Alþýðublaðið - 15.02.1964, Page 7
, I
líeykjavíkur flugvöUur.
Flugvallarmálið
SVAR Tlí GUNNARS SÍgUrDSSONAR
ÞANN 15. janúar s.l. afhenti ég
fréttamönnum til birtingar grein-
argerð um stöðu Keflavíkurflug-
vallar í svonefndu flugvallarmáli.
í greinargerð þessari benti cg á
það, að hrein fásinna væri að
kosta til hundruðum milljóna
króna í nýjan flugvöll, svo að
segja við hliðina á Keflavíkurflug-
velli, sem uppfyllir öll þau skil-
yrði, sem gera verður til fram-
tíðar flugvallar fyrir Faxaflóa-
svæðið og aðalflugstöðvar lands-
manna.
Þess var og getið, að Reykja-
víkurflugvöllur hafi, að flestra
dómi, lokið flutverki sínu, sem
aðalflugvöllur landsins.
Hafandi í huga það fjármagn,
sem verða mun fyrir hendi til
uppbyggingar flugmála, ástand
flugvalla annars staðar í landinu,
brýna þörf varafiugvallar á Norð-
urlandi og síðast en ekki sízt til-
komu mun stærri flugvéla en við
íslendingar notum í dag, komst ég
endanlega að þeirri niðurstöðu,
að fjármunir þeir, sem nýr flug-
völlur við Faxafli'li, og mjög dýr
bráðabirgða viðgerð á Reykjavík-
urflugvelli kostar, myndu verða
þjóðarheildinni að mestu gagni,
væru þeir notaðir til nýbygginga
og endurbóta á flugvöllum þeim,
sem fyrir eru víðsvegar á landinu-
Það hefur komið áþreifanlega í
ljós, að enn eru ekki allir komnir
til með að samþykkja það, að
stefna su, sem ég tel réttast að
fylgt v|erði í nánusAi framtíð,
verði hin markaða stefna og leið-
arljós þeirra, sem að íslenzkum
flugmálum vinna.
Gunnar Sigurðsson, flugvallar-
stjóri Reykjavíkurflugvallar, hef-
ur nýlega birt í dagblöðunum at-
hugasemdir við greinargerð mína
frá 15. janúar, og eru niðurstöður
hans í stuttu máli, sem hér segir:
1. Reykjavíkurflugvöllur hefur
ekki lokið hlutverki sínu sem
aðalflugvöllur landsins.
2. Sakir fjarlægðar Keflavíkur-
flugvallar, er það fjarri öll-
um raunhæfum möguleikum,
að hann geti orðið miðstöð ís-
lenzks flugs.
3. Notagildi Keflavíkurflugvall-
ar er takmarkað af veðurfars-
ástæðum.
4. Rekstrarkostnaður Keflavík-
Hjólbar&aviðgerðir-
í>í'j\
s
m
m
Fljótt og örugg Þjónusta. Hjólbarðinn til-
búinn innan 30 mínútna. Sérstök tæki fyrir
slöngulausa hjólbarða. Felgur í flestar teg-
undir.. •z......
,Réynið viðskíptin. MILLAN “
OplS frá kl. 8 ird.
til 11 t.d. alla daga
vikurtHár. •
Þverholtl 6
(Á horni Stórholfs og
Þverholts'
urflugvallar yrði íslendingum
. ofviða.
Þykir þæði rétt óg
skýlt að fara nokkrum orðum
um niðurstöður Gunnars Sig-
urðssonar.
1. atriði- Tit þess að taka af
allan vafa um það, að Reykja-
víkurflugvöllur sníður flugstarf-
semi okkar of þröngan stakk í
dag, og fullnægir ekki þeim kröf-
um, sem gera verður í framtíð-
inni til aðalflugvallar landsins er
rétt, til frekari rökstuðnings, að
birta hér umsagnir nokkurra máls
metandi aðila um þetta atriði.
