Alþýðublaðið - 26.01.1964, Side 6
Óttaslegin húsmóSir í Kan-
ada hringdi til lögreglunnar
og bað um hjálp. Það hafði
nefnilega komizt þefdýr ' í
kjallarann. — Reynið, sagði
lögreglan, að leggja nokkr-
ar brauðsneiðar frá kjallara-
dyrunum að garðshliðinu. Um
fimm mínútum síðar var lög-
reglan enn hr.ngd upp og nú
virtist konan hræddari en áð-
ur. — Eg fór að eins og þér
ráðlögðuð, hrópaði konan. Og
nú eru komin tvö þefdýr í
kjalljrann.
KARLMENN hafa, ekki síður
en konur, miklar áhyggjur af höf-
uðprýði sinni, hárinu.
Þar kemur margt til. Til dæm-
is hármissir, strítt hár eða
hrokkið, klipping eða höfuðlag.
Við skulum fyrst ræða algeng-
ustu orsökina, hármissinn.
Ástæður til hármissis geta ver-
ið margs konar, eins og veikindi,
erfð eða áhyggjur.
Áhyggjur manna yfir komandi
skalla hafa að sögn fróðra manna,
mjög slæm áhrif á hárvöxtinn og
geta jafnvel flýtt fyrir skallanum.
Þó er alvarlegast þegar eigin-
konur hafa miklar áhyggjur yfir
að menn þeirra fái skalla, það
ku geta haft mjög slæmar afleið-
ingar fyrir þær sjálfar.
Ekkert óbrigðult meðal mun
ennþá hafa verið fundið upp við
þessum vágesti, þrátt fyrir ýmsan
kínalífselixír, sem fjáraflamenn
hafa selt örvæntingarfullum fórn-
arlömbum erlendis.
Eins og vonlegt er, bregðast
menn misjafnlega vel við skall-
anum, sumir ganga með höfuðfat
í tíma og ótíma, eftir að hárið
er tekið að þynnast, en aðrir setja
það ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Enn aðrir gangast upp við
skailanum, verða yfirmáta virðu-
legir og jafnvel lítt þolanlegir í
umgengni.
Hármissir kemur mönnum mis-
jafnlega illa, en sennilega fáum
vel.
Ein er sú stétt, sem illa má
við skalla, en það eru kvikmynda-
leikarar. Þar af leiðandi er hár-
kolluiðnaður blómleg atvinnugrein
í þeim löndum, sem stétt þessi er
fjölmennust.
Ekki skyldi því neinn furða sig
á því, þótt hárkolluframleiðend-
um í Bandaríkjunum hafi brugðið
í brún, þegar einn frægasti kvik-
myndaleikari landsins gerði sér
lítið fyrir og lét krúnuraka sig
og skapaði þannig nýja tízku sem
Hárið og leync rdómar þess
fór eins og eldur í sinu um hinn
frjálsa heim og jafnvel víðar. Þess
er skemmst að minnast, að ungir
íslendingar létu til leiðást, og
fylgdu þessari nýstárlegu tízku af
mikilli trúmennsku. Svo gerði
þessi leikari sér lítið fyrir og lét
sér vaxa hár að nýju, en þegar
sú frétt loksins barst hingað út
til íslands, voru þó nokkrir Bryn-
nerar hárlausir með öllu og voru
vonum seinni að ná fyrirmynd-
inni aftur í hinni nýju tízku, —
heldur en upphaflega hafði verið.
En svo við víkjum að annarri
hlið hárvandamálsins, þá getur
strítt hár eða hrokkið haft allt
eins miklar' áhyggjur í för með
sér og skallinn.
Strítt hár getur verið mjög
erfitt að hemja, en algengasta úr-
lausnin í því vandamáli mun vera
notkun hárfeitinna: 'brilljantine).
En það vill oft bro: na við, að
hárfeitin er notuð í chófi, en fátt
er ósmekklcgra en þ gar hárið er
klesst niður með feiti.
Hrokkið hár getur einnig verið
talsvert vandamál og þá einkum
þegar það er ekki nógu hrokkið.
Greiðsla og klipping skipta
miklu máli og geta ýmsu góðu
komið til leiðar, þegar við vanda-
mál vegna hárvaxtar er að ræða.
Þá gildir að fara eftir höfuðlagi
hvers og eins.
Við skulum nú skoða meðfylgj-
andi myndir og taka fyrst til með-
ferðar mynd númer 1 a. Við sjáum
að maðurinn hefur mjög strítt
hár. Einfaldasta úrlausnin er svo-
kölluð burstakiipping. Ekki er þar
með sagt, að ö'lum færi hún vel,
en það má rcyna; það sýnir mynd
númer 1 b.
Teikning númer 2 a sýnir mann
með algenga tegund af skalla, þ.
e. eðlilegan hárvöxt í vöngum, en
aðeins fáein hár á hvirflinum. Við
getum séð eina úrlausnina á mynd
2 b, en hún er bæði smekkleg og
einföld. Flestum, sem hafa þessa
tegund af skalla, hættir til að
láta þessi fáu hár standa, en þau
oft til óprýð .
Mynd númer 3 a sýnir okkur
mann með hrokkið hár og útstæð
eyru. Úrlausnina sem við mælum
með rná sjá á mynd 3 b, en þar
er greiðslunni hagað þannig, að
hún dregur úr áhrifum hinna út-
stæðu eyra.
Teikning númer 4 a sýnir okk-
ur svo til algeran skalla, eða að-
eins fáein hár standa eftir. Úr-
lausnin er einföld, eins og sjá má
á mynd 4 b. Á mynd númer 5 a
sjáum við algeran skalla, en á
mvnd 5 b eru sýndar tvær leiðir
H1 úrlausnar, en þær eru í fyrsta
laei skeggvöxtur sem oftast dreg-
ur úr áhrifum og í öðru lagi hár-
kolla, en sú leið er alltaf neyðar-
úrræði og oft óþægileg. (Upp
komast svik um síðir, samanber
fræga mynd frá dansleik Jörundar
h’mdadagakonungs í Haraldar-
búð).
Mynd númer 6 a sýnir okkur
nýja tízku í hárgreiðslu, sem á
rætur sínar að rekja til hinna
fornu Rómverja, en hefur nú ver-
ið tekin upp af yngri kynslóð-
inni og nægir þar að minna á
Framh. á 10. síðu
Doktor einn í Wisconsín
Johan Bjorksten, hefur til-
kynnt eftir að hafa rannsak-
að það í mörg ár, að mögu-
leikinn til þess að finna or-
sök þess livers vegna menn
eldist sé næstum því eins mik-
ill og sá möguleiki, að finna
penisilínið fyrir 50 árum.
Oftast eru Ástralíunegr-
ar álitnir frumstæðasta þjóð
í víðri veröld, en samt sem
áður hafa þeir fundið upp
ráð við böli nokkru, sem er
mjög algengt með siðmennt-
uðum þjóðum. Ráð þetta er
siður sá, að tengdamóðir og
tengdasonur mega ekki tala
saman. Við verðum að bæta
því við hér, svo að enginn
verði nú fyrir vonbrigðum,
að það er óhemju erfitt að
vera tc-kinn upp í þjóðflokk
Ástralíunegra.
Hið bezta, sem taugaveikluð
kona getur gert, er að hnoða
deig, segir þýzkur sálfræð-
ingur, Maria Giwjorra, en
hún er lærð frá háskólanum í
Heidelberg. Hún heldur því
fram, að konan geti bezt lát-
ið gremju sína í Ijós við deig-
ið og er hún hafi hnoðað það,
líði henni mun betur en áð-
ur.
6 26. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