Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 4
Framta. á 13. sfðu SÍÐASTLIÐIÐ sumar ferðaðist ég víða um land að viða að mér efni í ritgerð um samvinnu við bústörf. Ég heimsótti í þeim erindum 52 bændur í G sveitum, 8-10 í liverri, og lagði fyrir þá margar .spurningar. Meðal annars reyndi ég að grafast fyrir um það, livað toændum og liúsmæðrum líkaði toezt við sveitabúskap og hverju toeim væri minnst eftirsjá í, hvort tveggja borið saman við að starfa og búa í kaupstað. Sveitirnar, sem ég fór í, voru valdar efíir ýmsum einkennum. Skeið í Árnessýslu voru valin fyr- ir það, að þar er verkað mest vot- toey í þeim sveitum, sem mjólk er seid úr. Laxárdalur í Dölum var <lreginn út úr hópi sveita, sem eru nð komast á mjólkursölusvæði. MjK'atnssveit virðist vera sú fjár sveit, þar sem er mest votheys- verkuu og var valin f.yrir það. í Kollafirði á Ströndum er ef til vill verkað meira vothey, en þar vant- aði í búnaðarskvrslu tölur um hey- feng einstakra bænda, svo að liann Ééll. úr sögunni. Seyluhreppur 1 Skagafirði átti að vera miðlungs- ■toreppur í miðlungssýslu (með til- titi .til afkomu, ég miðaði þá við toústærð, en þegar bgtur var að. gáð, voru tekjur bænda í Skaga- íirði undir meðallagi, en Seylu- -toreppur eina tekjuhæsti lireppuiv, inn í Skagafii'ði. Hi-afnagilshrepp vrr í Eyjafirði yar valinn sem tekjuhár hreppur í tekjnhárri sýslu, og leks vsr Vppnafjörður valinn sem tekjulágur hreppur í- tekjulægstu sýslunni, Norður- Múlasýslu. Raunar var erfitt að gera upp á milli lireppa sýslunuar, og margir hafa furðað sig á því, að Vopnafjörður skyldi vera lægstur á blaði, elcki sízt ég. Ég hygg, að myndarlegar og vel málaðar bygg- ingar, falleg hlið og gJæsileg fjalla svn villi um fyrir mönnum, sem fara um Vopnafjörð. Ekkert af þessu gefur af sér tekjur, sem j koma fram á búnaðarskýrslu, þó að ánægjuauki sé í. Sveitirnar sex voru ekki valdar með bað í huga að sýna þverskurð af íslenzkum sveitum, lieldur var reynt að velja syeitir.með ólíkt hú- skaparlag og aðstæður. Votheys- sveitirnai- voru valdar til að kanna, hvort votheysgerð væri forsenda samvinnu um heyskap. Bændurnir í hyerri sveit voru síðan valdir af handahófi. Af því að hugmvndin var að kanna venjulég viðborf fólks til , búskapar, reið á að hitta fólk að | máli á þeim tíma árs, að hvorki ! ’ægi betii" á fólki eða verr en eðli j legt er. Hælt er við, að viðhorf j fólks mótist af því, livort við það , er rætt í önnum sauðburðar, í rosa j tíð eða rifandi þurrki j júli, I ill- viðri á þorra eða sumarblíðu á einmánuði eða loks fyrir eða eftir kosningar. Ég var á ferðinni um hásumar og eftir kosninsar og geri ekki ráð fyrir, að heimsókrxartím- inn hafi breytt verulegu. Til þess að koma fólki á sporið var ég með lista með tillögum um kosti og ókosti sveitabúskapar. Til þess að vera alveg hlutlaus er sama atriðið stundum báðum meg in (litlar tekjur, góðar tekjur, lít- ilsvirt starf, heiðursstaða o. s. frv.) Menn voru beðnir að nefna þrjú atriði bóðum megin, sem þeir gerðu mest úr fyrir sig persónu- lega. Það var einnig vel þegið, ef menn tilnefndu önnur atriði en voru í listaimm. Taflan rýnir hve margir tilnefndu livert atriði. Margir tilnefndu ekki sex atriði, af því að þeir gátu ekki gert upp á mitli. Dálítið bar á því, að konur vildu ekki tilnefna neina ókosti, sögðu, að þeim líkaði vel við bú- skapinn og ekkert væri að. Það virtist ekkert síður eða jafnvel fremur vera yngri konur úr kaup- stöðum. Þær virtust telja sig hafa valið sér hið góða hlutskiptið. Ókostir. (Spurt var: Hvað likar hónda og húsmóður verst við bú- skapinn?) bænd- hús- ur mæður Einangrun ............. 0 1 Fámenni og fásinni (lítið félagslíf) . . .1 2 Erfitt að fá aðstoð innánhúss .......... 2 5 Erfitt um læknishj 2 1 Erfitt um skólag. .. 6 10 Langur vinnudagur . 8 8 Leiðinlegt að fást við sauðfé ............. 0 0 Kýrnar bindandi 9 4 Litlar tekjur .........24 7 Lítils virt starf .... 0 0 Máður fer úr einu í annað 'V;. . ....... 0 0 - Mas við vélarnar .. 1 0 Óreglulegur vinnutími 2 '4 Ötrygg afkoma ......... 