Alþýðublaðið - 15.02.1964, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 15.02.1964, Qupperneq 13
Boraði helli. . . Framhald af hls. 3 gætan túlk, því a'ð ég kunni lít- ið í málum, nema smávegis í ensku, sem ég lærði, þegar ég var á Geir. Svo var ég alltaf ' að segja henni sögur af alls konar fyrirbærum, mönnum og draugum og ýmsu, sem ég hafði upplifað á fjöllum, og hún sagði: „Þú verður að gá 1 að því, að þetta er gáfa, sem málari þarf að hafa, — að geta sagt frá og séð ýmislegt öðru- 1 vísi en aðrir.” Og hún fékk mér liti og pensla og sagði: „Málaðu!” Og ég settist strax niður og málaði þessa mynd, segir Þórður og bendir okkur á mynd af manni, sem lagzt liefur til hvíldar á steini úti í náttúrunni, dettur ofan af steininum og vaknar í 'fallinu. Hún heitir: „Ertu dauður, mannfjandi?” bætir hann við. Og skammt frá er mynd af frægri viðureign Kolbeins Jöklaskálds og Kölska. Svarð- blár næturhiminn í baksýn, og ofan af hömrunum er óvinur- inn fallinn. Innan stundar mun brimlöðrið gleypa hann, en Kolbeinn á hagmælsku sinni og bragðvísi líf að launa og veltist um af hlátri uppi á klettinum. — Veiztu af hverju það er svona mikið gult í kringum Kolbein? Það er af því, að Indverjar segja í spekiritum sínum, að það sé ekki hægt að kveða að gagni, nema hafa mikið gult í kringum sig. Aft- ur á móti halda þeir því fram, að menn verði rauðflekkóttir, þegar þeir eru hræddir. Þess vegna er Kölski allur löðrandi í rauðum slettum. — Komdu hérna, segir 1 Þórður og hleypur yfir að hin- ■ um veggnum, því að þrjátíu sumra refaskytta er frá á fæti. — Hérna sérðu álfameyj- ' arnar fyrir framan bergið. —•' Þær eru þama úti fyrir í : tízkuklæðum. Og til þess að ganga alveg fram af helvítun- um, þá málaði ég myndina á T masonít og boraði svo gat r langt inn í plötuna. Það er hell- . irinn, þar sem þær eiga heima. Það hefur áreiðanlega engum ’ dottið í hug, nema mér. Og ég * er ekki smeykur við þá eða T það, sem þeir segja. Maður ’ mundi vera hræddur, ef það væri eitthvert gagn að því. En hvenær er gagn að þ,ví? Maður er ekki hræddur eftir 20 togaravertíðir og 30 sumur á fjöllum. Þannig er heimur Þórðar Halldórssonar, fullur af ' skemmtilegheitum, óbeizlandi ímyndunarafli og dirfsku, sem brýtur niður alla hefð og pen píuskap og er ekkert nema náltúran sjálf, fersk og lif- andi í augum þessarar karak- tersterku og viðmótshlýju refaskyttu af Snæfellsnesi, sem komin er í bæinn til að sýna- Og ekkert er hvers- dagslegt við Þórð. Meira að segja boðskortið á sýninguna er í ljóði: Velkomin hingað V' verið í Bogasalinn, velkomin öll. r’~ Vér lítum hamingju daga, velkomin, segir báran, sem brotnar við strendur, l?w"' og blómin hljóð, r!' ' er sofa. um haga. '‘■iTl Landvætti/ sjáið einnig, af útnesi hörðu, þið eigið lífið og fegurð á þessari jörðu. Huldur, nátttröll og hvítaða tinda mannskaða mána og myrkra kynngi, eldgos og iUu öflin berjast, við kærleikans magn, í krossins líki: Sjáið landið í lit og myndum. Já, sýningin hefst á morgun. Og mikið má öldin vera blind, ef enginn, sem lítur inn í Boga salinn næstu daga, á eftir að hafa gaman af því landi, sem birtist i málverkum refa- skyttunnar, eða hressilegiun fantasíum eins og „Ertu dauð- ur, mannfjandi?” eða „And- skotinn upp úr súru.” — hjp. Mjólkurframleiðsla Framh. af b's. 16. Mjólkursamlags Þingeyinga, 5,4 millj. kg. eða 13,98% aukning. í skýrslunni er