Alþýðublaðið - 29.02.1964, Page 3

Alþýðublaðið - 29.02.1964, Page 3
 Frá fuudi Sambands íslenzkra sveitarfélaga. myndist víöar en syðra Reykjavík, 28. febr. HP. Fulltrúaráðsfundi Sam- bands ísl. sveitarfélaga, seni hófst í Iíeykjavík í gærmorg- un, var fram haldið í dag. Var fundur settur aftur kl. 10 í morgun, og flutti bá Valdimar Kristinsson viðskiptafræðing- ur, framsöguerindi um þróun- arsvæði. Ræddi hann fyrst tilflutn- ing fólksins í landinu á und- angengnum árum og áratug- um og myndun þéttbýlis í Reykjavík og nágrenni, sem hann taldi hafa verið nauð- synlega fyrir þjóðina, en ör vöxtur Reykjavíkur í fram- tíðinni mundi ekki hafa eins mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið og verið hefði. Væri orðið .tímabært að stuðla að mynd- un þéttbýlis annars staðar á landinu til mótvægis við Reykjavík og nágrenni, þar sem þeir tveir þriðju lilutar þjóðariunar byggju nú. Með Reykjavík og nágrenni átti Valdimar við svæði, sem næði frá Borgarfirði um Reykjavík og austur í Rangárvallasýslu og gæti búið við sömu þjón- ustu á mörgum sviðum. Hann taldi mikilvægt að stuðla að myndun vaxandi þéttbýlis á Akureyri og í nágrenni hennar, svo að þar yrði nægilega mik- ill mannfjöldi til að skapa að- stöðu til sambærilegrar þjón- ustu og Reykjavík gæti boðið sínu svæði á sviði menningar- mála. Einnig ræddi Valdimar um 4 önnur svæði, sem æski- legt væri, að efldust: ísafjarð- arsvæðið um miðbik Vest- fjarða, Austfjarðasvæðið, sem mundi sækja sér þjónustu til Akureyrarsvæðisins að ein- hverju leyti, Snæfellsnessvæð- ið á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestmannaeyjar. Á öllum þesum 6 svæðum, sem nú hafa verið nefnd, búa nú 90% þjóð- arinnar. Framsögumaður taldi að opinberir aðilar ættu að stuðla að uppbyggingu þess- ara svæða með því að beina þangað fjármagni og fram- kvæmdum. Ekki væri nóg, að fólk liefði frystihús og háar tekjur, það yrði jafnframt að hafa tækifæri til þess að not- færa sér bættan efnahag, — geta notið hinna auknu tekna. Miklar umræður urðu um þetta mál, og meðal þeirra er til máls tóku, voru bæjarstjór- inn á Akureyri, Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjórinn í Neskaupstað, Bjarni Þórðar- son, bæjarstjórinn í Vestmanna eyjum, Guðlaugur Gíslason, oddviti Nauteyrarhrepps í N.- ísafjarðarsýslu, . Þórður Hall- dórsson og Páll Líndal, skrif- stofustjóri Reykjavíkurborgar. Vákti erindi Valdimars mikla athygli, en til skýringar sýndi hann svæðaskiptinguna á ís- landskorti. Eftir hádegið voru gerðar á- lyktanir um ýms mál, og verð- ur nánar um þær getið síðar. Þ. á. m. voru ályktanir um gatnagerðarmál, rekstur sjúkra- húsa, æskulýðsmál, vatnsveitu mál o. fl. Fundinum lauk í kvöld. iMWWtMWiWWWWWWWUlWWVWVV WWMttUWUMMtHUMtmmMtUMMMWm ÍSLAND, NOREGUR EKKI mm I FISKISAMNINGI London, 28. febrúar. NTB. - Fullyrða má, að ekki verði gerð- ar fleiri tilraunir á fiskimálaráð- stefnunni í London til að koma á þannig skipan, að ísland og Nor- egur geti gerzt aðilar að samningn um um fiskveiðilögsögu. Afstaða annarra ríkja utan Efnahagsbandalagsins að Bretum undanskildum er óljós. Spánverjar og Portúgalar, Svíar og Danir, miða við að samþykkja nokkur atriði uppkastsins. Hér er um þjóðréttarfarsleg atriði að ræða, sem talið er að lengri tíma þyrfti til að ganga frá en þann stutta tíma, sem Bretar vilja nota til þess að fá uppkastið samþykkt Bretum liggur auðsýnilega mikið á að leysa vandamál sín í sam- bandi við fiskveiðilögsögu. Þeir liafa gefið í skyn, að gera beri ráð fyrir því í samningnum, að fleiri lönd geti gerzt aðilar að honum, t. d. Noregur. Það er Norðmönnum ánægju- efni, að á ráðstefnunni mun fyrir tilstilli Breta sennilega ríkja nær almcnn samstaða V-Evrópurikja um samning um 6 + G mílna fisk- veiðilandhelgi. Þetta megi telja fullkomna viðurkenningu á þeim þjóðarréttarfarslega grundvelli, sem fyrri samþykkt þeirra um 12 mílna landhelgi hvíli á. Stöðugt rísa upp ný og flókin vandamál á ráðstefnunni, og verja verður fleiri dögum til nefndar- starfa. Ljóst er, að ekki verður hægt að slíta ráðsteínunni á morg un eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hún mun standa í nokkra daga í viðbót, sennilega fram á þriðjudag. Sagt er, að meiri skilningur og gagnkvæm virðing fyrir hinum ýmsu sjónarmiðum og vandamál- um ríki nú á ráðstefnunni en í fyrri lotum hennar. Bretar og