútum frá hinum ógirtu
lóðum. Þar lærast reykingar án
þess að skóli fái rönd við reist.
Skárra væri, að afgreitt væri
um söluauga á slíkum stöðum,
svo að unglingar gætu ekki set-
ið þar í svælu og reyk. Bezt
væri þó, að „sjoppur” hyrfu úr
nágrenni skólanna og skólalóð-
ir væru afgirtar.
Ég geri ráð fyrir, að talsvert
sé reykt í nágranna,,sjoppu”
okkar. Á skólalóðinni hef-
ur verið komið fyrir leiktækj-
um, og þeim var fjölgað í
liaust. Þetta hefur áreiðanlega
eitthvað dregið úr sjoppuferð-,
unum. Mér finnst mjög æski-
legt að hefja aukinn áróður
gegn reykingum. Honum er að
sjálfsögðu smeygt inn í náms-
efni, sem þetta snertir, t. d.
náttúrufræði og heilsufræði.
Aukin fræðslustarfsemi með
kvikmynaum og fyrirlestrum er
mjög æskileg, ekki sízt ef á-
hugasamir læknar á þessu
sviði tækju virkan þátt í
slíkri fræðslu.
iMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWWMW
80 sækja
Framh. af bls. 16.
; 1 Mótið hér verður háldið dagana
i 17.—28. júlí. Mótið sjálft mun
standa í 10 dága én tveir eru reikn
aðir í ferðir.
■: Séra Kristinn sagði, að hér yrði
rpynt að kynna -ísland á sem bezt-
ap hátt. Fengnir verða valdir menn
i-til þess að tála um sögu, bókmennt-
ir, atvinnuvegi og listir hér á landi.
' Þá verða haldnir fyrirlestrar um
íorubókmenntirnar og rætt um- ís-
lenzka formhálið með tilliti til
norðurlandamálanna eins og þau
eru í dag. Þá verða ferðalög að
Gullfossi og Geysi og þar mun
jarðfræðingur flytja erindi um
jarðfræði landsins og messa verð-
ur að Bessastöðum. Þá verður far-
ið norður í land og dvalið meðal
annars einn dag við Mývatn. Auk
þessa munu svo tveir Svíar og einn
Norðmaður flytja erindi m. a. um
bindindislöggjöf á Norðurlöndum
og æskulýðsvandamál.
Þátttakendum verður skípt nið-
ur í flokka og mun þar verða rætt
nánar hin ýmsu efni, sem ráðsteín
10 22. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
an fjallar um. Og öll kvöld verða
svo kvöldvökur.
Séra Kristinn Stefánsson dvaldi
fyrir skömmu í Svíþjóð meðal ann-
ars við undirbúning móts þessa.
Sagði hann, að búast mætti við því,
að erlendir þátttakendur í mótinu
verði um 80 talsins auk nokkurra
íslendinga. Hann sagði að mikill
áhugi hefði verið ríkjandi fyrir
mótinu í Svíþjóð en mörgum þætti
ferðin nokkuð dýr.
Keflavíkurflugv.
Framh. af 3. síffu
Það er svo saga út af fyrir sig
og íslenzkri blaðamennsku til háð-
ungar, að nokkurt íslenzkt blað
skuli birta annan eins samsetning
og óhróður um þann mann, sem af
einlægni og festu stendur á rétti
landa sinna.
Nokkrir flugvallarsterfsmenn
Afvopnun
Framh- af 1. síffu
litsins til hliðar um stund og í stað
þess reyna að einbeita sér að samn
ingi um eyðileggingu eldflauga og
kjarnsprengjuvéla og að vanda-
málinu með kjarnkleyf efni.
ÍSBORGIN
Framhald úr opnu
er sá, að hún er djúpskreiðari en
þau og kemst því ekki inn á þær
hafnir, sem jafrivel tonnastærðin
gæti réttlætt. Að fróðra manna á-
liti eru .þessi skip, nýsköpunartog
ararnir, lítið farnir að hrörna í
dag.
Með því að taka gufuvélina út
ísborgu og setja í hana dieselvél
vannst helmingi meira lcstar-
rými en fyrir var í skipinu. Hins
vegar var framkvæmd verksins
miklu dýrari en ráð var fyrir gert
í fyrstu.
Vélin sem sett var í ísborgina
við breytinguna var 750 hestafla
Scandiavól og ganghraði skipsins
með eðlilegu álagi á vél er 11-
llVá sjómíla á klst. Aðalvélinni
fylgir 30 kw, rafall, en aðalljósa-
vél er 120 ha. Ruston með 80 kw.
afköstum. Allar vindur og dælur
eru rafknúnar.
Næsta ferð skipsins verður upp
í Hvalfjörð að taka hvalmjöl til
útflutnings.' Yfirmenn eru þessir:
Skipstjóri er Haukur Guðmunds-
son, 1. stýrimaður Georg Frank-
línsson, 1. vélstjóri Agnar Hall-
varðsson og bryti er Svanur Jóns
son. 11 manna áhöfn er á ísborgu.
Breytingin á skipinu með kostn
aðarverði í byrjun, kostaði rúmar
13 millj. kr. Að minnsta kosti 11
íslenzk fyrirtæki unnu verkið.
Aðaleigendur eru þeir Guðfinn
ur Þorbjörnsson, Birgir Þorvalds
son og “ Ingvi B. Guðmundsson.
Hlutafélag hefur hins vegar ekki
verið stofnað um reksturinn, en
verður gert innan skamms. Ætlun
i ner að hluti áhafnarinnar taki
þátt í fyrirtækinu.
lek að mér hvers konar þýðing
ar úr og á ensku,
EIÐUR GUÐNASON,
Iðggiftur dómtúikur og skjaf*
þýðandi. )
Néatúni 19. sími 18574.