7 0 Rafmagnsleysi .... 15 10 Ménn bættu við éftirfarandi ó- kostum: Erfitt að fá aðstoð utan- húss, einn bóndi óg ein húsmóðir. Effið fénaðargeymsla, síðan jarð- if fórU í eyðl, einii bóndi. Stæm GÓÐIR VINIR útiliús, einn bóndi (leiguliði hrepps), Slæm aðstaða við gegn- ingar, ein húsmóðir (leiguliði Ak- ureyrarbæjar). Slæmt húsnæði, sama kona. Sláturstörf, einn bóndi. Fólksfæð, einn bóndi. Slæm hey- skapartíð, einn bóndi. Þekkingar- skortur, sjúkleiki í skepnum, ónógar tilraunir, einn bóndi. Of lítið fjármagn, einn bóndi. Erfitt að koma sér fyrir, einn bóndi. Of seint útborgað, 2 bændur. Maður er háður tíðarfarinu, einn bóndi. Að hafa gamalt fólk á heimilinu, ein húsmóðir. Erfitt að fá aðstoð yfirleitt, 5 bændur og 3 húsmæð- ur. Maður liefur ekki reglulega frídaga, einn bóndi. Bóndinn er bundinn, mikið að gera, einn bóndi. Bindandi starf, 2 bændur og ein húsmóðir. Erfitt starf, einn bóndi. Sum atriðin áttu engan veginn við í nokkrum sveitum. Þannig vantaði aðeins 4 bændur rafmagn, en 17 höfðu ljósavél. Af þessum tilnefndu 15 bændur rafmagns- leysi og 10 húsmæður. Sum atriði geta verið náskyld eins og litlar tekjur, langur vinnudagur, erfitt að fá aðstoð, kýrnar bindandi. Samtals eru þetta 94 svör frá bændum og 62 frá húsmæðrum. Snúum okkur þá að kostunum: Kostir við búskap: (Spurt var: Hvað líkar bónda og húsmóður bezt við búskapinn?) bænd- hús- ur mæður Bóndastarfið er heiðursstaða .... 2 0 Góðar telcjur ........ 1 0 Ileilbrigt umhverfi fyrir börnin..... 17 29 Ilrossin ............. 9 4 Kýrnar ............... 1 3 Maður er eiginn hús- bóndi ............ 35 15 Maður tekur virkan þátt í að byggja upp landið ....... 14 5 Sauðféð ............. 11 5 Starfið er fjölbreytt 13 6 Trygg afkoma........ 1 0 Útivinna ............. 12 9 Vélavinna .......... 0 1 andi atriðum. Sum þeirra falla undir fleiri en eitt atriði í listan' um: Heyvinna og að sjá hlutina ganga yfirleitt, einn bóndi.Að vera í sveit og draga að sér blessað sveitaloftið og ala upp börn, ein kona. HeiJbrigt umhverfi fyrir börn og unglinga, ein kona. Mað- ur er meira út úr, ein hjón (þau svöruðu óháð). Starfið er fjöl- breytt og skemmtilegt, einn bóndi. Ræktunarstarfið ( að rækta sauð- fé og jörðina), einn bór.di. Starfið er lífrænt; ein húsmóðir. Heil- brigðara starfssvið, ein húsmóðir. Heilbrigðara líi', 3 bændur. Búfé yfirleitt, einn bóndi og tvær hús- mæður. Samtals 123 svör frá bænd um og 85 frá húsmæðrum. Einnig voru bændurnir spurðir að því, hvers vegna þeir hefðu lagt búskap fyrir sig. Þar voru eng- ar tillögur til að koma mönnum á sporið, enda reyndist erfitt að flokka svörin. 12 kváðust hafa ver- ið lineigðir fyrir búskap eða haft gaman af honum, 6 voru fyrir skepnur, 4 sögðust hafa verið ald- ir upp við búskap og því lagt hann fyrir sig, tveir tilnefndu, að það hafi þótt sjálfsagt í þá daga, aðrir tveir, að ekki hafi verið um annað að velja, þrír að þeir hefðu viljað ráða sér sjálfir, tveir átthaga- tryggð, tveir af því að þeir liefðu viljað vera í sveit, einn kvæntist stúlku á efnaheimili og var upp- alinn við búskap og settist í bú konunnar, einum leizt búskapur- inn arðvænlegur í lieimabyggð konu sinnar, einn dagaði uppl, einn svaraði ,,af því að ég er heilsu laus” og loks svaraði einn „af bjálfaskap”. Samtals 38 bændur. Það er ástæða til að leggja minna upp úr þessum svörum en svörun- um að framan, því að hér er um liðna tíð að ræða. Loks má geta þess hér, að bænd- urnir voru spurðir, hvort þeir ósk- uöu eftir því, að eitthvert barna þeirra tæki við búinu. 24 svöruðu | því játandi, 6 voru lilutlausir, en þrír neituðu því. Ef ég ælti að draga einliverja ályktun af yfirheyrslunum um- fram það. sem lesa má hér að fram an, virðist sveitafólk yfirleitt telja Auk þess var bætt Við eftirfar- Uíigur búfræðingur, Björn Stefánsson, skrií ar eftirfarandi grein í nýútkomið hefti af Bún- aðarblaðinu. Alþýðublaðið hefur fengið leyfi blaðsins til þess að búta gremina. Kostir og ókostir sveitabúskaparins <4 26. jan. 1964 — ALbÝfJUBLAÐJÐ STAFNSRÉTT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.