E B E - ríkin munu hafa látið í ljós skilning á aðstöðu Noregs og veitt því eftirtekt, að þeir eru. fúsir til samvinnu um nokkur mál, m. a. verndun fiskistofnsins, öruggara fiskveiðieftirlit og ekki sízt verzlunarmálin. Sunnenfi, aðalfulltrúi Noregs, liefur lagt áherzlu á, að nauðsyn beri til að tólf mílna reglan Framh. á 4. siðu Kýpur-ti!laga lögð íyrir Öryggisráðið New York, 28. febr. (NTB-AFP). GRIPH) var til strangra öryggis- ráðtsafana áður en fundur Örygg- isráðsins hófs. í dag, þar eð ótt- azt var mótmælaaðgerðir Banda- ríkjamanna af grískum ættum. Áður en fundurinn hófst var tal ið að fulltrúar þeirra ríkja, sem ekki eiga fasta aði-d að ráðinu, Bólivíu, Brazilíu, Fílabeinsstrand- arinnar, Marokkó og Noregs, væru að leggja síðusiu hönd á ályktun- artillögu, sem mun vera í fjór- um höfuðatriðum: 1) Hvatning um tafarlausa stöðv un allra ofbeldisverka á Kýp- ur. 2) Stofnun friðargæzluliðs á veg um SÞ. 3) Viðræður þjóðarbrotanna und ir forsæti sáttasemjara skip- uðum af SÞ í því skyni að laga Kýpur-samninginn frá 1960 að nýjum aðstæðum, og 4) Áskorun til allra ríkja um, að aðhafast ekkert, sem spillt geti ástandinu á Kýpur. Fré tir í dag frá Aþenu herma, að utanríkisráðherra Grikklands, Stavros Kosttopou- los, hafi lagt á það áhcrzfu í viðtali við sendiherra Tyrkja í Aþenu, að Grikkir hygðust sker ast í leikinn, ef Tyrkir gripu til íhlu'unar á Kýpur. Þetta er í fyrsta skipti, sem Grikkir vara Tyrki beint við íhlut un á Kýpur, en Papandreu forsæt isráðherra og Kosttopoulus komu fram með svipaða viðvörun í við- ræðum við sendiherra Breta og Bandaríkjamanna í Aþenu nýlega. Sovézk þota á leið frá Damaskus Framhald á bls. 13. SAMÚÐ I SKOT- LANDI MEÐ SAS 1. apríl veröur lendingum fækkað í 3 London, 28. febr. (NTB). Skotar eru mjög gramir vegna þess, að slitnað hefur upp úr við- ræðum brezkra og skandinaviskra flugmálayfirvalda um lendingar SAS í Prcstwick. Einkum hafa skozkir iðnrekendur verið gramir vegna afstöðu brezkra yfirvalda og hafa þeir borið fram harðorð mótmæli. Sir John Toothill, formaður stjórnskipaðrar nefndar, sem fjallar um flugmál í Skotlandi, segir afstöðu brezku stjórnarinnar og stefnu hennar gagnvart SAS bera vott um þröngsýni. Viðskipti Skota við Norðurlönd mundu bíða alvarlega hnekki vegna þessarar þröngsýni. Stjórnin virðist ein- göngu hafa borið hagsmuni brezka flugfélagsins BOAC fyrir brjósti, ekki hagsmuni Skota. Sir Jolin segir, að Skotar hafi snúið sér til stjórnarinnar og skýrt frá þessum sjónarmiðum, en ekki hefði verið tekið tillit til þeirra. Ritari brezka iðnaðarsam- bandsins segir, að nokkrir með- limir þess hafi lagzt gegn því, að lendingum SAS í Prestwick yrði fækkað. Samband hefði verið haft við stjórnina en tilmæli um betri lausn hefðu ekki borið ár- angur. Skotar segja, að SAS hafi unn- ið þarft verk með því að auka umferðina um Prestwick á sama tíma og BOAC kærði sig kollótta um hana. Yfir fimm milljónir punda hafi verið lagðar í flugvöll- inn á Prestwick. í stað þess að segja, að umferðin um hann ætti að vera eins mikil og unnt væri, segðu Bretar, að lendingar er- lendra flugvéla ættu að vera eins fáar og mögulegt væri. Sagt er, að farþegafjöldi á leið- inni milli Prestwick og New York sé um 45 þús., og þar af hefur þriðjungurinn ferðast með SAS. Blaðið The Times segir í dag, að sennilcga verði lendingum SAS á Prestwick fækkað í tvær á viku frá 1. apríl þegar núgild- andi samningur rennur út. — Ó- sennilegt sé, að hægt verði að taka aftur upp viðræður um þetta mál. T-he Times segir ennfremur, að í ráði sé að taka upp svipaðar viðræður við hollenzk yfirvöld um áætlunarleiðir KLM um Prest- wick. „Siðferðis- vottorð" í Rússlandi Moskva, febr. ntb.-afp. Blöð í Sovétríkjunum liafa hafið baráttu fyrir því, að allir Rússar gangi um með „vinnuvegabréf” sem eigi að vera „siðferðisvottorð.” Á tímum Stalins var fólk látið bera slík skilríki, en lögin voru numin úr gildi eftir andlát Stalins og var þetta liður í baráttu nýju stjórnarinnar fyrir frjáls- lyndari stjórnarháttum. Blöðin vilja að þessari skipan vcrði aftur komið á svo að auðvcldara vcrði að koma upp um drykkjusvola, letingja og vinnusvik í verk smiðjum, sem margar hverj- ar hafa ekki gctað skilað til- skildu vörumagni, þar eð verkamenn slá slöku við, að sögn blaðanna. — 29. febrúar 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.