Alþýðublaðið - 15.02.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.02.1964, Blaðsíða 8
 U'iiiiiliiiiiiiiiiiiiiiHim/iiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiimiiii 'll■Illl■ll■■lllllll■lll■lllllllU■■■l■lllll••••M•••Ml■lM■ll■lll■■llllllllllllUlllllllllll• .... K t Við vorum á æfingu í Þjóðleik húsinu í gær. Klemens Jónsson leikstjóri sat frammi í sal og fylgdist með öliu. Þegar hann var ekki allskostar ánægður með það, sem fram fór á sviðinu, var æfingin stöðvuð og atriðið end- urtekið. Það er skrítið að fylgj* ast með þegar leikur er stöðv- aður í miðju atriði- Leikararnir detta útúr rullunum og fara að tytla sér niður, Tregur er önug- ur og snúinn og miki.l kvenhat- ari, Scubbur er aldrei á sinum stað og er hinn mesti galgopi o. s- frv. Bryndís Schram leikur, syng- ur og dansar hlutverk Mjallhvít- ar. Hún er afskaplega þæg og góð stúlka og öllum þykir vænt um hana (nema auðvitað stjúp- unni vondu). Hún er samt dá- lítið áhrifagjöm og lætur stjúp- una plata sig hvað eftir annað. Ekki má gleyma hérapabba og íkornanum, en þau eru alltaf að hjálpa Mjallhvíti og fá kál og gulrætur að launum. Bessi Bjarnason leikur hirðmeistarann og stamar svo mikið að ekkert dugir annað en bylmingshögg í bakið, til þess að setnihgin hrökkvi upp úr honum. Vonda stjúpan er leikin af Helgu Valtýsdóttur- Hún getur brugðið sér í allra kvikinda -lýki I og tekst næstum að koma þéirri | fyrirætlun sinni fram, að déyða Mjallhvíti. Annars er óþarfi að fjölyrða um Mjallhvíti og dvergana sjö. i Þar kemur fram mikið af persón i um smáskrítnum og skemmtileg- = um. Krakkarnir og við hin eig- 1 um áreiðanlega eftir að skemmta i okkur vel. Myndin hér til hægri er af Brýndísi Schram í hlutverki Mjallhvítar. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið, sem Bryndís leikur. Á myndinni neðst til hægri sjá um við Mjallhvítu umkringda af dvergunum. Myndin neðst til vinstri er af norninni grimmu, sem leikin er af Helgu Valtýsdóttur. Á myndinni hér til vinstri sjást m. a. Flosi Ólafsson, Baldvin Halldórsson og Brynja Benedikts dóttir. (Mynd: GO.) • •iimiuiimiiiiiiiiiiiMiiMi*t»niMiiiiimiiiiiiimiiimiii<iiiiimimii Reykjavík, 13. febr. — GO- MJALLHVÍT og dvergarnir 7 er næsta viðfangsefni Þjóðleikhúss- ins. Leikritið verður frumsýnt í dag og á áreiðanlega eftir að vekja mikla eftirtekt h'já yngstu kynslóðinni, og reyndar ekki síð ur hjá þeirri eldri. Það er nefni lega svo að hver maður þekkir og kann þetta gamla og fallega ævintýri. spjalla saman. Hérinn glottir framan í Billich, kóngurinn fer í boltaleik við hirðmeistarann og notar til þess ríkiseplið, dans meyjarnar missa andlitið og þjónusufólk hirðarinnar fer að flissa. Svo gefur Klemens merki og allt fellur í skorður, Elísabet Hodgesohn ballettmeistari kúsk- ar dansfólkið í réttar stellingar og Bryndís syngur um kóngs- soninn sinn. Dvergarnir eru skrítnir karl- ar. Þeir heita hver eftir sínu háttalagi. Klókur er fyrirliði þeirra, Þreyttur sofnar alls staðar þar sem hann nær að 8 15. febr. 1964— ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.