Alþýðublaðið - 29.02.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 29.02.1964, Side 5
^uuhuiiuihiihuuuhuiihuuuiuuu........ = 5 inu, Kongó (Brazzaville) og Se- negal. 160 Gabonhermenn vörð- ust hraustlega i tvær Idukku- stundir í herbúðum sínum. Um tíma leit út fyrir, að frönsku hermöiinunum, sem voru 230 talsins, mundi ekki takast að brjóta þá á bak aftur. En flug- vélar voru látnar gera árás á búðirnar. Franskir fallhlífarhermenn, sem tóku þátt í íhl utuninni. ÞAÐ vakti furðu, þegar de Gaulle forseti skipaði frönsk- um fallhlífahermönnum að skerast í leikinn eftir bylting- una í Gabon í síðustu viku til að bjarga forsetanum, sem steypt haföi verið af stóli, Le- on M’ba. Frakkar liafa beðið á- litshnekki í Afríku vegna íhlut- unarinnar og ýmis Afríkuríki hafa fordæmt hana. Frakkar eru sakaðir um að hai'a skipt sór af innanríkismál- um Gabon. Bent er á, að enginn beið bana í byltingunni, sem nokkrir undirforingjar fir hern um gerðu gegn M’ba, en hins vegar féllu 18 Gabonmcnn og 30—40 særðust í íhlutún Frakka. Franska sendiráðið í höfuð- borginni Libreville hefur auk þess verið sakað um að hafa skipt sér af stjórnmálum lands- ins, ekki einungis með því að koma M’ba aftur í forsetaemb- M’ba. ættið, heldur einnig með því að láta foringja stjórnarandstöð- unnar leita hælis í sendiráðinu og reyna síðan að knýja fram sættir með hinum pólitísku and stæðingum. M’ba verður sennilega hér eftir álitinn franskur leppur í Afríku. Hann hefur fengið óorð á sig í landi sínu, og ekki er talið að honum takist að halda völdunum nema með frönskum vopnum. Foringjar byltingarinnar eru taldir hafa haft töluverðan hluta þjóðarinnar á bak við sig, enda hefur mikillar óá- nægju'gætt í garð M’ba. Hann hefur þaggað niður í stjórnar- andstöðunni og varpað póli- tískum andstæðingum í fang- elsi. Auk þess hefur hann hag- rætt stjórnarskránni sér í vil. * LEYFI VARAFORSETANS Byltingin var gerð á þriðju- dag í síðustu viku og gekk á- rekstrarlaust. Herinn, en í Gabons, sem er helmingi stærra en Frakkland, eru aðcins 450 þúsund — náði fijótlega helztu stöðum á sitt vald Lesin var upp tilkynning í útvarpinu þess efnis. að endi væri bundinn á fyrrverandi harðstjórn. Uppreisnarmenn fólu völdin í hendur Jean-Hilaire Aubame, 52 ára foringja stjórnarand- stöðunnar og fv. utanríkisráð- herra, sem átti sæti á franska þinginu þriú kjörtímabil og hefur orð fyrir að vera hófsam- ur og dugandi maður. Aubame birti stjórnarlista sinn og voru ráðherrar hans sömuleiðis dug- andi og hófsamir. Stefnuskrá bans gerði ráð fyrir umburðar- lyndi í stjórnmálum og áfram- haldandi tengslum við vestræn ríki. Byltingunni virtist lokið. — M’ba var fluttur heill á húfi til kofa í frumskóginum við veg- inn, sem liggur til Lambaréné, þar sem Albcrt Schweitzer hef- ur sjúkrahús sitt. Byltingin hafði þegar hlotið þegjandi samþykki USA. Einn starfsmað ur sendiráðsins hafði gengið á fund Aubame í höll M’bas. En á meðan þessu fór fram liafði fi’anski sendiherrann, Paul Cousseran, verið önnum kafinn. Hann hafði orðið vitni að drykkjuólátum hermanna, sem brutust inn í vínkjallara forsetahallarinnar, og óttaðist um líf og eignir franskra borg- ara. Aðeins franskar hersveitir gátu veitt þeim vernd. Varaforsetinn, Jean-Marie, Yembit, sem var á kosninga- ferðalagi í afskekktu þorpi um 350 km frá höfuðborginni, var eini maðurinn, sem heimilað gat sendingu franskra her- manna. Flugvél var send til þorpsins og varaforsetinú sendi franska sendiherranum þau ein dregnu tilmæli, að hann tryggði ekki aðeins frönskum borgur- um verúd hcldur sæi um, að stjórnin fengi aftur völdin í sínar hendur. De Gaulle lét ekki á sér standa. Um miðnætti á miðviku dag streymdu til landsins franskir og afrískir hermenn frá Chad, Mið-Afríkulýðveld- ★ M’BA TYNIST. Ráðherrar byltingarstjórn- arinnar voru meðan þessu fór fram í forsetahöllinni, sem var umkringd frönskum hermönn- um, en ein undankomuleið var opin og lá hún til franska sendiráðsins. Mótspyrnan hafði verið brotin á bak aftur, en ráð- herrarnir höfðu eitt háspil á hendlnni. M’ba var í frum- skóginum ásamt sjö vörðum. Ráðherrar byltingarstjórnar- innar voru fúsir til samninga- viðræðna. En þá kom í ljós, að eini mað urinn, sem vissi hvar í ógreið- færum frumskóginum M,ba hafði verið falinn, hafði beðið bana í árásinni á herbúðirnar. Liðsforingi nokkur, sem Frakk- ar höfðu handtekið, sagði hins vegar frá grun sínum og hann reyndist réttur. Frakkarnir fundu M’ba í kofanum og á fimmtudagsmorgun kom hann aftur til Libreville og flutti út- varpsávarp. Þá gáfust tíu ráðherrar bylt- ingarstjórnarinnar upp. En Frakkar sáu um, að engar hefndarráðstafanir voru gerð- ar. Ráðherrarnir voru settir í stofufangelsi og verður senni- lega hlíft. M’ba forseti hefur nú skýrt frá stefnu sinni. Kosningun- um, sem fram áttu að fara sl. sunnudag hefur verið frestað fram í apríl (aðeins einn flokk- ur býður fram). Þær fréttir hafa borizt, að Frakkar séu að reyna að fá M’ba til þess að mynda samsteypustjórn með andstæðingum sínum. ★ FYRSTA ÍHLUTUNIN Frakkar hafa afsakað íhlut un sína í Gabon með því að vísa til varnarmálasamnings þjóðanna. En á undanförnum tveim árum hafa verið gerðar að minnsta kosti sex byltingar og byltingartilraunir í „franska samveldinu” í Afríku, og Frakk ar hafa aldrei áður skorizt í Frh. á 10. síðu. Hermaöur á verði við forsetahöllina í Librevillc. r. r. 3 | :: i r s Ln................................................................................. ............................."""""........................................... ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. febrúar 1964 §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.