Alþýðublaðið - 15.02.1964, Blaðsíða 6
KJOIBOLIUR
MANDA BNUM
„VÍST er hægt að lifa af litlum
efnum. Fjóra daga í viku borða ég
kjötbollur, sem ég geri úr kilói af
bolludeigi, sem ég kaupi til vik-
unnar og blanda með kartöflum.
Aðra daga vikunnar borða ég ekki
hádegisverð. Annars borða ég
graut, uppáhaldsgrautur minn er
flaue'sgrautur- Ég drekk hvorki
te né kaffi, ég nota smjörlíki of-
an á brauðið. Ég neyti ekki áfeng-
is, reyki ekki, fer aldrei á bíó,
leikhús eða veitingahús. Á árun-
um 1959 og 1960 voru útgjöld mín
til laekna eða tannlækna engin”.
Þessar upplýsingar gaf lögfræð-
ingur einn fyrir héraðsdómi í Osló,
en hann hafði saksótt skattstjórn-
ina f Osló, sem hafði áætlað tekjur
hans og hækkað frá því, sem hann
gaf upp, allverulega. Lögfræðing-
urinn vann málið og hið opinbera
varð að greiða honum 1200 krónur
norskar í málskostnað.
í sýknudómnum er gerð grein
fyrir, að einkaútgjöld mannsins
þyki mjög lítil. Hann er pipar-
sveinn og hefur gert nákvæma
grein fyrir hvernig hann ver tekj-
um sínum og rétturinn fann ekki
ástæðu til að draga í efa sann-
leiksgildi orða hans.
Fyrir árið 1959 hafði skatt-
stjórnin áætlað honum 35.000 kr.
norskar, í stað 29.000, sem hann
hafði gefið upp (ca. 210 og 174
þÚS. ísl.)
Við hérna úti á tslandi mundum
nú geta látið þessar upphæðir
nægja sæmilega fyrir kjötbollum
handa einum og þó átt eitthvað
eftir til að fara á bíó fyrir.
TOMMY STEELE nýtur stöðugra vinsælda með þjóð H |
H!
sinni, hinum íhaldssömu Bretinn, þó að við séum á góðri leið B
með að gleyma honum. H
Hann brá sér fyrir skemmstu til Jiamaica að laeknisskip- ||
un og þama er hann að koma til baka með konu sinni, hlað- M
inn minjagripum og vonandi með einhverja heilsubót.
Hann sér nú um geysivinsælan þátt í brezka sjóvarpinu. g
iiiiniiii^i;itianLii;niniii:!iii[nffliKniínniHifliitítíiniiHiniiiiMBiHiif3iiiiiniiniiMiiiiiipii[iiniiiiniiinii[iiiiuii!iini!;i!inHi«iimiHmifflBMHnmniimmiwininfflinimffiimmiM;
6 febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
-;::ý
SAMTÖK tízkuskapara í London héldu fyrirsýni
fyrir nokkm síðan. Stúlkan sem hattinn ber, heitir Sai
á vor- og sumartízkunni komandi
itussell.
Nýr kafli í sögu
heimskaufaferða
T\rEIR ungir Norðmenn em um
þessar mundir að undirbúa heim
skautsferð, sem mun verða nýr
kafli í sögu heimskautarann-
sókna ef henni verður lokið.
Ætlunin er, að leiðangurinn
hefjist við kanadiska æfinga-
stöð á Ward Hunt-eyju og á að
ljúka á eyjunni Severnaja
Zemlja úti fyrir strönd Norður-
Síberíu. Norðmennirnir tveir eru
ekki alls ókunnugir slíkum ferð-
um þar sem þeir gerðu ferð yfir
Grænlandsjökul árið 1962, og voru
mánuð í henni. Þeir hafa úr
sem svarar rúmum 6 milljónum ís-
lenzkra króna að spila. Þeir heita
Björn Staib og Björn Reese og
þeir hafa fengið í lið með sér 14
unga Norðmenn úr norska land-
og flughernum. Meðalaldur þeirra
er 23 ár. Auk þeirra verða með
tveir Grænlendingar, Karkutsiak
og Peter Peary, frá Thule, sem sér
fræðingar í meðferð hunda.
í leiðangrinum verða 10 sleðar
í þremur hópum. Fyrsti hópurinn
-• 'r til baka eftir 250 kílómetra
ferðalag, annar eftir 600 kílómetra,
en síðasti hópurinn, sem í verða
aðeins fjórir menn, mun halda á-
fram til heimskautsins, fara yfir
bað og taka síðan stefnuna á Se-
vernaja Zemlja. Leiðin er 2.500
kílómetrar á lengd og áætlað er,
að ferðin taki 90—100 daga, eða
ið meðaltali 25 kilómetra dag-
leiðir. Þátttakendur munu verða
í loftskeytasambandi við stöðina
á Ward Hunt eyju allan tímann.
Björn Staib hefur keypt 98
sleðahunda, sem nú er verið að
venja við kanadískar dráttarvenj-
ur, það er að segja, hundarnir eru
bundnir í tvöfaldri röð við einn
langan streng fram úr sleðanum.
Grænlenzkir hundar eru annars
vandir við að vera í styttri og
breiðari ækjum.
Sérstakir sleðar liafa verið
fengnir til fararinnar. Þeir eru úr
plasti og vega hver um sig innan
við 20 kíló. Þeir eru svipaðir og
bátar í lögun og þannig gerðir, að
þá má festa saman, tvo og tvo.
Einnig er gert ráð fyrir að þá megi
Framh. á 10. síðu
KLUKKAN tuttugu mínútur
yfir eitt lenti þota á Kennedy-
flugvelli í New York og í sama
mund virtist staðurinn ætla að
rjúka í loft upp. Um það bil
2000 einstaklinga iðandi kös af
skrópandi táningum, stappaði,
blístraði, öskraði, söng eða ein
faldlega féll í öngvit meðan út
úr vélinni týndust 105 farþeg,
ar 11 manna áhöfn og „The
Beatles”. Þetta er fyrsta Banda
ríkjaför þessara nú heimsfrægu
„bílakústgreiddu vælurokka”.
eins og sumir vilja kalla þá.
Ungu mennirnir, John Lennon,
23 ára, George Harrison, 21
árs, Paul McCartney, 21 árs og
Ringo Starr, 23 ára.brostu vin-
samlega við óðum unglingalýðn
um, sem kominn var til að
fagna þeim. Hver er orsök vel-
gengni þeirra? „Góður blaða-
fulltrúi”, tísti Ringo (þeir hafa
17 blaðafulltrúa). Og hvað um
óform íbúa Detroitborgar um
að útrýma Bítlunum?
,0, við höfum þegar hafið
okkar baráttu til þess að út-
rýma íbúum Detroit”, svaraði
McCartney hógværlega.