Alþýðublaðið - 04.02.1964, Page 10

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Page 10
Félagsbækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þj óðvinaféíagsins fyrir árið 1963 hafa nú verið : sendar umboðsmönnum um land allt. ' Afgreiðsla félagsbóka til óskrifend a í Reykjavík fer fram í Bókabúð i Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21. V : Félagsmcnn eru vinsamlegast beðnir að vitja bóka sinna sem fyrst. Þeir ættu að kynna sér bókaútgáfu vora á árinu 1963 og hagnýta valfrelsið, meðan allar bækumar eru fáanlegar. Upp- ilag sumra aukabókanna er mjög takmarkað, enda má búast við að einhverjar þeirra seljist upp ifyrr en varir. Auk sérstaklega hagstæðs verðlags á föstum félagsbókum gefst félags- mönniim kostur á að fá allar aðrar útgáfubækur vorar, nýjar og gamlar með 20% afslætti frá útsöluverði. ÚTGÁFUBÆKUR VORAR ÁRIÐ 19 63 VORU ÞESSAR: ANDVARí______ALMANAK fyrir árið 1964. AFRÍKA, ný bók í flokknum „Lönd og lýðir“. Höf undur: Guðrún Ólafsdóttir. RÓMAVELDI, stórt og afburða vel skrifað rit eft ir bandaríska sagnfræðinginn Will Durant. Jón- ■ as Kristjánsson cand. mag. íslenzkaði. — Útsöluverð kr. 320,00. KONUR SEGJA FRÁ, frásöguþættir, minningar, sögur og ljóð eftir 16 konur. — Útsöluverð kr. 225,00. ANNA ItÓS, ný skáldsaga eftir Þórunni Elfu Mag núsdóttur. Útsöluverð kr. 210,00. LANÐSVÍSUR, ný ljóðabók eftir Guðmund Böðv arsson. Með teikningum eftir Hörð Ágústsson. Útsöluverð kr. 200.00. CÍSERÓ og samíð lians. Safn ritgerða um klassísk fræði eftir dr. Jón Gíslason. Útsöluverð ' kr. 140,00 FERHENDA, vísnakver eftir Kristján Ólason. Útsöluverð kr. 140,00. FRÖNSK LJÓÐ, Jón Óskar þýddi. Útsöluverð kr. 140,00. UM SKJÖLDUNGASÖGU, eftir dr. Bjarna Guðnason, prófessor. Útsöluverð kr. 225,00. ÆSIR OG VANIR, eftir Ólaf Briem magister. Útsöluverð kr. 80,00. ,ISLENZK ORÐABÓK handa skólum og almenningi. Aðalhöfundm- Árni Böðvarsson. Útsöluverð kr. 700,00. Félag'smenn fá 20% afslátt af útsöluverði allra útgáf ubóka vorra, gamalla '°§ nýrra. — Allir bókamenn ættu að kynna sér þau kostakjör, sem Bóka- útgáfa Menningarsjóðs býður þeim. —Nýjir áskrifendur eru vinsamJegast beðnilr að snúa sér til afgreiðslu vorrar, Hverfisgötu 21 í Reykjavík, símar 10282 og 13652. Leiðbeiningar fyrir þá er hyggja á Þýzkalandsför K Þýzka útlendingaeftirlitið hefur koinizt að raun um það, að tals- verð brögð eru að því, að útlend ingar komi til Þýzltalands í því augnamiði að stunda þar eitthvert starf eða iðju, sem færir þeim tekjur til að standa síðan straum af einhvers konar námi, án þess að hafa vegabréfsáritun við koin- una til landsins. Margir þessara útlendinga full- nægja heldur ekki kröfum þeim, sem gerðar eru til þess að mega stunda háskólanám í Þýzkalandi, enda vakir fyrir mörgum þeirra aðeins að taka þátt í tungumála- eða kvöldnámskeiði, sVo að þeir teljast eigi stúdentar samkvæmt þýzkum skilningi. Samkvæmt þýzkum ákvæðum er erlendum námsmönnum þá og því aðeins heimilt að ferðast til Þýzkalands án vegabréfsáritunar og sækja um dvalarleyfi á þeim stað, sem þeir hyggjast stunda nám sitt, ef þeir geta fært sönn- ur á innritun sína við þýzkan há- skóla og hafa yfir að ráða nægj- Framh. á 13. síðu Framh. af 1. siðu að ég hef litla þekkingu á-gerð kvikmynda og þeim kröfum, er sjálfsagt þykir að gera til þeirra, sem þar taka að sér hlutverk. Telja má víst, að mörgu hefði verið gerð full- komnari og glæsilegri skil af vönum leikurum. Hins vegar dáist ég að því, hve þetta lítt vana fólk leikur margt vel og eðlilega. Á-myndinni sjáum við eink- um skuggahliðar heimilanna, og eru sumar þeirra mjög dökkar. Má vera, að mönnum þyki ó- trúlegt, að svo hryllileg svívirð- ing skuli finnast mitt á með- al okkar. Við skulum vona, að slík heimili séu fá. En ekki er furða, þótt börn verði að and- legum vanskapningum við það að alast upp við slíkan kulda og kæruleysi, drabb og ólifnað sem þarna er sýnt. Og dæmin eru nokkuð mörg og verða á- horfendum minnisstæð. Hér skulu nokkur nefnd: Drengur kemur hvað eftir annað of seint í skólann, vegna þess, að hann hefur ekki svefn- frið á heimilinu. Er þar foreldr- unum um að kenna. Hann er drifimi upp úr rúminu á þeim tíma, sem hann á að vera mætt- ur í skólanum, vakinn af æstri móður sinni og rekinn af stað án þess að fá þurrt eða vott til næringar. Þetta endurtekur sig, þrátt fyrir góðan vilja drengs- ins