Alþýðublaðið - 04.02.1964, Síða 8

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Síða 8
steinn, ryðgað olíufat og fleiri munir sem tilheyra útgerð sem þessari. Og enn höldum við á- fram ferðinni til æfingarstöðva lögreglunnar, enda hefur okkur verið sagt að hún iðki þarna skot- æfingar og það er aldrei að treysta á skotfimi annarra. Þarna eru menn frá ísbirninum að setja upp trönur fyrir fiskherzlu. Svo ökum við áfram eftir fjörukambinum í átdna til Gróttu. Ekk, má láta hjá líða að draga upp mynd af útsýn- inu til hennar. Þegar við ætlum að aka áfram komum við að lokuðu hliði og verðum við nú að snúa við og aka sömu le'ð til baka. Jón frændi er hálfhræddur um dekk- in á bílnum, enda úir og grúir af spýtum þarna í fjörunni, sem aldr- ei er hægt að treysta að sóu nagla- lausar. Næsti áfangastaður er Nes við Seltjörn, en það er eitt fræg- asta hús á íslandi og furðulegt hvað fáir vita um sögu þessa húss. I# Seltjarnarnesið er lítið og lágt, lifa þar fáir og hugsa smátt aldrei líta þeir sumar né sól Sál þeirra er blind eins og klerkur í stól. Kerlingar skvetta úr koppum á tún karlarnir vinda segl við hún, draga þeir marhnút í drenginn — sinn Duus kaupir af þeim málfiskinn. Já, Seltjarnarnesið er lítið og lágt, lifa þar fáir og hugsa smátt á kvöldin heyrast þar kynjahlóð, komið þér sælar jómfrú góð. Þetta orti nú Þórbergur, í gamla daga og enn er Seltjarnarnesið lítið og lágt, en þar lifa fleiri en í þann tíð. Hvað seinni hluta fyrstu vísunnar snerdr verður hver að hafa sína skoðun þar á. Kerlingar eru hættar að skvetta úr koppum á tún og karlar að vinda segl við hún, þó enn stundi þeir róðra af engu minna kappi en áður. Mar- hnút held ég varla að þeir hafi nokkurn-tíma dregið af ásettu ráði og aðrir eru teknir við afla- kaupum af þeim fræga Duus. Ennþá heyrast kynjahljóð á kvöldin, en í stað þess virðulega ávarps: „Komið þér sælar jómfrú góð,“ er annað komið í staðinn, til dæmis: „hæ skvísa“, Þegar Þórbergur yrkir um Sel- tjarnarnesið, á hann við Reykjavík en þegar við tölum um Seltjarnar- nesið, meinum við Seltjamarnes- hrepp, allt er breytingum undirorp ið. Daginn sem snjórinn kom, í hinni vikunni, bað ritdjórinn mig að ná einhverju efni fyrir sig til að hafa í opnu. Ég hringdi þessvegna í Jón frænda minn og bað hann um að keyra mig út á „nes“. Við ókum sem leið lá út Ægissíðuna. Veðrið var indælt og svo að segja sléttur sjór. Með í ferðinni var blokkin og blvtanturinn og skyldi nú festa á blað, þau mótív sem myndrænust reyndust bera fyrir augu. Fyrsti stanz var gerður við hin gömlu fiskvinnsluhús Kve'dúlfs, en þau standa við sjóinn skammt frá ís- birninum og mesa muna sinn fífil fegri. Ekki stendur nú annað eft- ir en veggirnir einir, kaldir og einmanalegir os minna á rústir seinni heim tvrialdarinn?r. Þetta hefur verið miög stórt hús á þeirra tíma mælikvarða og mundi ekki þykja svo smátt þó byggt væri í dag. Bryggja gengur niður frá húsinu og er hún að grotna niður, þó stein'-teypt sé. Svona fer fyrir þeim mannvirkjum sem hafa verið yfirgefin, það er eins og þau deyi af notkunarleysinu. Kringum Kveldúlfshúsin eru klappir þar sem ta tfiskur var áður breiddur til þerris í sólskininu. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hóp af fólki við fiskvinnu á þessum stað. Stakkstæðið ómar af léttum hlátri stúlkna og drengja, sem færa þeim fiskinn sem þær leggja niður af samvizkusemi og vinnugleði. Inni í húsinu eru eldri mennirnlr að gera að fiskinum, jafnóðum og hann berst til þeirra neðan úr skipinu sem verið er að afferma við bryggjuna. Nú er hún Snorrabúð stekkur og stæðið hljómar ekki lengur ef glöðum hlátri eða fyrirskipunum eða nýjustu sögum kerlinganna um náungann. Allt þetta hefur færzt til um set, því skammt er héðan til frystihúss ísbjarnarins og lífið heldur áfram sinn vana gang. Við höldum ferðinni áfram og stönzum næst við kumbalda, tvo af þe sum skemmtilegu gömlu skúr- um sem byggðir hafa verið af grá- sleppukörlum til að geyma í net og önnur veiðarfæri Þökin eru þreytt og minna á mikla lífsbaráttu. Við kumbaldana stendur lítið far, rennilegt og vélarlaust. Hverfi- Nes við Seltjörn var byggt árið 1763, af sömu aðilum og byggðu Viðeyjarstofu og Bessasiaðastofu. Reyndar er þetta hús kallað Nes- stofa. Sveinn Pálsson, fyrsti land- læknirinn, lét byggja húsið, sem var fyrst landlæknisbústaður ís- lendinga. Sveinn lét ennfremur byggja lyfjabúð sem áföst var við Nesstofu og mun það vera fyrsta apótek á íslandi. Nesstofa er hlað in úr óhöggnu grjóti og eru út- veggirnir 75 seniimetra þykkir en milli veggir 50 sentimetrar. Steinarnir eru límdir saman með kalklími, þar eð sement var óþekkt límefni hérlendis á þessum árum. Til þess að fá upplýsingar um Nesstofu, hringdi ég í Jóhann Ól- afsson, magnaravörð hjá Rikis- útvarpinu, en hann býr nú í hús- inu. Hann kvað húsið vera kalt, þar sem einangrun væri engin. Þakið væri líka mjög stórt. En þrátt fyrir þetta væri húsið mjög vandað að öllum frágangi, enda væru viðir ófúnír og svo harðir að vart væri rekandi á þá nagli. Seltjarriarneshreppi var boðið húsið til kaups fyrir nokkrum ár- um og átti það ekki að kosta meira en sem svaraði íbúðarverði í Reykjavík. Ekki þótti forráða- mönnum hreppsins ástæða til að eyða peningum í kaupin, heldur létu þeir tækifærið fram hjá sér fara og má slíkt og þvílíkt kær- ingarleysi furðulegt teljast þegar tekið er tillit til forsögu hússins og því merkilega hlutverki sem það hefur gegnt í sögu þjóðarinn- ar. Það sama var uppi á teningnum þegar Reykjavíkurborg var boðið húsið til kaups, forráðamenn töldu ekki ástæðu til að nota tækifærið. Það hefur reynzt íbúum sínum þungur baggi í skauti, því viðhalds kostnaður er að sjálfsögðu mikill á svona gömlu og stóru húsi. Jó- hann kvað þau hjónin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að varðveiia upphaflegt fyrirkomu- lag innan dyra og utan. Til dæm- is létu þau byggja reykháf frí- standandi vegna nýrrar kyndi- tækja í húsinu. Reykháfur þessi stendur við viðbygginguna og er auðvelt að fjarlægja hann ef hið opinbera vildi einhverntíma sjá að g 4. febrúár 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.