Alþýðublaðið - 26.01.1964, Page 8

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Page 8
hlut fyrir ofurhuganum. Nú ger- ir júgóslafneski garpurinn smóm saman út af við Gabrindashvili, enda mun hann vilja teljast kven- sterkur, þessi fyrrverandi skæru- liði og núverandi blaðamaður í flokki Títós hins óþekka. Gligor- ic gæti annars verið kaupmaður eða skrifstofustjóri einhvers stað- ar í miðbænum, snyrtimenni í útliti og framgöngu, en hefur numið göngulag sitt til fjalla, kannski er það endurminning þess að ganga þýfið á styrjaldar- árunum? Gabrindashvili virðist KEPPENDURNIR á alþjóðlega skákmótinu í Lidó heyja í ein- stöku bróðerni miskunnarlausa styrjöld. Þögull áhorfendafjöld- inn veit svo sem, hvað er að gerast: Sérhver tilfærsla á tafl- borðunum er stórviðburður, sem getur valdið vinningi eða tapi. Þess vegna kostar ekki minni taugaáreynslu að horfa á bardag- ann en taka þótt í honum. Úrslit- in koma sannarlega til með að Björn Bjönsson skipta máli. Kannski ekki, hvort verðlaunin reynast 400 dollarar eða 300, 150 eða 125, heldur fraegðin. Sigurvegarinn mun víð- kunnur maður af afreki sínu. Sjöunda umferðin var háð á miðvikudagskvöld, og ég byrja á því að virða fyrir mér þátttak- endurna og láta mér detta í hug, hver sérkenni þeirra geti talizt frásagnarverðust. Guðmundur Pálmason situr andspænis Mika- el Tal, og ólíkari menn getur naumast, Guðmundur þetta frá- bæra stillingarljós, en heimsmeist- arinn fyrrverandi og tilvonandi allur á iði, gengur um gólf milli leikja, hreyfist eins og þjálfaður langhlaupari, öndóttur, svartur á brún og brá og augsýnilega ætt- aður austan úr Miðjarðarhafs- botni að langfeðgatali. Hvað er nú á seyði? Tal hefur átt mik- illi velgengni að fagna á mót- inu, sigrað alla keppinauta sína til þessa og sérhvem þeirra harla auðveldlega, meira að segja sjálf- an Gligoric, en Guðmundur sýn- ir honum í tvo heimana, lætur refinn ekki komast upp með neina klæki og nær jafntefli. Hann er skemmtilegur skákmað- ur, laus við þá minnimáttarkennd að tapa fyrirfram, berst því bet- ur sem meira er í húfi. Tal virð- ist sætta sig ágætlega við orð- inn hlut. Hann brosir góðlátlega og leggur svo af stað í enn eitt langhlaupið milli borðanna. Hon- um er áreiðanlega hugstætt að vinna mótið, en hann á eftir að mæta Friðriki Ólafssyni. Þá verð ég farinn út í heim, en mað- ur bíður með óþreyju fréttarinn- ar af skákinni þeirri. Ingi R. Jóhannsson reynir sig í kvöld við Ingvar Ásmundsson, og þá er alltaf á einhverju von. Ingi hefur oft reynzt vígfimari en á þessu móti, og Ingvar er orð- inn eftirlæti áhorfenda af því að Bergrur Pálsson Eiríkur Ketilsson hafa sigrað Nonu Gabrindashv- ili og storkað Svein Johannessen, þó að hann færi halloka í þeirri viðureign um það er lauk. Eg hélt, að Ingi og Ingvar ætluðu að skilja jafnir, en Ingvari mun hafa orðið á örlagaríkur fingurbrjót- ur í lokin. Ekki er augnaráð hans blítt í kvöld fremur en þegar hann þreif óþyrmilega til Grúsíu konunnar um daginn og lét hana lúta í lægra haldi, en Inga bregður hvergi í brún, hann er ýmsu vanur af þessum fjandvini sínum. Jón Kristinsson stendur höllum fæti gagnvart Freysteini Þorbergssyni, enda mun þeim síð- arnefnda þykja tími til kominn að verða sér út um vinning. Frey- steinn hefur á sér vísindamanns- legan virðuleik, en þyrfti að tefla við fleiri en tengdaföður sinn norður á Siglufirði, þó að slyngur væri forðum daga, taflmennska á landsvísu krefst mikillar þjólf- unar, og görpum eins og Frey- steini og Ingvari Ásmundssyni hættir víst við að einangrast austan fjalls og norður í landi, eiga þar varla nægilegrar þjálf- unar völ. Magnús Sólmundsson