til að gera skyldu sína. Augljóst er, hvert stefnir. Vilji drengsins sljóvgast við síend- urtekna ósigra, og að lokum verður hann kærulaus. Annað dæmi: Móðir gefur lítilli dóttur sinni svefnlyf til þess að komast sjálf út að skemmta sér. Þetta mistekst þó. Barnið vaknar og hleyp- ur grátandi út á náttklæðunum til þess að leita að henni. Átakanlegt er að sjá inn á heimili að morgni jóladags. — Smábarn situr uppi í rúmi og nagar hráa rjúpu, en foreldr- arnir liggja dauðadrukknir inn an um brotnar áfengisflöskur og hvers konar skran. Drengsnáði fer hverja ferð- ina eftir aðra, stelur úr verzl- unum og færir móður sinni fenginn. Hann fær því meiri þakkir sem þvfið er verðmeira. Unglingsstúlka, sem hefur misst allt traust á heimili sínu, fer að heiman og út í skip. Lögreglan sækir hana þangað, er hún þá ofurölvi og gerir tilraun lil að kasta sér í sjó- inn. Einna átakanlegast finnst mér að sjá inn á heimilið, þar sem óvild milli hjónanna var orðin svo megn, að móðirin sleit fötin utan af litla drengn- um sínum og hrinti honum frá sér, vegna þess, að faðirinn liafði klætt hann gegn vilja hennar. Nokkru síðar (þá er komin nótt) sést inn í svefn- herbergið. þar sem feðgarnir sofa, en þá situr móðirin enn þá inni í stofunni með fros- inn svip. Litli dre.ngurinn henn- ar hefur ekki svifið inn í draumalöndin vermdur móður- hlýju- kvöldið það. Þarna er verið að bera barnssál út á kiakann. Svo sem sjá má af þessum dæmum, er efni myndarinnar einkum neikvæðs eðlis, þ. e. ætlað til viðvörunar. Vera má, að sumum þyki þar ekki rétt stefnt. Eg játa, að ég hef mciri trú á hinu jákvæða í öllu, er að uppeldi lítur. Hitt er þó augljóst, að til þess að hægt sé að iækna mannleg mein, þarf að þekkja þau. Læknir hefst ekki handa um aðgerðir, fyrr en hann veit, liver meinsemd- in er. Hér er verið að kynna alvarlegt þjóðarmein, voða, sem er mitt á meðal okkar og fer áreiðanlega vaxandi sé ekkért gert til úrbóta. Eg trúi því vart, að fólk horfi svo á þessa mynd, að það hrærist ekki til með- aumkunar með börnunum, sem eru svo ólánssöm, að alast upp á spilltum heimilum, þar sem framtið þeirra er stefnt í bein- an voða. Nú er meðaumkunin ein ekki mikils megnug, en hún vekur samúð og myndar þann- ig andlegan jarðveg fyrir rækt- unarframkvæmdir í uppeldis- málum. Og þær hljóta að vera í nánd. Þá munu áhrif myndarinnar — hið neikvæða — hrinda fram jákvæðu starfi á sama hátt og myrkrið lcnvr okkur til þess að kveikja Ijós. Eg vil að endingu hvetja fólk til þess að sjá þessa kvikmynd, þegar bess verður aftur kost- ur. Með því styrkir það gott mál. Auk þess hefur fullorðið fóik gott af því að horfast í augu við sannleikann, þótt hann sé stundum noklcuð beizkur. Hafi Magnús Sigurðsson þökk fyrir framtak sitt. Eiríkur Stefánsson. Fiskiþíng Framhald af síðu 5. það sta'.'íssvið, sem hann rækti til æviloka. Arið 1935 tók hann við stjórn á skrif.tofu féiagsins. og gegndi því starfi til ársloka 1962, eða í 27 ár. Arnór var um margt sérstæður maður. Þeir sem kynnt ust lionum í starfinu reyndu fijótt, að hann fylgdist ótrúlega vel með því, sem var- að gerast á sviði sjávarútvegsins og vi si vel skil á öllu. Þeir sem aftur kynntust hon um utan hins daglega starfs urðu fljótt áskynja að hann Var bók- fróður, með afbr. ættfr. og sat11- fróður og kunni mikið af þeim fróðleik, sem til gamans mundi verða og gagns og kunni vel að segja frá. Við, sem unnum með hon um kynntumst auðvitað líka bess- um hlíðúm en auk þess einnig óör. um, Við kynntumst skyldurækni hans, sem aldrei brázt og árvekn- inni um hag stofnunarinnar, sern hann starfaðj fyrir, og ,síðast en ekki sízt umhyggjunni fyrir okkur, sem hann starfaði með. Allt þetta voru sterk skapgerðareinkenni Arn órs og móta þá mynd, sem við mun um geyma í huga okkar nú, þegar hann er ekki lengur með okkur í lífi og starfi. Við kveðjum hann nú með trega og þakkiæti fyrir Samstarfið og um leið og við minnumst hans send- um við samúðarkveðjur konu hans og öðrum aðstendendum. Ég vil svo biðja viðstad'da að minnast þeirra manna, sem ég hefi getið, svo og sjómanna þeirra, sem látið hafa lífið við skyldustörf á hafinu, frá því Fiskiþing kom síð- ast saman, með því að rísa úr sætum. Ég býð Fiskiþingsfulltrúa vel- komna til starfa á Fiskiþing og segi 27. Fiskiþing selt. 10 4. febrúar 1964 — ALhÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.