Alþýðublaðið - 19.02.1964, Síða 9
iiiiiitmiiiinmiiiiuiiiiiiiiiiiitMMmjti’iiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiimi
vægast, er komið fyrir í byrg-
inu í klöppunum.
Kjarnklofanum og tækni-
búnaðinum er komið fyrir í
sérstöku neðanjarðarbyrgi, sem
er 55 metrar á lengd, 17 mtr.
á breidd 'og 40 mtr. á hæð.
Talið er, að fjallið ætti að
vera traust byrgi, en í ljós
kom, að það var „óþétt”. Þá
varð að steypa byrgi yfir ver-
ið, og næsta kjarnorkuverið,
sem er í byggingu, verður því
ekki grafið niður i jörðina.
Það er ekki talið borga sig.
byggt á nútímavísu.
GETUR BORIÐ SIG.
Spurt er, hvers vegna Svíar
reisi kjarnorkuver, þegar þeir
eiga auðvelt með að virkja
árnar. Ástæðan er sú, að þeir
hugsa um framtíðina. Og frið-
samleg hagnýting kjarnork-
unnar er alveg eins eðlileg og
Virkjun ánna. Iðnaðurinn í
Svíþjóð hefur átt eins ríkan
þátt í skipulagningu þessari
og rikið.
Þjóðfélagið uppsker sín laun
þegar hinar ýmsu áætlanir
hafa verið reyndar, og iðn-
greinar þær, sem að meira eða
minna leyti eru í einkaeign
uppskera. sín laun fyrir hinar
tæknilegu tilraunir. Reynsla
í framleiðslu er það, sem til
þarf og einhvern tíma kemur
að því, að mikil eftirspurn
verður eftir kjarnorkuverum,
ekki sízt erlendis. Svíar stæðd
framarlega á þeim markaði.
í Farsta er að gerast athygl-
isVerður atburður. Ef allt
gengur að óskum, kemur heitt
vatn í pípurnar alveg eins og
vant er, og að reynslutíma
loknum verður „gamla” orku-
verið, sem raunar er spán-
nýtt, lagt niður. En ef tilraun-
in í Farsta heppnast þá hafa
Svíar öðlast reynslu, sem ekki
verður einungis hagnýtt í
Svíþjóð.
Kjarnakljúfurinn og önnur til-
heyrandi tæki eru innibyggff í
klöpp í varúffarskyni.
inni é Kleppsvíkinni, Kl. 4.30 fór
mannfjöldinn að skima eftir flug-
vélunum, en ekki sást til þeirra
fyrr en klukkuna vantaði 5 mín-
í 5. Þá sáust 3 flugvélar í lofti i
stefnu á Landakotskirkju. Brátt
heyrðist flugvéiadynur í lofti- Og
áður en varði, svifu fyrstu flug-
vélarnar yfir Vatnagarða og norð-
ur yfir Viðey, sveimuðu um nokkr-
ar mínútur unz þær settust aust-
an til við Viðey og renndu sér
inn á Kleppsvíkina. Drunurnar í
loftinu jukust. Á fáeinum mínútum
voru þær komnar 10. Allar svifu
þær skamma stund yfir sundun-
um, áður en þær settust. Allar
settust þær á svipuðum siað. því
að vindur var allhvass af suð-
vestri og urðu þær að hafa sömu
steínu er þær settust. Nú varð
nokkur bið unz fleiri sáust. Sýni-
legt var, að hefði meiri di'áttur
orðið á komu þeirra, hefði ítöl-
unum, sem biðu, ekki orðið sama-
Þá heyrðust drunur í lofti — þrjár
koma. Eina flugdeild vantaði. Það
var sú, er síðust skyldi fljúga. Ailt
virtist með felldu. Nokkrar mínút-
ur liðu. — Enn heyrast drunur
úr vestri. Liðforingi Longo kom
með sína flugsveit heila á húfi í
höfn- Meðan flugvélarnar voru
að setjast höfðu benzín-bátarnir
farið áf víkinni. En jafnskjótt og
allar vélarnar voru setztar, fóru
þeir út á víkina, hver að sinni flug
vél. En þetta varð þó til þess að
landganga flugmannanna tafðist.