Jóhann Gíslason, deildarstjóri
flugrekstrardeildar Flugfélags ís-
lands, kemst svo að orði í Vik-
unni, 23. marz s.l.:
„Hvaða verðmæti eru það, sem
íslenzka þjóðin tapar þegar Reykja
víkurflugvöllur verður lagður nið-
ur? Um flugbrautirnar segir ís-
lenzkur verkfræðingur, er rann-
sakaði ástand þeirra 1957= Við
byggingu flugbrautanna hefur of
lítið verið gert til þess að skapa
örugga og varanlega undirstöðu
fyrir þær, enda hafa þeir, sem
þær bygðu, ráðgert, að nota þær
aðeins takmarkað árabil, og lagt
meira k>rp á að ljúka verkinu á
sem stytztum tíma, en skapa var-
anlegt mannvirki“.
í sama blaði segir Brandur Tóm-
asson, yfirflugvirki Flugfólags ís-
lands, eftir að hafa lýst ástandi
sama flugvallar: „Rreytingar á
Reykjavíkurflugvelli væru óðs
manns æði“.
Jóhannes Markússon, yfirflug-
stjóri Loftleiða, Mbl. 23. febrúar
s.l.: „Sú þróun, sem átt hefur
sér stað í fiuginu með stærri og
hraðfleygari flugvélum, krefst
stærri og fullkomnari flugvalla,
og nú er svo komið, að flestum
er að verða Ijóst að Reykjavíkur-
fíugvöllur stenzt ekki þær kröfur,
sem gerðar eru til millilandaflug-
valla almcnnt og liefur ekki skil-
yrði til þeirra endurbóta, er gera
þyrfti á honum, svo að hann gæti
ta’izt fullnægjandi“. Ennfremur
þetta: „Minnzt hefur verið á þann
möguleika, að leggja nýja suð-
austur-norðvesturbraut á flugvöll-
inn er lægi sunnan við núverandi
braut í þessar áttir, meðfram
Öskjuhlíðinni að sunnanverðu og
yrði talsvert lengri en sú, sem
fyrir er. Braut sem þessi myndi
ekki bæta úr nema að litlu leyti,
og alls ekki leysa vandamál flug-
vallarins“-
Jóhannes R. Snorrason, yfirflug-
stjóri Flugfé’ags íslands, Mbl. 14.
marz s.lJ „Hin íslenzka nefnd gat
þess að kostnaður við endurbætur ,
á Reykjavíkurílugvelli, þ. e- m. a. I
með stefnubreytingu á flugbraut
14—32 og lengingu á flugbraut
02—20, ásamt fleiri nauðsynleg-
um endurbótum, myndi sennilega
fara fram úr kostnaði við bygg-
ingu flugvallar á Álftanesi".
Yfirflugstjórinn heldur áfram:
,Mér hefur virzt yfirvöld þessar-
ar borgar meta land það, sem
Reykjavíkurflugvöllur stendur á,
til verulegs fjár og séu á engan
veg ánægð með þá óvissu, sem
ríkir í þessum málum. Hér er
byggð stöðugt að kreppa meir og
meir að flugvellinum, og má þar
t. d. nefna bæjarsjúkrahúsið, hið
fyrirhugaða ráðhús, í beinni línu
fyrir enda aðalflugbrautarinnar,
Hallgrímskirkju o.fl. Vaxandi næt
urumferð flugvéla kemur til með
að valda truflunum í öllum sjúkra
húsum hér í borginni, fyrir utan
allt annað“. — Og enn þetta:
„ . . . Hann (þ. e- Reykjavíkur-
f lugvöllur. Innskot mitt) er of lítill
fyrir okkar nýkeyptu Cloudmaster
flugvélar. Möguleikar til stækkun
ar vallarins eru raunverulega ekki
fyrir hendi, svo að gagni komi,
sbr- álit sérfræðinganefndarinn-
ar, og ýrði sá kostur valinn, áiít
ég að þá væri raunverulega verið
að tjalda til einnar nætur, þar sem
vallarsvæðið er þegar aðkrepnt,
og með ört vaxandi flugumferð,
stærri og þyngri flugvéla, má gera
ráð fyrir að íbúar borgarinnar
sætti sig ekki við þá lausn til
lengdar.