sums staðar talin í einu lagi hundraðstala fyr- ir 1. og 2. flokk, en hjá þrem mjólkursamlögum flokkaðist yfir 90% mjólkurinnar í 1. flokk. — Var það hjá Mjólkursamlagi Ól- afsfjarðar (92.52%), Mjólkurbúi Kaupfélagsins ,Fram’ á Neskaup- stað (95.16%) og Mjólkurbúi K B F á Djúpavogi (91.45%). ÍÞRÓTTIR Framh. af 11. síðu gengið en hann er nú lamaður frá öxl. Lienz, 13. febr. (NTB-AFP). Austurríkismaðurinn Pepe Sti- egler hefur ákveðið að gerast at- vinnumaður, segir blaðið „Ex- press“ í dag. Hann mun fara til Detroit á næstunni og hafa þar „skíða- ci.rkus“ 21. febrúar. Æfingaleikur Framhald af 11. síðu. LANDSLH) okkar í hand- knattleik hefur æft eimi sinni í viku á Keflavilmr- flugvelli í vetur. Liðið hefur leikið nokkra æfingaleiki við lið, sem íþró tafréttamenn hafa valið. Einn slíkur fór fram s4. miðvikudag. Lands 13ðið sigraði með mfelum yfirburðum eða 35 mörkum gegn 19. Sýndi liðið ágætan íeik á köflum og framfar- imar hafa orðið geysi mikl- ar undanfarna tvo mánuði, þvi að pressuliðið var ails ekki lélegt. Athugasemd Framh. af 11. siðu lausa, en setja þann áhugasama til hliðar, er erfitt að skilja, því hingað til hafa það talizt góð fræði innan íþróttahreyfingarinn- ar, að ef áhugann skorti, þá skorti allt, og örugglega hefur Örn haft þá skoðun hingað til. Á síðast liðnu ári dvaldi hér á landi bandarískur þjálfari Ro- bert Frailey, og æfði sundmenn okkar um 2ja mánaða skeið. Var ætlazt til að íslenzkir þjálfarar væru með honum á æfingunum og lærðu nýjungarnar af honum. Til samanburðar má geta þess, að Jónas Halldórsson mætti á fimm eða sex æfingum, en Torfi Tómas- son mæiti á allflestum, enda mælti Robert Frailey með að S.S.Í. réði Torfa sem landsþjálfara fyrir Norðurlandamótið í Osló á s.l. ári, og taldi hann Torfa mjög efni- legan þjálfara. Á s.l. ári stóð Torfi sig mdð ágætum og var sundfóik mjög ánægt með hann og tók mikilli framför undir hans stjórn, m- a. voru sett 2 landsmet i 50 m. laug í þessari ferð. Vegna alls þessa og ýmissa hluta annarra þá taidi S.S.Í. sjálfsagt að endurráða Torfa sem landsþjálfara. Mér er ekki kunnugt um neina ólgu meðal sundmanna, eins og Alþýðublaðið ei- að dylgja með, og munu ailir sundmenn, sem valdir verða í iandsþjálfum, þjálfa undir stjórn Torfa. Svo mörg verkefni liggja nú fyrir hjá sund- fóikinu, að meira liggur nú á að J>jappa því saman til stórátaka en að kveikja úlfúð og sundrung meðal þess. Að endingu þætti mér gaman að heyra nafn heimildar- manns Arnar Eiðssonar. Virðingarfyllst, Sólon R. Sigurðsson, ritari S.S Í. Ekki er nema sjálfsögð kurt- eisi að svara fyrirspum Sólons Sigurðssonar um, hver sé heim- ildarmaður Íþróttasíðunnar í til- efni smágreinarstufs um þjálf- unarmál sundmanna. Það vill svo til, að þeir eru fleiri en einn, þ.á.m. okkar fjölhæfasti og bezti sundmaður, Guðmundur Gísla- son. Að sjálfsögðu hefur Guð- mundur ekki frekar en undirrit- aður neitt á móti Torfa Tómas- syni, þó að hann segist heldur vilja njóta tilsagnar Jónasar Hall- dórssonar, sem hefur séð um þjálf un lians frá því hann hóf æfing- ar í sundi með keppni fyrir aug- um. Eg býzt því við, að Jónas eigi engu minni þátt í þeim met- um og árangri, sem unnin hafa verið af Guðmundi, Herði Finns- syni, eða Hrafnhildi, bæði í 25 og 50 m. laugum. Undirritaður hefur engan áhuga á að fara að deila við Sólon Sig- urðsson eða aðra úr stjórn SSÍ um þessi mál, enda