Var það ekki fyrr en kl.. að ganga
UÚ, að Balbo-foringi flugflotans —
kom að bátabryggjunni. — Mikill
mannfjöldi hafði safnazt saman við
bryggjuna '-er báturinn, fánum
skreyttur lagði að- Forsætisráð-
herra, sem þá var hr. Ásgeir Ás-
geirsson núverandi forseti, var
meðal þeirra er tóku á móti flug-
köppunum.
FlugsveitixL tafðist hér í Reykja
vík nokkra daga vegna slæmra veð
urskilyrða. Balbo-flugkapteinn
kom þó flugsveit sinni vestur um
haf á áfangastað og var þetta flug
ítalanna talið mikið afrek á þeirra
tíma mælikvarða. — Eins og áður
er .sagt voru þrjú frímerki yfir-
prentuð i tilefni þessarar'flugferð
ar með orðunum „Hópfíug ítala
1933“ 298 umslög, frímerkt með
öllum þrem merkjunum fóru vest-
ur um haf með flugflotanum og
var það eitt “þeirra, sem selt var í
Hamborg í nóvember sl. fyrir
46.580 oo kr.
Frásögnin um komu ítalanna til
Reykjavíkur er skráð eftir frétta
greinum dagblaðanna í R-vík frá
þessum tíma.
☆
Námsbók
í grasafræöi
Fyrir skömmu kom út hjá Ríkis
útgáfu námsbóka ný útgáfa af
Gróðrinum, kennslubók í grasa-
fræði efcir Ingólf Davíðsson. Bók
in er nú breytt og aukin og er
henni skipt í tvö hefti. Fyrra heft-
ið er ætlað gagnfræðadeildum til
unglingaprófs, en hið síðara eink
um landsprófsdeildum miðskóla.
í bókinni eru mjög margar mynd
ir bæði ljósmyndir og teiknaðar
myndir, þeirra á meðal litmyndir
á sextán blaðsíðum í fyrra hefti
og tólf blaðsíðum 1 síðara hefti. í
báðum heftum eru ýtarlegar mynd
askrár með fáorðum lýsingum á
tegundunum-
Þótt heftin séu fyrst og fremst
miðuð við ákveðið skólastig, munu
þau eflaust henta ýmsum öðrum
framhaldsskólum, auk þess sem
fróðleiksfús almenningur á þar
greiðan aðgang að alþýðlegum
fróðleik um grasafræði.
Bjarni Jónsson teiknaði allar
myndirnar í fyrra heftið og einnig
margar myndir í síðara heftið.
ísafoldarprentsmiðja h.f. sá um
prentun og bókband, litmyndir
voru prentaðar hjá Litbrá h.f.
AÐALFUNDUR
Byggingasamvinnufélags starfsmanna
ríkisstofnana
verður haldinn í Baðstofu Iðnaðarmanna við Vonarstræti,
mánudaginn 24. febr. kl. 8,30 e. h.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsstjórnin.
Æskulýðssamband íslands heldur
Félagsmálanámskeið
föstudagskvöld og laugardag 6. og 7. marz n.k., ef næg
þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. marz til skrif-
stofu ÆSÍ, Suffurlandsbraut 4, sími 14955 (opiff kl. 3—5
e. h.), sem gefur allar nánari upplýsingar.
Stjórn ÆSÍ. í
Rafvirki
óskast til starfa á verkstæði Rafmagnsveitna ríkisins vid
Elliðaárvog.
Upplýsingar í Raforkumálaskrifstofunni, sími 17400.
Rafmagnsveitur rikisins.
Bíístjóri
óskar eftir atvinnu við akstur.
Hefi meirapróf. — Upplýsingar í
síma 37010.
Fullfrúastaða
Staða fulltrúa í sjúklingabókhalds- og innheiml udeild er
iaus til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt iaunakerfi
opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist til Skrifsofu ríkis-
spítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík fyrir 29. fc-brúar
1964.
Reykjavík, 17. febrúar 1964,
Skrifstofa Ríkisspitalanna.
Framtíðarstarf
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða mann til þess áð hafa
yfirumsjón með þjónustu við farþega félagsins. Æskilegt
að viðkomandi hafi nokltra þekkingu á matreiðsiu og veit>
ingaþjónustu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum voruoi
í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. marz 1964,
ALÞÝÐUBLAÐI0 — 19. febrúar 1964 §