Við þetta bætist svo það, að
afar erfitt er að koma hér fyrir
aðflugsljósum, sem ég tel veiga-
mikið öryggisatriði í næturflugi".
Það skal tekið fram, að allir
þessir menn, að einum undanskild-
um, eru mótfa’lnir flutningi flugs-
ins til Keflavíkurflugvallar.
Þær staðreyndir, sem hér blasa
við, urðu þess valdandi að hug-
myndin um Augvöll á Álftanesi
kom fram. Þeii’, sem enn berjast
fyrir nýjum flugvelli þar, ættu að
hafa það liugfast, að sú krafa jafn
gildir játningu um það, að Reykja
víkurflugvöllur hafi lokið hlut-
verki sínu, sem aðalflugvöllur
landsins og þéttbýlisins við Faxa-
flóa.
Af framanrituðu er Ijóst, að
Reykjavíkurflugvöllur fullnægir
ekki framtíðarkröfum, þess vegna
er enn óviturlegra að eyða fjár-
magni í hann en Álftanesflugvöll,
sem nú er búið að afskrifa.
Er því rétt að benda á færa leið
til lausnar þessa vandamáls-
Aðspurður sagði ég á blaða-
mannafundinum, að stefna bæri
að því að Reykjavíkurflugvöllur
yrði lagður niður. Ekki taldi ég
að slíkt bæri að gera fyrirvara-
laust, heldur í áföngum. Nefndi
ég 10—15 ár, sem hæfilegan um-
þóttunartíma.
Fjármagn það, sem leysist úr
læðíngi við þessa ráðstöfun yrði
svo hotaff, ásamt öðru tiltæku,
til að búa í haginn fyrir flug-
starfsemina annars staðar.
Borgaryfirvöld gætu byrjað að
skipuleggja flugvallarsvæðið metf
það fyrir augum, að það verðt
byggt upp í áföngum, eftir þvi
sem flugvöllurinn minnkaði.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
flytja hinar þungu millilandaflug
vélar nú þegar til Keflavíkurflug-*
vallar, og reka þaðan millilanda-
flug. Þessi tilfærsla mynd; hafa
það í för með sér, að fiugbrautir
Reykjavíkurflugvallar þyrftu ekki
að vera nema ca- 1100 metra lang-
ar, í stað 1685 m. og 1498 m., sen»
nú er. Þar aff auki má mjókka
brautirnar um helming, eða jafa
vel 2/á. 1100 m. flugbrautir erut
nægilega langar til þess að milli-
landvélar Flugfélags íslands getl
athafnað sig tómar, en til þess ber
nauðsyn meðan verið er að skapa
fullnægjandi viðgerðarþjónustu á
Keflavíkurflugvelli. Þetta ættl
ekki að vera nein goðgá, þar sera
Loftleiðir þurfa að sækja til Nor»
egs í því efni-
Strax og þetta skref hcfur veritl
stigið stórminnkar viðhalds- og
rekstrarkostnaður Reykjavíkur-
flugvallar.
Þar sem hinum þungu milli-
landaflugvélum er ekki lengur til
að dreifa, verður ekki annað séff.
en að nýtt slitlag og aðrar endur-
bætur verði óþarfar með öllu.
Borgin getur strax fikrað sig nær
flugvellinum.
2. ariffÍL Fjarlægð Keflavíkur*
flugvallar fró Reykjavíkurborg.
Framh. á 10. síffn
STROJEXPOftT
Hin iandskunnu, tékknesku
Bryntilngarfæki
væiatanleg
Læktoff verff
Síœá 20000.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. febr. 1964 J