Alþýðublaðið - 26.01.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Síða 7
Jónas M. Guðmundsson: SKIP OG MENN. ! Frásagnir og- þætíir úr lífi sjómanna. Bókaútgáfan Ilildur', Reyk:'a- vík 1963. 216 bls. í bók þessari er gi'einasafn um sjómenn og sjómennsku, sumt við töl eða uppskriftir eftir roskn- um sjómönnum, en annað tínt saman eftir nærtækum heimi'd- um og hvergi lagzt til fanga. Grein arnar bera það með sér að vera skrifaðar til skyndibirtingar í blöðum, og hafa trúlega sumar hverjar sómt sér allvel á' þvílíkum stöðum. En hvergi er í bókinni til greint hvar þær hafi birzt áður né nein ástæða þess að þeim er nú safnað saman r bók. ■Greinunum er skipað niður í fjóra „kafla“. Segir í hinum fyrsta af nðkkrum sögulegum skipssköð um, öðrum af nafnkunnum sjó- sóknurum, þrið.ia af skútusjó- mennsku, en í fjórða kafla hafa rambað - saman nokkrar greinar sem ekki eiga heima í hinum fyrri. Jónas Guðmundsson getur sagt sæmilega lipurlega frá; og liann hefur skyn fyrir því að hversdags líf sjómanna og daglég lífsbarátta fyrr og síðar kann að vera gott og gilt vlðfangsefni ekki síður en sjóhrakningar og mannraunir til sjós; þessum efnum mætti ugglaust gera skemmtileg skil í líflegum, al þýðlegum frásögnum. Og af þess um íoga eru skástu greinarnar í bók Jónasar, þær sem segja af skútu- og togarakörlum fyrri tíð- ar. En sk.vndibragurinn á þessum greinasamtíningi, efnisvali, bygg- ingu, málfari, spil ir bókinni ger- samlega þótt þær kunnj að hafa þótt bærilegt blaðaefni; Jónas Guðmundsson tæpir á viðfangsefn um sínum en gerir engu heilleg skil, frásagnir hans eru sundur- laus tækifærisblaðamennska þar sem að vísu bregður hvarvetna fyr ir tilefnum til miklu vandaðri rit- mennsku. Þetta er miður farið: sitihvað í bókinni bendir til að Jónas gæti gert betur ef hann vandaði sig. Það er undarlegt hve sjór, sjó- sókn og sjómannalíf hefur orðið miklu minna slcáldskapartilefni í íslenzkum bókmenntum en sveit og búskapur. Enn sem kornið er eig- um við enga umtalsverða „sjáv- arsögu“. Hins vegar hafa ýmis- konar sannsögulegar frásagnir úr sjómannah'fi, minningar og ævi- sögur sjómanna orðið vinsælt les- efni á seinni árum og ýmislegt þarflegt og ánægjulégt verið unn- ið á þeim vettvangi; útgáfa þess arar bókar kann út af fyrir sig að bera vitni um vinsældir slíkra frásagna. Áreiðanlega getur sjó- mannalíf enn orðið höfundi sem í senn hefur til að bera listræna frásagnargáfu og staðgóða þekk- ingu á starfi og kjörum sjómanna happadrjúgt viðfangsefni. En eigi Jónas Guðmundss. að leysa slík rit af höndum hlýtur hann að temja sér allt önnur vinnubrögð en í Skipum og mönnum. — Ó. J. LEIKHÚSTIL Erlingur E. Halldórsson: REIKNIVÉLIN. LEIKRIT. Heimskringla, Reykjavífc 1963. Það er dágóð kenning að leik- rit öðlist fyrst sitt sánna líf á l'~ilr sviði, sé það raunverulega leik- rit en ekki einhver allt önnur ritsmíð, t. d-. ritgerð eða skáldsaga eða ljóðrrfæli sett upp í leikform eða jafnvel einhver sambreysk- ingur af öllu þessu. Sarhkvæmt sömu kenningu er enginn leik- texti fullsaminn fyrr en í leik- húsinu; hvert orðsvar, viðbragð, hverja persónu þarf að sannprófa í mynd tillekinna leikara á ein- hverju tilteknu sviði. — Leik rit sem ekki hefur sætt þess- ari raun er því ekki nema upp- ka?t að leiktexta; það má svo vera álitamál hvort slíkt leikrit sé <eða geti verið) góðar bókmenntir. Leik- rit á að sönnu ekki alla tilvist sína í leikhúsinu; leikrit eru gefin úí,. lesin og metin sém bókmennt- ir, góðar eða slæmar. En ætli í sviðsgildi leiknta og bókmennta- gildi fari ekki löngum saman? Erlingur E. Halldórsson mun vera allmikill áhugamaður um leiklist. Fyrir nokkrum árum birtist leikrit eftir hann í Tíma- riti Máls og menningar; í fyrra ■i rcyndi hann að þýða „Kleines Or- Jónas Guðniandsson gánon’’ Brechts í sama tímari.ti. Og nú gefur Heimskringla út nýtt leikrit hans; það er siðust viðbót við binn snotra smábókaflokk með nýjum íslenzkum skáldskap, sem forlagið gefur út. Reiknivélin er eins konar til- brigði við stefið „beðið eftir Go- dót”, staðsett í barskála veitmga- húss og virðist einkum ætlað hlut- verk pólitískrar satíru, spunninn- ar um mang og svindil og gervi- mennsku. Öðru vísi verður varla skilin saga leiksins um Natan þann sem beðið er eflir, .Natan B, sem bíður og kumpánana á vertshús- inu, skálk og einfeldning; „sjálf- virka” Ijósakrónan, reiknivélira sem ævinlega skilar rangri út- komu, „sakieysingjarnir” Lilli og Dídi (sem segja „smjatt” óg „prútt”, þegar þau kyssast) falla einnig í þessa mynd. En þessi- skilningur er ekki sérlega knýj- andi né nein önnur útlegging leiksins. Höfundur ræður eltki jtV:» tungutaki sem megni að vekja persónum hans lif eins og þær standa á bókinni, né áhuga les- anda á „umræðu” leiksins, sem cr nú heldur en ekki óljós, óMut- stæð. Það er ekki nóg að „vera bara absurd”; menn vcrða helzt að liafa eitthvað að segja, sem ekki verði sagt bctur á annara hátt; og megna að segja það. Serra lesmál er Reiknivélin magnlaus. Vel má Iiitt vera, að í nógu leik- inni sviðsmeðferð yrði verkið á- litlegra og skemmtilegra, öðlað- ist einhverja þá staðfestu sem ekki.verður skynjuð af lestri þess einum. Það er stutt, hraðgengt, bersýnilega lagt niður fyrir svið; væri allgaman að sjá það reynt í leikhúsi, þótt útkoman sætíl kannski engum tíðindum. íslenzk- ir tilraunatextar fyrir leikhús eru fáir og fátæklegir; og Reiknivél- in er sízt lakari en ýmislegt sem hcr hefur komizt upp á sviðið. Frágangur kversins er einfald- ' ur en ágætlega snotur eins og annarra bóka Heimskringlu meJt sama sniði. Á mínu eintaki erui þó leiðir prentunargallar á fyrstu örkinni. letrið máð og illlæsilegt með köflum á annarri hvorri opnu. Hvað meinar prentsmiðjan Ilólar? Ó. J. NB. — Skyldi Erlingi Hall- dórssyni vera það grimm alvara, að Dídí í leiknum sé með „rauða spöndu” á höfðinu? Eða leggur hann einhverja afbrigðilega merk- ingu í þetta orð? Undir skilningi þcss mundi ýmislegt komið á sýn- ingu leiksins. r^ttllllllllimillllllllllllllllMIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMMIIIIIIinimillllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIItlMIIIIIIUIMIIIIIMIIIIIIUtHIIIIIIIIII. ................................................................................MMIMMII IMIIII limillMIIMMIIIIIMMIIIIimilMMIIIIIMIIIIMIIMIMIIIMIIl eftir Þorgrím Guðmu ndssort Starf fráfarandi stjórnar hef- ur nú sem fyrr verið með hin- um gamalkunna pólitíska blæ sem einkennt hefur starf henn- ar allt frá upphafi. Me'ðal allra þcirra mörgu hagsmunamála sem Dagsbrún- arstjórnin hefur vanrækt al- gjörlega er ákvæðisvinna. Þessi vinnutegund á auðvitað fullkominn rétt á sér þar serri hún á við, og það er ekki að- eins í byggingarvinnu heldur líka í hafnarvinnu og víðar, Ákvæðisvinna þýðir auknar tekjúr fyrir verkamenn, rétt eins og hún hefur þýtt stórum hærra kaup iðnaðarmanna, en sjálfsagt krefst hún líka meira erfiðis og álags. Maður skyldi mi ætla, að núverandi Dags- brúnarstjórn hefði bæði vilja og áhuga til að kanna ákvæð- isvinnuna til hlítar, jafn hag- kvæm og hún gelur reynzt, cf rétt er á málum lialdið. Það hefur hún þó ekki gert og sann- ar það og sýnir, að fórnfýsi og starfshugur kommastjórnarinn- ar fyrir verkamenn er meira í orði en á borði, minna en þeir guma af annan hvem dag í Þjóðviljanum. Sá, sem þessar línur ritar, er nú starfandi í byggingariðnað- inum og hefur verið þar í mörg ár. í sumar var þar tekin upp ákvæðisvinna í steypuvinnu og voru það við verkamenn sjálfir sem önnuðumst allt það mál, þótt Dagsbrúnarstjórnin hefði v.itaskuld átt að hafa um það frumkvæðið. Hún lcom hins vegar hvergi nærri hvort heldur hún hefur sofið eða verið í boðsferðum erlendis á vegum Loftleiða, Nú litum við helzt ekki lengur við steypuvinnu á tímakaupi, en þar liefur risið upp vandamál og það er með þá félagsbræð- ur okkar, sem annast akstur steypubifreiða og stjórn þeirra. Vitaskuld ættu' þeir að taka þátt í ákvæðisvinn- unni með okkur, en gera ekki ,— heldur stunda aksturinn í tímavinnu. Til hvers ættum við nú að snúa okkur með þetta vanda- mál? Hverjum her að sjá um að þetta leysist okkur öllum til hagsbóta, Svarið cr. auðvelt, Stjóm Dagsbrúnar. Hefur hún þá ekki gert það? Svarið er jafn auðvelt, nei. ekki komið nálægt því. Þannig er allt á söm,u bókina lært. Það er löngu kominn tími til að lgysa núverandi stjórn Ðagsbi únar af . verði þeim, er hún hefur sof-ið á undanfarið. Við verkamenn höfum ekki lengur efni á þeim lúxus, að liafa þar pólitíska valdastreitu menn, sem hafa þáð- að auka- starfi að sinna okkar málum, þótt við borgum þeim há laun . fyrir að sinna þeim að aðal- starfi. Fáum til starfa mena sem hafa vilja og áhuga til að starfa, að okkar málum og fyrir okkur. Þá fyrst má vænta að af.tur taki að rofa til í kjara- málum okkar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. jan. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.