Alþýðublaðið - 04.02.1964, Side 13

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Side 13
í a-riðli í íshokkí keppnbinar hafa Kanadamenn og Rússar unnið sína leiki. Svíar og Tékkar hafa engum leik tapað, en gert jafntefli. í listlilaupi karla á skautum, sem hófst í gær hefur Þjóðverjinn Sehnelldorfer forystu eftir fyrsta daginn. SKiPAUTGCr» hikisins IM.s. Baldur fer ,til Rifshafnar, Króksfjai’ðar ness, Skarðstöðvar, Hjallaness og Búðardals, 5. þ. m. Vörumóttaka í dag. VIÐA TAFIR Framhald af.hls. 3 ar á Suðurnesjum og í nágrenni Reykjavíkur í dag, en það var aft ur tekið að lagast með kvöldinu. Þrcngslavegur.nn er enn opinn, en Krísuvíkurleiðin alveg lokuð. Fréttaritari blaðsins á ísafirði, sagði að þar hefði verið norðaust anátt með snjókomu að undan- förnu og verið bylur af og til í 3 daga, gengið á með hvössum éljum og töluvert mikilli snjó- komu. Yfirleitt hefði verið ieið- indaveður meginhluta síðustu viku, aldrei flugveður, en gæftir slæmar og afli tregur. Vel var 1 fært innanbæjar í ísafirði í dag, enda götum þar verið haldið opn- um. Veðrið hefur verið mjög svipað um alla Vestfirði, t.d. var mikil snjókoma á Patreksfirði í dag og stormur á miðunum úti fyrir Vestfjörðum. Fjallvegir eru yfirleitt lokað.r á Vestfjörðum. í morgun fór veðrið að versna á Blönduósi og víðar í Húnavatns- sýslum og hefur verið slæmt í dag. Hefur verið éljagangur á Norð- Vesturlandi annað slagið síðan á laugardag, en þó er þar ekki mik ill snjór að sögn fréttaritarans á Blönduósi. A Akureyri tók að hvessa um kl. hálftólf í morgun og gerði svartabyl, en í hryðjunum komsc veðurhæðin upp í 9-10 vindstig. Stóð þetta veður í klukkutíma, en dimmt hefur verið yfir og élja- gangur í alian dag. Frostið hef- ur verið a.m.k. 11 stig. í nágrenni Akureyrar var færð sæmJeg að sögn fréRaritara, t.d. skotfæri til Dalvíkur. Vaðlaheiði er ófær, en sæmileg færð um Dalsmynni. Á Húsavík fór veðrið einnig að versna til muna í morgun, og hef ur þar verið versta veður í dag, hvassviðri og skafrenningur, en ekki bætt mikið á. Þar var færð víðast hvar sæmileg í nágrenninu. Á Austfjörðum var mjög hvasst seinnipartinn í dag, svo að. varla var stæit í verstu hryðjunum, en þá var jafnframt mikiil skafrenn- ingur, en liríðaði lít*ð. Þar var þó bezta veður í gær, en brá skyndilega til norðvestanáttar í morgun. Fjarðarheiði og Odds- skarð eru lokuð, og búast má við að flesár aðrir fjallvegir á Aust fjörðum teppist í þessu veðri. Reykjavík, 3. febr. - EG Forsætisráðherra mælti fyrir lagafrumvarpi um samkomudag reglulegs Alþingis 1964 í efri deild í dag. Frumvarpið er komið frá neðri deild. Afnám laga um verðlagsskrá var til 2. umræðu í efri deild í dag. Framsögu hafði Ólafur Björns- son (S). Jón Árnason (S) mælti fyrir frumvarpi um varðskip landsins og ! skipverja á þeim í efri deild í dag. TÖKUM Framh. af 1. siðn efni á sviði tryggingamála, eins og þegar er komið fram í Svíþjóð Þá krafðist fundurinn, að lok- ið yrði á núverandi þingi endur- skoðun skatta- og útsvarslöggjaf- ar til að lækka gjöld á láglauna- fólki. Þá var einnig samþykkt, að stórauka þyrfti baráttu gegn skatt svikum. Ennfremur var samþykkt, að endurskoða verði tollskrá til lækkunar á vöruverði og auka tolleftirlit til að fyrirbyggja smygl. Samþykkt var að vinna bæri að bættum menntunarskilyrðum og auknu menningarlífi, og að auka þyrfti rannióknir í þágu at vinnuveganna. Lokaorð ályktunarinnar voru þessi: „í samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, álj'ktar flokksstjórnarfundurinn, að Al- þýðuflokkurinn ha di áfram starfi sínu í ríkisstjórninni og vinni m. a. að þeim verkefnum, sem að framan greimr. Framtíð stjómar- samvinnunnar verður undir því komin, hversu vel flokknum verð ur ágengt í því að koma þessum málum fram.