Vlð Mlklatorgr.
Skæruhernaður
Framhald af bls. 3
Dómsmálaráðherrann er sérleg
ur fulltrúj Johnsons forse.a í.ferða
lagi sínu í Asíu. Hann átti í dag
tveggja tíma vtðtal við Rahman
forsætisráðherra og aðra helzíu
embættismenn og var tilgangurinn
inn sá að reyna að fá Malaysiu til
þess að seijast að samn.ngaborði
með Indónesíu og Filippseyjiun
svo að hið spennta samband ríkj
anna megi breytast til hins betra.
Rahman forsætisráðherra átti
einnig í dag viðræður við Norodom
Að fundi þeirra loknum var send
út sameiginleg ti.kynning þeirra
og segir þar að Malaysia sé reiðu
búfn til að setjast að samninga-
borði með Filippseyjum sem eru
mótsnúnar Malaysiu vegna Saba
(áður Norður-Borneo) er Filipps
eyjar gera kröfu til.
Utlendingum
Framh. af 16. síffu
væri að hliðra til gagnvart báð-
um aðilum á sanngjarnan hátt við
undirbúning lagafrumvarpsins.
Kröfurnar um löndunarrétt
hafa einkum verið bornar fram
af hálfu fiskiðnaðarins með hlið-
sjón af því, að fiskiðnaðmn í Nor
egi skorti hráefni til þess að geta'
starfað samfellt, en þar með sé
erfitt að útvega verkamönnum
stöðuga vinnu.
Norskir fiskimenn eru og hafa
verið andvígir heimildum til
löndunar. í apríl 1962 skilaði opin
ber nefnd áliti þar sem komizt
var að þeirri niðurstöðu, að banna
ætti landanir úr eriendum fiski-
skipum en konungi heimilað að
veita undanþágur ef norskir hags
munir byðu ekki tjón af. Nefndin
var einnig hlynnt því að útlend-
ingum yrði bannað að veiða eða
verka í'isk í norskri fiskveiðilög
sögu.
Andersen skýrði einnig frá því
á ráðstefnunni, að útflutningsmark
aðurinn fyrir síld væri mjög treg
ur og óseldir væru 30 þús. kassar
af frj'stri síld.
VEGUR
Framhald af síffu 5.^
boðin út og var þá áætlað að þar
þyrfti að sprengja og ryðja burt
um 160 þús. rúmmetrum af föstu
og lausu bergi. Tvö tilb tt bárust
í verkið, og var lægra tilboðið frá
félaginu Efrafalli að upphæð 9.8
miilj. kr., en heildarkostnaður við
framkvæmdirnar í ár var áætlað-
ur um 12 millj. kr. miðað við þ*ð
tilboö. J ;
Samið var við Efrafall í maí og
framkvæmdir hófust í júníbyrjun
Síðan hefur ver.ð unnið sleitulaust
að þessum framkvæmdum að frá-
töldu verkfal.i í desember sl.
Verkið í ár hefur verið unnið
fyrir lánsfé. Voru 2,9 millj. kr. 15
ára -lán samkvæmt framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar, en
9.3 mill. kr. danskt lán t*l þriggja
ára, sem verktakinn útvegaði í
Danmörku fyrir milligöngu Lands
bankans og endurlánaði ríkissjóði
Yfirstjórn verksins af hálfu
verktaka hafði framkvæmdastjóri
Efrafal.s, Árni Snævarr verkfræð
ingur, en daglega stjórn á vinnu-
Stað annaði.t danskur tæknifræð-
ingur Rárup að nafni. Verkstjóri
við spTengingar var Höskuldur
Guðmannsson. Við verkið vom
notaðar 3 stórvirkar jarðýtur,
voru 2 þeirra búnar ýtuplógum,
en þau tæki koma að mjög mikl
notum við að rífa móbergið og
þursabergið í vegstæðinu, sem
ella hefðj orðið að sprenggja.
Tæknilegan undirbúning að
framkvæmd verk.ins önnuðust
þeir Jón J. Víðis mælingamaður
og Sigfús Örn Sigfússon verk-
fræðingur og hafði sá síðarnefndi
yfirumsjón með framkvæmd verks
ins fyrir vegagerðina.
Daglegt eftir it á vinnustað ann
aðist í fyrstu Jón B. Jónsson verk
fræðingur, en síðan Andrés Svan
björnsson verkfræðinemi og Sig-
urður Oddsson tæknifræðingur.
Verkstjóri við lagningu vegarins
að og frá Enninu var Hjörleííur
Sigurðsson.
Segja má að verkið hafi gengið
cftir áætlun og eiga allir sem að
því stóðu þakkir skyldar fyrir
dugnað og samvizkusemi. Engin
teljandi slys eða óhöpp urðu á
vinnustað og ber ekki síður að
þakka það, þvi að aðstæður allar
gerðu þetta áhættusamt verk.
Vegagerðin um Ólafsvíkurenni
er gott dæmi um það livaða áföng
um má ná með núverandj tækni,
ef nægilegt fjármagn er fyrir
hendi.
Pressa fötln
meðarv bér bíðlð.
Fatapressun A. Kúld ,
Vesturgötu Z3.
Síprgeir SigurjónssoR
b æstaréttar lögmaður
Málflutmngsskrifstofa
Óðinsgötu 4 sími 11045.
Móðir okkar
Ragnheiður Jónsdóttir
andaðist 20. þ. m. að Elli- og hjúkrucarheimilinu Grurid.
Fýrir hönd okkar systkinanna
Lára Hammer.