reynist Friðriki Ólafssyni prúður andstæðingur, enda teflir stór- meistarinn af mikilli nákvæmni og listrænni snerpu, þrátt fyrir þá kurteisi sína að una jafn- tefli í glímunni við Gabrindashv- ili. Friðrik er sá eini, sem get- ur raðazt ofar en Tal á mótinu úr því að Gligoric beið lægri skyld Tal í ættir fram, þó að drjúgur spölur sé frá Lettlandi til Grúsíu, en kynstofn beggja mun upprunninn á slóðum árinn- ar Jórdan eða fjallsins Karmel. Áhorfendum verður starsýnt á val- kyrjuna Nonu, enda frægð henn- ar ærin og alltaf varið í konur, sem kunna vel til verks, líka að tefla skók, en Gligoric sýnir henni enga miskunn, hann vill og fær sinn vinning, Borba þarf ekki að skammast sín fyrir hann á morgun. Nýsjálendingurinn Robert Wa- de hefur náð undirtökum í glím- unni við Arinbjörn Guðmundsson. Gesturinn líkist helzt virðuleg- um bónda í útliti, hæglátur í fasi, en reynist sennilega hress og hýr við nánari kynningu, heimamaðurinn streitist árang- urslaust móti farsælum leikjum hans á skákborðinu, Arinbjörn má muna sinn fífil fegri en í kvöld. Norðmaðurinn Svein Jo- hannessen ber hægt og rólega sigurorð af benjamin mótsins, — háskólanemanum Trausta Björnssyni, stjömunni, sem kviknaði skyndilega á íslenzkum skákhimni í haust og lætur nú fyrsta sinni ljós sitt skína á stór- móti. Trausti er sonur Björns heitins Guðfinnssonar málfræð- ings, mikill að vallarsýn, þótt ung- ur sé, líkari siómanni en inni- setustrák og áreiðanlega efni í snjallan kappa á sviði skák- íþróttarinnar, þegar fram liða stundir og honum vex reynsla með kunnáttu. Johannessen hef- ur teflt hér áður og á vonandi eftir að koma oft hingað út, hann er traustur og fjölfróður skák- maður, en dálítið mistækur, auk þess góður viðmælandi, kann á mörgu skil, drengilegt prúðmenni, sem gaman er að þekkja. Og þá er keppendatalinu lokið. Skákstjórinn Áki Pétursson gengur milli borða, forvitinn eins og við hinir, þó að hann reyni að láta ekki á því bera, og þarna blasir við myndin af föð- ur hans, Pétri heitnum Zóphóní- assyni, en minningu lians er mót- ið tileinkað. Vel er Pétur að þeim heiðri kominn, svo myndarlega sem hann vann þessari íþrótt. — Skáksamband íslands og Taflfé- lag Reykjavíkur eiga þökk skilið fyrir að muna brautryðjandann, sem hefði orðið 85 ára í vor. Og nú svipast ég um salinn til að virða fyrir mér áhorfendur. Þeir hafa stundum verið fleiri en í kvöld, og er þó hér margt um manninn. Læknavalið kemur ekki í leitirnar, en sú göfuga stétt virðist hafa mikinn áhuga á mann- tafli, jafnvel Skúli minn Thorodd- sen sést hvergi, og því siður Jón- as Sveinsson, enda nennir hann varla að sitia kyrr svona lengi tvö kvöld í röð. Snorri P. Snorra- son láetur heldur ekki sjá sig eða Kristján Þorvarðsson, en þó skort- ir sízt á það, að hér sé fríður hópur, forvitinn og eftirtektar- samur. Albert Guðmundsson hvessir augun á tafl Guðmundar og Tal, ætlar vafalítið að læra a£ þeim undir næstu viðureign ókk- ar, og var hann þó hrekkjóttur fyrir, sízt betri Vilmundi land- ’lækni, sem er samt minn kæri skákbróðir. Bergur Pálsson lætur sig ekki vanta fremur en fyrri daginn og fylgist með orrahríð- inni eins og Pétur Serbakóngur hersveitum sínum í fyrri heims- styrjöldinni, sællar minningar. Björn Fr. Björnsson alþingismað- ur og fógeti Rangæinga leynír engan veginn eftirvæntingu sinni, andlit hans speglar hana. Jakob Benoný Benonýsson Hafstein gerist þegjandalegur og vegur og metur leiki keppínaut- anna í huga sér af nákvæmri al- úð. Eiríkur Ketilsson bregður að vanda stórum svip yfir dálítið Texti: Helgi Sæmundsson. Teikni 8 26- jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.