breytir það víst litlu og yrði sennilega eng- um til góðs. Þó að það komi e.t.v. þessu máli ekki beint við, vil ég að sjálf- sögðu styðja þá skoðun Sólons, að áhugi sé þjálfara nauðsynlegur, en það er einnig þýðingarmikið að þjálfarinn hafi mikla og víðtæka þekkingu á starfi sínu og eigi fullkomið traust nemandans. Annars finnst mér þessi svo- kallaða landsþjálfun eins og henni er fyrirkomið hér á landi vera hálfgerð vitleysa. Mín skoðun er sú, að hver og einn eigi að þjálfa þjá sínum félagsþjálfara, þjálfun er persónulegt starf og hættu'egt er, að verið sé að liringla í mörg- um. Einnig er erfitt fyrir einn þjálfara, þó áhugasamur og dug- legur sé, að leiðbeina stórum hóp af íþróttafólki í einu, svo að eitt- hvert gagn sé að. Best væri að hafa marga, segjum t. d. að 3-4 sundmenn hefðu éinn, en það yrði víst fulldýrt (fyrir okkar svo mjög fátæku íþróttahreyfingu. Eg ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri og e.t.v. eru þau þeg- ar orðin of mörg, en leyfi mér þó að lokum að óska sundfólki okkar og SSÍ góðs árangurs á ný- byrjuðu ári. — öe. V A-r ‘Árin 'SMíslaj, $0 !a*. • • • CN’ £ w I M M ? s. E» Milliveggjar- plötur frá Plötusteypunni Sími 35785. SÆHG13R REST BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúni sængur — og kodda af ýmsum stærðum. FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Simi 18743. 'KAUPUM •. islenzkar bækur,enskar, danskar og norekar vasaútgáfúbækur :og í sl,: Bkemratir.it. Fombókaverzlun Kr. Kristjánssonar Hverfisg.26 Siœi 14179 SMURT BRÁUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30. Síml 16012 Brauöstofan Vesturgötu 25. Sfmi 2454P SMURSTÖÐIN Sætúni 4 - Sími /6-2-27 BiIUna er snuuCnr ajóit og veL EeUuuallar tegimdlr af smmol&k vHFLGflSON/_______. , SOURRVOG 20 l«l/ GRAN |T leqsíeina^ oq u plötur ö Trúlofunarhringar Fljút afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson ffuUsmiðnr Bankastræti 12. ÁSVALLAGÖTU 69. Sími 33687. kvöidsími 23608. TIL SÖLU: 4ra — 5 herbergja, 120 fermetra íbúð í sambýlishúsi í Hvassa- leiti. íbúðin er ný og óvenju falleg. 3 svefnherbergi. Harð- viðarinnréttiagar, teppalagt, 1. hæð. 115 fermetra efri hæð á Melun- um. Á hæðinni eru fjögur her bergi og eldhús. 4 herbergi og snyrtiherbergi í risi, fylgja. Fallegur garður. 3ja lierbergja íbúð á Hjarðar- haga. III. hæð. Stofa í risi með eldhúsaðgangi fylgir. Hagstætt verð. Einbýlishús á einni hæð í Kópa- vogi. Húsið er 4 herbergi, eld hús og bað. Stór og góður bfl- skúr. Hagstætt verð. 5 — 6 herbergja óvenju glæsi- leg íbúð í háhýsi. íbúðin er á 4. hæð, ca. 140 fermetrar að stærð. Téppalögð með harð- viðarinnréttingum. Lyfta, bfl- skúrsréttur. Útsýni yfir sund- in. Hagkvæm kjör. 3ja herbergja íbúð í Norður- mýri á 2. hæð. Tvöfalt gler, svalir. Hagstætt verð. Laus 1 vor. 2ja herbergja íbúð við Hjallaveg. íbúðin er á 1. liæð, svalir. Bíl- skúr fylgir. 5 herbergja íbúð. III hæð við Grænuhlíð, hitaveita. íbúðin er mjög sólrík, teppalög, bílskúrs réttur. Ræktuð og girt lóð. LUXUSHÆÐ í tvíbýlishúsi í Safa mýri. Efri hæð. íbúðin er ný og óvenju vönduð. Harðviðar- innréttingar, teppalagt. Eld- stó í stofu. Sér þvottahús á hæðinni, tvöfalt gler. Munið að eignaskipti eru «ft möguleg hjá okkur. Næg bílastæði. Bílaþjónu&ta við kaupendur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ —15. febr. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.