“ 820 BREZK Framh- af 1. síðu 13 daga. Frá Reykjavík fer það til Noregs og síðan heim. Far- gjaldið er 38 pund fyrir hvern ungling, eða um 4500 krónur ís- lenzkar. Eigandi Devoniu er „British India Steam Navigation Co”. Þetta félag á annað samskonar skip, Duneru. Eru bæði skipin notuð til fræðsluferða (Edu- cational Cruises) og þá siglt um öll heimsins höf. Hefur ung- lingum gefizt kostur á að koma til Ítalíu, Grikklands, Rúss- lands, Noregs, Svíþjóðar og margra fleiri landa. Um borð í Devoniu eru kennslustofur, sem rúma alls 400 nemendur í einu. Einnig er þar stór fundarsalur. Þá geta unglingarnir skemmt sér við alls konar Jeiktæki. Á morgn- ana klukkan 7 eru allir vaktít og morgunverður borðaður kl. 7.30. Síðan fer kennslan fram og eru kennslustundir þrjár, hver 45 mínútur. Ef þessi fyrsta ferð skipsins til íslands heppn- ast vel, eru likur fyrir því, að fleiri verði farnar. ÍÞRÓTTIR Framh. af 11. siðu Fremst Norðurlandakvenna var sænska stúlkan Kæck með 1.661.1 stig. í íshokkí keppninni bar það helzt til tíðinda, að Svíar sigruðu Finna með yfirburðum eða 7:0. Leiðbeiningar Framh. af 10. síðn anlegri þýzkukunnáttu og fé til að standa undir námi sinu. Útlendir námsmenn verða og að hefja nám sitt þegar eftir kom- una til landsins. Nú hefur út- lendingur í liyggju að ferðast til Þýzkalands til þess að stunda starf eða fá atvinnu við hagnýt störf í sinni grein, og þarf liann þá að snúa sér til sendiráðs Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands til þess að sækja þar um áritun til Þýzkalandsferðar. Árangur Framh. af bls. 16. ir urðu óheppnir með áburð cins og margir fleiri. Sérstaklega fór Birgir illa út úr því. — Mjög erfitt var að átta sig á fær- inu. Á laugardag hlánaði nokkuð, en svo kom frost aftur og varð þá brautin eins og gler. Þegar svo gangan fór fram byrjaði enn á ný að hlýna í veðri og við slíkar að- s'æður er mjög erfitt að velja réttan áburð. íslendingarnir voru ekki svo vel stæðir að geta sent út f jölmennt lið til að athuga brautina út í yztu æsar eins og margir af hinum þjóðunum- Enda munu líka margir aðrir keppendur hafa smurt rangt. Þórhallur og Birgir gerðu það sem þeir gátu og komu útkeyrðir í mark. Þeir voru þó fljótir að jafna sig. í dag flytja íslenzku göngumenn irnir frá Seefeld, þar sem þeir hafa búið til þessa og setjast að í Ol- ympíuþorpinu. KÝPUR Framh. af 3 .síðu svar Makariosar við tillögum Breta og Bandaríkjamanna. Á flugvellinum í Aþenu gaf hann svar er var túlkað á þá lund að forsetinn hefði ekki algjörlega vís- að þeim á bug. — Upplýst hefur veri ðað öll NATO-ríkin, að ís- landi og Luxemborg undanskild- um hafí fengið tilmæli frá Bret- um og Bandaríkjamönnum um að leggja ti! lið í hina sameiginlegu friðarsveit. 1 Hannes á horninu Frh. af 2. síðu. að vonum. — Ýmsum þykir blöskrunarverðast, að nokkrum skyldi detta það í hug, að stað- setja það í Tjörninni, sem öllum þykir vænt um. Auðvitað hefði átt að byggja það á, Skólavörðu- holtinu, en þar hefur verið bruðl að svo skammarlega með lóðirn ar, að vart er þar nú pláss fyrir það hér eftir. MÉR TIL GAMANS hef ég haft skoðanakönnun til að ganga úr skugga um, hvernig fólkið lítur á þetta mál. Ég her lagt tvær spurningar fyrir fjölda manns og fengið yfirleitt greið og góð svör. Fyrri spurningin: Hvernig líkar þér teikningin af Ráðhús- inu? Ertu ánægður með hana? „Já“ svöruðu 20%. „Nei,“ svör- uðu 62%, en 18% voru hlutlaus- ir. — Síðari spurning: Ertu á- nægður með staðinn? „Já" sögðu 2%. „Nei," sögðu 91% en hlut- lausir voru 7%. ÞARNA SÉRÐU, Hannes minn, hvernig fólk lítur á málið. Svo lagði ég fyrir marga eina auka- spurningu: „Hvað þarf mörg bíla stæði hjá Ráðhúsinu?" Sá, sem nefndi lægsta tölu svaraði: „Minnst 500.“ En sá sem nefndi hæstu tölu svaraði: „Ekki færri en 1000.“ Aðrir voru þama á milli. En mér er spura: Hvar er þessum bílum ætlaður staður þarna við Tjarnarendann. Margir létu þá skoðun sína í ljós, að það væri óheyrileg fjarstæða, að byggja „Ráðhúsið" á þéssum stað, sem virðist vera ákveðinn." vantar unglinga til að bera blaðið til áskril enda í þesstim hverfúm: ★ Miðbænum ★ Lindargötu ★ Tjamargötu ★ Kleppsholt ★ Rauðarárholti AfgrelBsla Alþýðublaðsins Ssmi 14 900 Fljótt og örugg' Þjónusta. Hjólbarðinn til-. búinn innan 30 mínútna. Sérsíök tæki fyrir slöngulausa hjólbarða Felgur í flestar teg- undir. Réynið viðskíptin- MÍLLAN Opið frá kl. 8 áfd. Þverholti 6 ■ Hi 1T s.d. alla daga (Á horni Stórholts og vikunnar* Þverholts' HOFUM OPNAÐ varahlutaverzlun á Laugavegi 176 (húsi Bílasmiðjunnar) með LUC AS C. A. V. og G1Í3LING vonu’ Við munum fram- vegjs hafa úrval þessiara vara á hoð stólum. BLÖSSI SF. véla- og varahlutaverzlun Sími 23285. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. febrúar 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.